Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Síða 29

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Síða 29
NÍRÆÐUR: SVEINN EIRÍKSSON í MIKLAHOLTI Hringjarinn er kominn. Ailtaf er hann fyrstur á vettvang. Stundum kemur hann gangandi á undan heimafólki sínu, ef honum þykir Það síðbúið. Hýr á brá og hress * anda heilsar hann stuttlega, ör °g fijótúr til alls, — hálfáttræður tó. Hann er eins trúr sinni köl- ún og gamla timburkirkjan sjálf. L>g þau eru líka vinir. Hann var ^rengur, þegar hún reis af grunni ný og nýstárleg, gerð af timbri, Sem flutt var á ísum sunnan af Eyrarbakka. Hann man ennþá karl; ana, sem hlóðu undirstöður henn- ®r, smiðina, sem smíðuðu hana. ^ér er nær að halda, að timbár °g tjöruiyktin séu en-n í vitúm hans, svo fersk er endurmínnirig- in um þetta ailt. að liggur við, að hann muni einnig, hvað efnið ^ostaði í þá daga. Um líkt leyti Var byggð timburbaðstofa í Mikla- holti. Þá kostaði fetið í „paneln- úm“ þrjá aura. Og senn berst hljómur litlu, skæru klukknanna úti fyrir græn- ar túnbrekkurnar á móti kirkju- 'gestunum. „Inn e.r helgi hringd“ »Plýt þér tíða til“. Þegar messugerðinni er lokið, €r sezt að spjalli inni i bæ. Þar keyrist einnig rödd hringjarans. ^onum liggur nokkuð hátt rómur, skrafhreifinn er hann. nokkuð ^jótmæltur og einkum skjótur til Svara, ef á hann er yrt. Örlítið er kann orðinn rámur og óskýr í tali, ekki verður honum brugðið um Það, að hann sé myrkur í málí. k'rigan mann hef ég þekkt hrein- ^kiptari, hreinskilnari né heldur oeinskeyttari í svörum við hvern, ®em er að eiga. Mannblendinn er kann og nýtur þess vel að vera rireð sveitungum og kunningjum, erida vinsæll, og því þó einkum Vrð brugðið, hversu hjú hans riofðu miklar mætur á honum, á riieðan hann bjó. Taiið snýst um mælt tíðindi, um ouskap og búskaparháttu, — íslendingaþættir gjarna að fornu og nýju, og eins um veðurfar, verðlag og stjórnmál. Minnið er ótrúlega trútt, löngu liðin atvik, ártöl og dagsetningar eru rakin eins og les ið væri á bók. Hugurinn er mikill og ódeigur til allra fram- fara og umbóta, og í murini slíkra manna virðist hvert átakið svo of- ur einfalt og auðunnið. Ég man margan góðan sunnu- dag á Torfastöðum, er Sveinn í Miklaholti kom við sögu eitthvað þessu líkt. Hann hafði verið hringj ari áratugum saman og var það fram yfir áttrætt, ef ég man rétt. Þegar hann varð áttræður, lét ég undir höfuð leggjast að mæla til hans nokkrum þakkarorðum. lí‘k- lega af einhvers konar klaufalegri hógværð, en með sjálfum mér hét ég því þá, að ég skyldi rita nokkr- ar línur um hann og láta á þrykk út ganga. Það heit hef óg illa efnt fram að þessu, og er mér það ekki sársaukalaust, því að margt er nú breytt í Miklaholti frá því, sem var fyrir tíu árum. Sagt er að hálfnað sé verk, þá hafið er, en ekki hef- ur mér svo reynzt. Ég byrjaði að pára sitthvað um Svein og eftir hon um fyrir nokkrum árum, en það pár reyndist tafsamt verk. því að ég er ólíkur Sveini. En rödd hans á ég geymda á bandi og frásögn hans af atburðum. sem honum urðu hugstæðir. Einhvern tíma mun einhver færa þá frásögn í let- ur. Þessi litla afmæliskveðja ej; til þess eins, að Sveinn og aðrir renni grun í, hvers ég hef metið -hann og mannkosti hans. Eitt er mér þó efst í huga: Hin mikla tryggð hans við Torfastaðakirkju 02 um- hyggja hans fyrir henni. Fundum okkar ber nú sjaldnar saman en áður, en oftast er minnzt á hag kirkjunnar. þegar svo ber við. Eng an veit ég hafa glaðzt eins mjög og Svein í Miklaholti yfir þeirri búningsbót. sem gamla staðarkirkj an hlaut fyrir nokkrum árum. en áhyggjur þu-ngar hefur hanr, einn- ig borið vegna skulda. sem þá hlóð ust á hana. Gjöfum hefur hann vikið að henni, svo að lítið bar á. Ekki alls fyrir löngu gaf hann all- verulega fjárhæð, er varið skvldi til kaupa á hÞunartækium til kirki unnar. Sveitungar tóku höndum saman og bættu við því sen1 á skorti, enda hafði Sveinn látið svo um mælt, að hann kysi að vita framkvæmdinni lokið, áður en hann kveddi þessa veröld. Það mun nú orðið'fremur fátítt, að þjóðsögur myndsit við fæðingu barna. íslenzk börn fæðas^ nú all- flest á sjúkrahúsum eða fæðingar- stofum, og eru mörg þeirra því ekki skráð í kirkjubækur sinnar sveitar fyrr en þau eru borin til skírnar. Þau fá aðeins sitt „núm- er“ í þjóðskránni. Það er viður- kenning ríkisins á tilvist þeirra. Fyrir nokkrum árum sagði Krist rún, húsfreyja á Brautarhóli mér eins konar þjóðsögu um fæðingu Sveins í Miklaholti. Ekkj veit ég, 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.