Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Qupperneq 16

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Qupperneq 16
PÁLL SVEINBJÖRNSSON BIFREIÐARSTJÓRI Það hefur dregizt lengur en ætl- að var í fyrstu, að minnast Páls jveinbjörnssonar bifreiðarstjóra, m hann andaðist hér á sjúkrahúsi . júní s.l. eftir langvinna van- heilsu. Útför hans var gerð frá Sauðárkrókskirkju 13. sama mán- aðar. að viðstöddu fjölmenni. Með Páli er horfinn af sjónar- sviði okkar greindur, og nokkuð sérstæður persónuleiki, sem ég hef áslæðu til að þakka fyrir hlýja og góða viðkynningu þótt stutt væri. Þannig mun einnig vera um fjölda marga aðra er áttu með honum einhverja samleið. Páll, er var Húnvetningur að ætt og uppruna, fæddist að Kjalar- iandi 8. marz 1909 og ólst þar upp tii íullorðinsára. Foreldrar hans voru hjónin Ósk Sigurðardóttir og Sveinbjörn Guðmundsson er þar bjuggu. Páll var einkabarn þeirra. Þau hjón voru bæði vel látin og bjuggu við góðan efnahag á þeirra tima mælikvarða. Uppeldi hans mun hafa’ mótazt nokkuð af eftir- læti eins og oft vill verða þar sem einkabörn eiga í hlut. Móðir hans mun hafa sýnt honum mik-ið ást- ríki í allri umönnun, kom það oft fram er hann minntist liðinna daga í foreldrahúsum. Á uppvaxtarárum Páls var skóla ganga unglinga ekki almenn þótt um efnaheimili væri að ræða, þeg- ar frá er skilin takmörkuð barna- uppfræðsla. Þá var lífsbaráttan eini framhaldsskólinn sem allir áttu vísan, án tillits til fjárhags- ástæðna og manngreinarálits. Eðlisgáfur og lífsharka réðu mestu um notagildi þess iærdóms, en samfélagið annaðist eink- uninagjafirnar. Páll fékk áhuga á bílum, og raunar allri vélvæðingu strax og hann komst í snertingu við þá, og átti mjög auðvelt með að tiT- einka sér allt er laut að því. Bæk- ur hans um þau efni skiptu mörg- um tugum bæði á islenzku og er- iendum málum, sem hann hafði náð valdi á með sjálfsnámi. Páll lærði á bil hjá Árna Daníels syni kaupmanni á Sauðárkróki, en Árni mun hafa komið með fyrsta bílinn í Skagafjörð. Eftir það varð aksturinn ævistarf Páls. Akstur um þjóðvegi landsins við hinar margbreytilegustu aðstæður á öll- um árstíðum en alla jafna erfiðar. Þótt ástand þjóðvega ok'kar nú sé ekki talið til fyrirmyndar, er það ekki á neinn hátt sambærilegt við þá ruddu troðninga, sem víða lágu um landið þegar Páll byrjaði að aka. Samfellt, í meira en aldar- fjórðung hélt Páll styrkum og lán sömum höndum um stýrið og hann ók alltaf heilum vagni heim. Starfs tími hans hjá Kristjáni bílakóngi á Akureyrí mun hafa verið um 10 ár, á Norðurleið sem nú er kölluð og viðar. En , lengst ók hann hjá BP, 19 ár. Öllum sem ég hef spurt um hæfni Páls sem bílstjóra ber sam- an um að hann hafi verið því starfi frábærlega vel vaxinn, dug- legur, öruggur og áræðinn árn þess að gleyma því, að gætnin varðar þó jafnan mestu. Saga langferðabíl- stjóra á íslandi verður ekki skrif- uð án þess að Páll skipi þar veg- legt rúm. Þegar heilsan brást og ekki var lengur hægt að aka, vann hann um tíma sem skrifstofumaður hjá bif- reiðarverkstæði K.S. á Sauðár- króki. Páll Sveinbjörnsson kvæntist ungur Sigrúnu Fannland og stofn- uðu þau heimili á Sauðárkróki. Þeim varð sex barna auðið. sem öll eru komin til fullorðinsára. vel kynntir og dugmiklir þjóðfélags- borgarar. Þau eru: Haukur mjólk- urfræðingur á Sauðárkróki, Hörð- ur bakarameistari á Akanesi, Ósk- ar bifvélavirki í Keflavík, Kolbeinn verkamaður Keflavík, Ásta húsfrú Keflavík og Bragi hefur dvalið er- lendis. Páll og Sigrún slitu sam- vistum. Seinni kona Páls varð Auð- björg Gunnlaugsdóttir frá Illuga- stöðum í V. Húnavatnssýlu, kom in af merkum húnvetnskum ætt- um. Hún var ekkja Péturs Gunn- arssonar, sem einnig var ættaður úr V. Hún. Hefur hún rekið hús- gagnaverzlunina Vökul á Sauðár- króki um nokkurt árabil. Kynni mín af Páli og Auðbjörgu voru ekki mikil fyrr en við hjónin flutt- um sem leigjendur á efri hæð í húsi þeirra í Aðalgötu 12. En það var um áramót s.l. vetur- Tóku þau okkur strax frábærlega vel. Dyr þeirra stóðu okkur ávallt opn- ar og þannig var einnig um vin- áttu þeirra. Er því ekki ofmælt að við höfum stofnað heimili okkar í skjóli þeirra beggja og búum við enn í góðu nábýli við Auðbjörgu. Skapgerð Páls var með nokkr- um litbrigðum. Tilfinningasemi hans gat stundum jaðrað við barna skap og skammt á milli hryggðar og gleði, kvíða og tilhlökkunar. Hamn kunni frá mörgu að segja og ISLENDINGAÞÆT ÍIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.