Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Page 30

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Page 30
75 ARA: Baldvin Johannesson ÓLAFSFIRÐI hver uppruni hennar er, en mér þótti hún skemmtileg, svo að ég leyfi mér að endursegja hana: Þeg ar ljósmóðir drengsins hafði tekið á móti honum og hélt honum á höndum sér, varð henni að orði: „Lítill er Sveinn, og lítill verður Sveinn, en búmaður verður Sveinn“. Lengri er sagan ekki, en það vita allir, sem Svein þekkja, að þótt hann væri ekki mikill maður vexti, þá var hann þó á sinni tíð einn hinna fremstu bænda í Biskups- tungum. Það er gömul trú á ís- landi, að sumum mönnum séu bú- hyggingi og farsæld i blóð borin. Um það hef ég stundum hugsað, þegar ég hef verið staddur við fjár réttina í Miklaholti á haustdögum. Smölunardagar voru alltaf há- tíðisdagar í Miklaholti á meðan Júlíana heitin var á lífi, og þá þótti meira en sjálfsagt, að þar væru gestirs' Sveinn hefur átt fé 'lengst af fram að þessu. Og féð í Miklaholti hefur alltaf verið vænt og fallegt, en einhvern vegin þótti mér þá æði oft eins og Sveinn ætti vænstu lömbin. Voru þó ær hans að sjálfsögðu fóðraðar með öðru fé á bænum og gengu i sömu sum- arhögum og það- En ég get þess að vera kann, að hjátrú mín hafi villt'mér sýn. En hvað sem þessu líður, þá h-ef ur elja Sveins og athafnasemi, kjarkur hans og hyggindi enzt hon um til mikillar giftu. Mér verður minnisstætt, hve hann smalaði af miktum áhuga gangandi, kominn hátt á áttræðisaldur. Þó þótti hon- um margt betur gefið en að vera smali. Marga góða og lærdómsríka stund átti ég með honum í kartöflugörðum, við þá báðir á fjórum fótum, ellegar í smiðju, þegar sviðið var á haustum. Þá urðu báðir krímugir í framan. En aldrei leyndi sér iðjusemin og þrautseigjan. Samverustundirn- ar urðu margar'-við ýmis störf, því óðara var hjálpin ekki einungis boðin, heldur einnig komin frá Miklaholti, þegar einhvers bótti við þurfa. Og þar, sem þeir Mikla- holtsfeðgar voru, var aldrei unnið með hangandi hendi. Góðir ná- grannar eru daglegt brauð og guðs gjög samkvæmt fræðunum minum. Ég held, að Miklaholtsfólkið muni ávallt koma mér einna fvrst í hug, þegar rætt er um góða granna. MiMaholt mun talið eitt hið snyrtilegasta býli í Biskupstungum Þann 29. október síðastliðinn varð Baldvin Jóhannesson Kirkju- vegi 17 Ólafsfirði sjötíu og fimm ára og tek ég mér það bessaleyfi að minnast þess í örfáum orðum hér á eftir. Baldvin mun fæddur að Neðri- Bakka í Ólafsfirði 29. október ár- ið 1895, ekki er mér að kunnugt um ætt Baldvins eða uppvaxtarár, en hann mun hafa alizt upp í Ólafs- firði og þar hefur hann dvalizt inn an þess fjallahrings er umlykur Ólafsfjörðinn, flest eða öll þau ár sem Baldvin hefur háð lífsbaráttu sína í blíðu og stríðu. Er ár liðu fram staðfesti Bald- og mun leitun á mörgum slíkum hérlendis. Þar eru engin svöð né vilpur í hlaði. Bú er þar mjög gott og traust, og jörðin mun nú efa- laust talin með beztu jörðum á landi hér. Það allt meðal margs annars tel ég vera giftu Sveins og sona hans. Sveinn hefur nú setið á frið- stóli um sinn. Vinir hans gleðjast er þeir hitóa hann, því að furðu er hann samur og sjálfum sér líkur. Hann hefur spurnir af vinum og grönnum og búskap þeirra, fagn- ar því, sem honum þykir vel tak- ast, en gremst það, sem miður fer. Enn er honum fátt meiri skanraun heldur en gaufið eða drollið eða dráttur þess, sem gera þarf eða gera ber, og þá sonu sína brýnir hann og eggjar ósialdan í búskap- arvafstrinu, þótt öðrum muni bvkia þess lítil þörf. Og nú er Sveinn níræður, eníia er nú marg1 á annan veg en áður var. Hátíðisdagar Júlíönu í Mikla- holti eru endurminningar. Fiöld þeirra vina, sem voru svo góðir ungum prestshiónum fvrir fimm- tán árurn. er nú farin vfii landa- mæri. Þó á Sveinn mikl" fleiri vinum á bak að siá. Samt er hon- um ekki vina vant. Til þess eru gildar ástæður- Sveinn hefur t.d. alla ævi sína verið nágranni presta, vin ráð sitt og gekk að eiga Sig- fríði Björnsdóttur, sem hefur verið honum dyggur lífsförunautur. Sig- fríð var þá ekkja og hafði átt með fyrri manni sínum þrjú börn sem Baldvin mun hafa gengið í föðurstað. Sigfríður og Baldvin áttu •saman sjö börn og munu sex þeirra vera á lífi, allt hið mesta efnisfólk, sem gift er og búsett í Ólafsfirði, Svarfaðardal, Akureyri, Reykjavík og á Hvolsvelli. Ekki kynntist ég Baldvin fyrr en fyrir fjórum, fimm árum en ég minnist og mitt fólk með þakklæti þeirra ánægjustunda er við höfum átt með þeim hjónum, en ekki veit ég til þess, að hann né aðrir í Miklaholti hafi nokkurn tíma valið prestum sínum nöfn á borð við þau sem kváðu hafa tíðkast í Mosfellssveit. Veit ég þó engan mann líklegri en Svein til þess að nefna hvað eina réttum nöfnum. Aldrei mundi han-n kalla svart hvitt eða hvítt svart, og aldrei trúi ég því. að hann hefði hrósað nýju fötunum keisarans. Hins veg- ar er ég þess fullviss, að trúrri vin en næsta nágrannann í Mikla- holti hafa Torfastaðaprestar ekki átt að jafnaði allt frá dögum séra Magnúsar Helgasonar. Eins mætti geta þess, að ráðskonur hafa verið nokkrar 1 Miklaholti, frá því að Júlíana dó. Aldrei hefur Sveinn látið annars getið en þær væru hver annarri fremri og einstakt kvennaval að gæðum við hann, gamlan mann. Þannig er Sveinn í Miklaholti. Þess vegna gladdi það hjartað, að sjá hann enn einu sinni í kirkj- unni sinni gömlu fyrir röskum tveim vikum. Á honum rætas* orð in fornu: „Sæll er sá, er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttuga. Ég metta hann með fjölda lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt“. Afmæli Sveins var 28. nóv. s.I. Guðm. Óli Ólafsson. 30 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.