Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 28

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 28
MINNING Giiðný Jónsdóttir Þriðjlidaginn 30. júní sl. lézt í Landakotsspítalanum frú Guðný Jónsdóttir húsfreyja frá Gerði í Suðursveit, vegna afleiðinga slyss, er hún varð fyrir á heimili sínu á Höfin deginum áður. Guðný var ættuð frá Flatey á Mj'rum, dóttir sæmdarhjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Jóns Jóns sonar, sem þar bjuggu allan sinn búslcap. Hún dvaldist þar í glöð- um systkinahópi unz hún kvæntist gáfuðum ágætismanni, Vilhjálmi Guðmundssyni frá Skálafelli í Suð- ursveit. Þau hófu sinn búskap í Flatey, fluttust svo að Haukafell'i og bjuggu þar í 7 ár, en reistu síðan bú að Gerði í Suðursveit árið 1937 og bjuggu þar lengst af, eða þar til þau brugðu búi fyrir 5 árum og settust að á Höfn í Hornafirði, þar sem Vilhjálmur starfar sem endurskoðandi Kaupfélags Aust- ur-Skaftfellinga. Guðný og Vilhjálmur eignuðust 6 mannvænleg börn, sem öll kom- ust til fullorðinsára. Þau voru: Sig- urður, sem lézt af slysförum á Höfn fyrir þremur árum. Hann bjó í Flatey með móðurbróður sín- urn. Halldór, sem starfar hjá Kaup félagi Austur Skaftfellinga. Hann býr með föður sínum. Gunnar, sem drukknaði við veiðar skammt frá Gerði árið 1965 Sigríður hús- freyja á Nýpugörðum, gift Jóni Arasyni bónda þar. Heiður búsett á Höfn, gift Kristni Guðjónssyni sjómanni, og Guðbjörg, sem er gift Einari GísTasyni sfcarfsmanni við radarstöðina á Höfn. Guðný var góð húsmóðir, sem stjórnaði sínu heimili á hógværan og farsælan hátt og gaf börnum sínum gott fordæmi með staðfestu sinni og girandvarleik. Það gleym- ist þeim ekki sem kynntust henni, hve þægilegt var að vera í návist hennar, enda geislaði af henni góð- vildin. Flateyjarbæirnir voru í þjóð- braut og hefur það trúlega átt þátt í að móta víðsýni og sam- hyggju fjölskyldunnar, enda hafa Flateyjarsystkinin verið vinmörg og eru þekkt fyrir tryggð sína og gott geð. Þeir sem gerst þekkja Framhald á bis. 5. hennar mesta ánægja að fylgjast með barnabörnum sínum. Þeir, sem kynntust Vilborgu og Þorgeiri á Hlemmiskeiði, munu ætíð minnast þeirra með virðingu. Jón Guðmundsson. ÁRSÆLL SIGURÐSSON KENNARI Fæddur 31. desember 1901. Dáinn 28. júní 1970. Kveðja. SvipTeg er sorgar-tíðin særðu mig júní fréttir. Grámóðu hulin hlíðin hjalli og tindar léttir. Dropar sig dögg á barði deigur er steinn í fjalli. Faiinn er fyrr en varði fræðimaðurinn snjalti. Árrisull íslands mögur ættlandið hefja vildi þroskandi þekkti sögur, þjóðlegar menntir skildi. Fegurð hann frónska daði, fallegar tók hann myndir. Glöggur að öllu gáði glöddu hann tærar lindir. Vökull hann fræða vildi vini, sem barnið unga, ætíð þess umsvif skildi angur og lífsins þunga. Jafnan sem barnsins bróðir bækur við þeirra hæfi samdi, við sagna hlóðir sögurfróður um ævi. íslendings eðlið skildi. Ættfróður meir en flestir, — arfsagnir auka gildi una þeim sögnum gestir. 28 Menningin muna gleður — minningar bjartar skína. Ungur í anda kveður ættmenn og konu sína. Fann hann í fögrum dölum friðinn og 1-jósið dýrast. Drottins í dýrðar sölum draumarnir helgu skírast. Einar J. Eyjólfsson. ÍSLEND1N6AÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.