Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 7
--- »- haft, því munu nú fylgja honum l friðarheim margar hlýjar kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Einar Kristleifsson. t Tveim dögum fátt í að ná 82 ára al'dri að okkar tímatali. En þá feom kallið, síðasta kallið í þessari jarðvist, og það heltók, vin minn Girím, við störf hans. Ærnar hans stóðu eftir og vissu ekki tíðindin, en hvað vitum við annars u-m hvað ferfættum vinum bíður í grun? Mörg eru dæmin um tmflun í hegðun dýranna, þegar handgeng- inn vinur þeirra hefir horfið af vettvangi. Hvers vegna fór ég ekki í fyrra- sumar eða i hitteðfyrra til að kveðja vini mína á Norðurreykj- um? Já, hvers vegna, þetta hvarfl- aði svo oft að mér, en komst samt ekki í verk. En hefði það skipt nokkru máli? Einni minningastund hefði verið aukið í gleymsku hugans, og héðan af verður ekki rakið hverja þýð- ingu slík stund átti. En ég á marg ®r góðar minningastundir frá sam verutímum okkar Gríms. Ekki stafar það af því að Grím- ur bærist mikið á eða væri há- vaðamaður, ekki var hann víðför- ulT á nútímamælikvarða. Skemmti ferðir í nútímastíl voru honum ókunnar. En hann kynntist vel t reynd nytjaferðum þeim, sem til- heyrðu hans tíma og sumar fylgja enn sveitabúskap á voru landi. Hann fór kaupstaðaferðir, og bjó farangur til klakks. hann fór í fjallferðir þær, sem göngur nefn ast, og var eigi hlíft við þeim lengstu, Jökulkrók og Fljótadrög- um. Fjallskil mun hann og hafa þekkt sem fulltrúi upprekstrarfé- lags Hálssveitunga og Reykdæla í réttum norðan heiðar. Kunnar voru honum vertíðarferðir „suður nieð sjó“, því að margar vertíðar réri hann með formönnum Vatns- leysustrandar eða Garðs. Sjóveik- in yfirgaf hann þó aldrei í þeim búsaðdráttum, sem sjóróðrar nefn ast. Aðalstarf Gríms var þó auðvitað jarðjTkja og skepnuhirðing. fíann fluttist að Norðurreykj- um, barn að aldri, með foreldrum sínum, Jódísi Grímsdóttur og Hor- valdi Stefánssyni, er þau hófu bú- skap sinn þar. Á þeim aldri sem nútímans ÍSLENDINGAÞÆTTIR böm hefja skðlagöngu í höfuð- staðnum, hófu hann og systkini hans starfsnám sitt við hin ýmsu sveitastörf. Þá gaf töðuvöllurinn af sér um hálft kýrfóður, en út- engjar voru mýrlendi. En Þorvald ur faðir hans var einstakur elju og dugnaðarmaður, sem aldrei fél verk úr hendi, og túnið á Norður- reykjum stækkaði árlega, þó að unnið væri með reku og ristu- spaða, enda með stærstu túnum sveitarinnar þegar Þorvaldur kvaddi þessa jörð. Auk þess voru byggð upp pen- ingshús öll og íbúðarhús. Er þá augljóst hvert var lífsstarf Gríms og systkina hans. Likamleg erfiðis vinna við jarðyrkju, tóvinnu og hirðingu búfjár. Hversu var þá háttað andiegum viðfangsefnum? Grímur unni íslenzkum sögum og sögnum. Hann átti íslendinga- sögur og las þær. Hann átti þæk- ur ÞorvaTdar Thoroddsens og kort herforingjaráðsins danska af ís- landi, því að hann unni landinu sínu, og drakk í sig þann fróðleik, er hann komst yfir um land og sögu. Drengskapur i orðum og at- höfnum voru eiginieikar, sem hann kunni að meta. og hann til- einkaði sér í lífi sínu. Fámáll var hann um sína hagi jafnt og annarra, en hanp naut þess að rifja upp sögur af hreysti- verkum og dáðum fornaldar- manna. Er mér minnisstætt hvern ig hann lokkaði mig, sem barn til að endursegja sér úr ísTendinga- sögum og öðrum bókum, sem ég hafði lesið. Leiðrétti hann þá með hógværð og Ijúfmannlegu lítiilæti ef honum fannst söguþráðurinn ekki nægilega glöggur í endur- sögninni. Öllum vildi Grirnur vel, og gerði mörgum greiða, sem eigi voru aTlir endurgoldnir, en munu koma til skila í framháldslífi hans. Öruggur var Grímur til allra þeirra verka, er hann kunni, og æðrulaus að leiðbeina öðrum um rétt handtök og vinnulag. Minnist ég er hann kenndi mér áralag, svo að ég gæti sinnt ferjukalli. Þetta var á Hvítá, þar sem hún rennur milli Norðurreykja og Háafells í Hvítársíðu. Straumur var þar nokkuð þungur, og hrakti bátinn langt niður ána að mér fannst, þegar ég var tekinn við árunum. Það gerir ekke’.*t til, sagði Grímur, haltu áfram. Æðrulaus, jafnlynd- Valdimar Indriðd j Ásmundsson Fæddur 29. marz 1901 Dáinn 24. maí 1970. Kveðja frá vini. Ég hljóður sit og hlusta þá hljómar inn til mín útvarpsins á öldum andlátsfregnin þín. Þú sigldir oft á sænum og sást þar misjöfn kjör í blíða vorsins blænum þín byrjar síðusí för. Ég kem með litlu kvæði og kveð þig Valdi minn þér ég vildi þakka já þakka hlýhug þinn. Velvild þína og vinsemd vel þú sýndir mér á sjó mér lagðir liðsemd nú lifa skal það hér. En svona er lifsins saga sífellt skúraskin einhver alla daga er að kveðja vin. En ljósið, sem að Ijórrar og lýsir syrgjendum eru drottins dómar þeir duga framliðnum. Á kyrru hljóðu kveldi er klökkvi fer um strönd i vorsins ftdla veldi vermir sólin lönd. Aftanroðinn vfir okkur fagurt skín svo björt mér bezt hún lifir blessuð minning þín. Aðalbjörn Úlfarsson. ur, traustur í verki og framkomu, þannig var Grimur. Norðurreykir munu lengi enn bera minjar handaverka hans, og þeirra systkina. Minningar um Grím, sem góðan dreng og fyrir- mynd að hógværð og lítiTlæti munu lifa meðal allra þeirra, er kynntust honum, og þær eru verð mætar, mannbætandi, vísa frarn á leið til þroska í jafnvægi, hrein- lyndis og drenglundar. SæTir eru hógværir og hjarta- hreinir. það mun Grímur fá sannað á framleið sinni. Blessuð sé minn- ing hans. Guðjón B. Baldvinsson, 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.