Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 18
SJOTUGUR:
GEIR VIGFÚSSON
BÓNDI, HALLANDA
AS Hallanda í Hraungerðis-
hreppi búa hjónin Margrét Þor-
steinsdóttir og Geir Vigfússon.
Þau hófu þar búskap fyrir 46 ár-
um. Þá voru þau ung og ástfang-
in. Það eru þau enn í dag og má
segja að sambúð þeirra hafi verið
ein sólskinsstund. Ekki er þetta
svo af því, að allt hafi leikið þeim
1 lvndi, því þau hafa orðið að sigr-
ast á ýmsum erfiðleikum, en það
hafa þau alltaf gert með sameigin
legu átaki.
Ekki er hamingja þeirra grund-
völluð eða styrkt með auði, þvi
þau hófu búskapinn svo að segja
aTlsIaus á örreitiskoti þar sem flest
hús voru að falli komin og ekki
hmgt að heyja nema 200 hesta og.
roegin hlutann af því á rýrum
engjum Þetta er nú hins vegar
svo breytt, að tugir hektara af
' túnum breiða sig þar sem áður
voru móar og mýrasund. Hallanda
bóndinn hefur líka hin síðari ár
átt á haustin troðfullar hlöður af
'góðrt töðu, en nú hefur köld veðr-
átta vetur eftir vetur veitt honum
eins og fleiri bændum harðar bú-
sifjar með kali og grasdauða í
igræðisléttum.
Geir bóndi er nú orðinn sjötug-
ur, því hann fæddist 3. júlí árið
1900. Engin ellimörk eru þó á hon
um sjáanleg. Hann gengur að störf
um hvern dag við búskapinn og
vinnur hvert það verk sem vinna
þarf. Geir hefur alltaf risið árla
úr rekkju og hefur honum reynzt
morgunstund gefa gull i mund, og
að sá sem árla rís verður margs
vís. Geir kemur líka fátt á óvart,
sem snertir starfið og er manna
skjótastur til viðbragða og úrræða.
Er áreiðanlegt, að vinátta hans við
morgungyðjuna á sinn þátt i
heppni hans og hamingju.
Foreldrar Geirs voru Vigfús Vig
fússon frá Reykjakoti í Mosfells-
sveit og Sigurveig Hildibrandsdótt-
ir frá Vestur-Holtum í Þykkvabæ.
Þegar Geir fæddist bjuggu þau á
Eyrarbakka, en síðar á Súluholts-
hjáleigu og Suðurkoti í Flóa og
fóru að Hallanda árið 1921. Átti
Geir alltaf heimili hjá foreldrum
sínum þar til hann sjálfur tók við
búi, og svo áttu þau skjól hjá hon
um þar til þau önduðust.
Eins og áður segir hóf Geir bú-
skap í Hallanda árið 1924 og gekk
þá að eiga Margréti Þorsteinsdóttur
bónda í Langholti Sigurðssonar.
Þau eignuðust 7 börn. Dó eitt
þeirra ungt, en hin lifa öl. Einn
son eignaðist Geir áður en hann
kvæntist. Allir afkomendur Geirs
eru myndarlegt og dugandi fólk.
Auk barna sinna eiga þau Hall-
andahjón einn fósturson. er hann
sem þeirra eigið barn svo vel
tengdust þar tryggðarböndin.
Geir Vigfússon hefur alltaf ver-
ið ötu'll að leita bjargar fyrir heim
ili sitt og kona hans hefur stutt
faann með ráðum og dáð. Hún
gætti hús og barna þegar bóndi
hennar fór í verið eða var annars
staðar utan heimilis til að draga
björg í bú. Alls urðu þær 20 ver-
tíðirnar, sem Geir var við sjó. þar
af 16 í Vestmannaeyjum. Sjó-
mennsku byrjaði hann á skútu og
stóð við fiskidrátt. Margar vertíðir
vann Geir við fiskverkun. Þá voru
fljótvirkir og lagvirkir flatnings-
menn eftirsóttir. Þeir eru margir
þorskarnir, sem Geir hefur hausað
og flatt. Hryggirnir voru fljótir að
fjúka þegar hann stóð við flatn-
ingsborðið og brá sínu bitra saxi.
Þrjá vetur var Geir við mjólkur
flutninga yfir Hellisheiði og hafði
ti'I þeirra starfa með sér einn
mann og 10 hesta og sleða. Oft
var kalt á heiðinni og þreyttir
urðu stundum menn og hestar.
Einn veturinn var Geir 60 daga
samffleytt á heiðinni i einni lotu.
Telur hann, að þetta hafi verið
erfiðasta starf, sem hann hefur
unnið um ævina. Þetta flutninga-
starf byrjaði þannig, að verkfall
hafði verið gert og einn þáttur í
verkfallsaðgerðunum var sá, að
bannaðir voru allir flutningar til
Reykjavíkur á bílum. Egill Thor-
arensen, sem þá var forystumaður
í íélagsmálum sunnlenzkra bænda
lét koma þann krók á móti bragði
þar sem hestar og sleðar voru ekki
nefndir á meðal þeirra farartækja,
sem bannað var að flytja með vör-
ur, að þá fékk hann til mjólkur-
flutninganna menn með hesta
og sleða. Nokkur uggur var
í sumum um að verkfalls
18
fSLENDINGAÞÆTTIR