Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 8
Jón Dalmannsson, gullsmiðnr Þegar ég heyrði dánarfregn vin- ar míns, Jóns Dalmannssonar, gull smiðs, hvarflaði hugurinn fljótt til Jöngu liðinna daga, jafnvel 60 ár aftur í tímann. Ég minnist heimil- 'jisins í Hítarneskoti á árunum 1910 Itil 1920. Þar bjuggu þá hjónin Dalmann Ármannsson og Stein- unn Stefánsdóttir igull'smdðs, ásamt börnum sínum þremur: Guðrúnu, Ármanni og Jómi, sem þá voru að vaxa upp og komast til fullorðins ára, öll prúð og efnileg börn, ■greind og félagslynd í bezta lagi. Að Hítarneskoti var gott að 'koma og eiga glaða stund með iheimafólki. Húsakynni voru ekki stór. Þar var hvorki hátt til' lofts né vítt ti’l veggja, en samt virtist aldrei of þröngt í litlu baðstofunni, þó nokkra gesti bæri að garði í einu. Fólkið var allt samtaka um að gera gestum sínum dvölina skemmtilega. Oft var tekið lagið. Fjölskylðan var söngel'sk og heima sætan hafði lært á orgel fyrir tví- tugsaldur og m.a.s. eignazt orgel. Þótti það meirkur viðburður á þeim árum og gott framtak hjá fátæku fólki. Svo var spilað og sungið. Það mátti segja að allt heimilisfólkið væri einn syngjamdi kór. Húsbóndinn, Dalmann, var um tíma forsöngvari í Kolbeims- staðakirkju, fór þá oft gangandi til kirkjunnar um 15 km leið, stundum móti norðangolumni, sett- ist í kalda kirkjuna og leiddi söng- inn orgellaust. — Orgel kom ekki í Kolbeinsstaðakirkju fyrr en árið 1915. — Ætli að mönmum þætti þetta ekki mikið á sig lagt nú? En Dalmann lagði þetta á sig fyrir söfnuðinm, sönginn og kirkjuna sína, ekki var um laun að ræða fyrir slíka þjónustu á þeim tíma. Nei, það voru ekki kröfuspjöld á lofti í Hítarneskoti og svo má segja um fleiri bæi í þá tíð. — Allt var gert vegna starfsins eða málefnisins, sem unnið var að, án þess að hugsa um að „alheimta daglaun að kvöldum“. Frá slíkum heimilum hlaut að koma gott fólk og starfhæft. Hítarneskotssystkin in hafa lika reynzt ágætlega á lífs- leiðinni, hvert í sínum störfum. En þau eru, talin í aldursröð: Guð- rún, seinni kona Jörundar Bryn- jólfssonar alþingismanns, ný- lega látim, Ármann, formaður Bún aðarsambands Eyjafjarðar. Hann fluttist norður til Ákureyrar 1924, kvæntist þar nokkru síðar góðri konu og hefur búið þar og unnið að margvíslegum menningarmál- um, einkum að ræktunar- og íþróttamálum, sem sagt, unnið að ræktun lýðs og lands. Þriðji og þeirra yngstur var Jón gullsmið- ur sem lézt í Borgarsjúkrahúsinu 27. júlí síðastliðinn, og hér er minnzt. Jótn íæddist í Fíflholtum í Hraun hreppi í Mýrasýslu 24. júni 1898. Fluttist með Foreldrum sín.um og systkinum að Hítarneskoti i Kol beinsstaðahreppi Snæf. um alda- mótin, og ólst þar upp eins og fyrr segir. Á árinu 1918 fór hanm til Reykjavíkur og hóf nám i gull- smíði, og lauk námi 1922. Hann vann að gullsmíði ætíð síðam. og rak lengst af sjálfur verkstæði og verzlun með skartgripi. Frá því ár- ið 1952 rak hann verkstæði og skartgripaverzlun á Skólavörðu- stíg 21, í félagi við Sigurð Tómas- son úrsmið. Jón var kvæntur firændkonu sinni, Margréti Samúelsdóttur, skrautritara. Allir landsmenn þekktu listamanminn og göf- ugmennið Samúel Eggertsson, skrautritara. — Margrét lifir mann sinn, ásamt þremur böirnum þeirra, sem eru: Samú- el Dalmann rafvirki, Dóra Guð- björt gullsmiður og Stefán flug- virki. Öll börnin eru efnileg og vel gefin, eins og þau eiga kyn til. Fjölskyldan hefur öll búið sarnan og átt heima á Fossvogsbletti 13 í Reykjavík síðain 1958. Margrét er myndar- og gæðakona, sem bjó manni sínum og börnum gott og hlýlegt heimili. — Þó að ég hafi á síðustu áratugum haft lítil 'kynni af heimili þeirra Jóns, þá er ætl- an mín að þar hafi ríkt friður og faTsæld meðal fjölskyldunnar eins og fyrrmeir í Hítameskoti. Kynni okkar Jóms voru mest á æskuárum okkar, á meðan hann var enn í sveitinni. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur hafa fundir verið strjálli. Heyrt hef ég, og raunar veit, að viðskiptavinir hans hafi borið gott traust til verkstæðis hans og verzlunar. Öðruvísi gat það ekki verið. Hann hlaut að sýna heiðarleik og áreiðanlegheit i viðskiptum. Það var gott að vera með Jóni í gamla daga. Hann var hægur og hlédrægur, en hlýr og glaður á góðri stund. Hann var orðheppinn og fyndinn, þó án allra kaldyrða. Hann var glæsimenni á velli og bauð af sér góðan þokka, emda hlýja og prúðmennska í blóð bor- in. Ég hef þessi orð ekki fleiri. Ég vildi aðeins minnast þessa góða æskufélaga, og færa honum þak'k- ir fyrir góð kynni. Ég votta ekkju hans og börnum og öðrum ættingj- um innilega samúð mína. Sv.J. 9 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.