Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Qupperneq 2
málaflokkum og utan þeirra — þá hef-
ur forsendu stefnu vorrar tæpast veriö
betur lýst en Jóhannes gerði i siðustu
bók sinni Nýjum og niðum, sbr. skáld-
verkið Skeyti til Prag, upphaf þess:
Tvö risavaxin finngálkn
kennd við Atlantshaf og Varsjá
skipta okkur smælingjunum á
milli sin
eins og auvirðilegu herfangi.
Gegn þeirri skiptingu, en fyrir hvers
konareiningu og friði i heiminum vild-
um vér einmitt vinna. Og það var mik-
ill styrkur að hafa baráttumanninn Jó-
hannes úr Kötlum með sér á þeim
vettvangi, þvi að hann lét sér aldrei
neitt fyrir briósti brenna.
Fyrr á árum var hann a.m.k. eitt
eða tvö sumur varðmaður á vegum
sauðfjárveikivarnanna á fjöllum uppi
og átti þar auðvitað i höggi við óveður
og jökulár hálendisins, jafnframt þvi
sem hann naut yndisleika Kjalar og
Kerlingarfjalla i rikum mæli, þegar
hillingar öræfanna lyftu sálinni ofar
öllu þvi, sem var litið og lágt. Hefur
samstarfsmaður Jóhannesar við það
verk sagt mér, að hann hafi ekki vilað
fyrir sér smámuni né honum brugðið
við vofeiflega hluti i þeim tröllabyggð-
um. Siðar gegndi Jóhannes umsjónar-
mannsstörfum við Skagfjörðsskála á
Þórsmörk 7 sumur með aðstoð konu
sinnar, og undu þau þar hag sinum vel
við þrastasöng, lindahvisl og lækjanið,
eins og ýmis af kvæðum Jóhannesar
bera fagran vott um. Er mér sérstak-
lega minnisstætt eitt þeirra, er heitir:
ó MÖRK
Ó, mörk hversu sæll og rikur
ég reis á fætur
af hljóðum draumi er hárfögur
morgunsól
á enni jökulsins lagði
geislandi glófann
svo gekk ég út i þitt há-
leita huldulif
hvert einasta iauf var leikfang
svifandi álfa
og dúnmjúkir fuglar flugu
inniljóðiðmitt
þitt blágresi festi i brjósti
mér djúpar rætur
við ilina dálitið vikurkorn
bjó sér ból
en mariuhæna tritlaði létt
um lófann
og himinn þinn var sú bláa
blessaða hlif
sem yfir mér hvelfdist við
hamingjulindina sjálfa
ó, mörk þegar sál minni
svalaði vatnið þitt
Veturinn fyrir siðasta dvalarsumar
þeirra á Þórsmörk hvatti Jóhannes
okkur eindregið til að dveljast svo sem
vikutima vorið eftir á þessum óvið-
jafnanlega stað, er honum þótti sann-
kölluð paradis á jörð. Þvi miður gat þó
ekki orðið af þessari dvöl okkar þar að
þvi sinni. f stað þess hélt ég mig að
mestu við mannabyggð það sumar og
Jóhannes upp frá þvi. Og við prédikuð-
um fagnaðarerindi frelsis og friðar
meðal fólksins i landinu árin, sem i
hönd fóru. Og nú minnist ég þeirra
sem eins merkasta timabils ævi minn-
ar.
Löngu áður en ég bar gæfu til að
kynnast Jóhannesiúr Kötlum persónu-
lega, voru kvæði hans og annað mál
eitthvert kærasta lesefni mitt.Af hon-
um fór lika gott orð á öðrum vettvangi.
Hann gegndi fræðslu- og trúnaðar-
störfum fyrir ungmennafélögin vestur
i Dölum af miklum áhuga og sótti
kennara og stúdentamót i Danmörku
að loknu kennaraprófi. Hann var eld-
heitur hugsjónamaður i anda alda-
mótafólksins, þegar við hittumst fyrst
til að eiga tal saman að ráði. Það var i
Hverageröi 1954, þar sem hann bjó
ásamt konu sinni. Mér varð gengið
hjá húsinu þeirra, sem skáldið var
að mála i sólskini og sumarblæ, heils-
aði mér glaðlega og bauð mér heim til
kaffidrykkju. Fór vel á með okkur.
Spurði hann mig margs um menningu
og skáldskap Þingeyinga, sem hann
var mjög hrifinn af. En samstarf okk-
ar hófst, sem sagt, ekki fyrr en rösk-
lega hálfum ártug siðar eöa svo, en úr
þvi varð mikil kynning og góð. Eftir
margra ára samskipti hika ég ekki við
að telja Jóhannes úr Kötlum mesta og
bezta manninn, sem ég hef kynnzt, og
er þó úr miklu að velja i þeim hóp. En
hjá honum fór saman svo einstaklega
rik átthaga- og ættjarðar- kennd,
óslökkvandi kærleikur til alls, er lifir
og hrærist, fórnfýsi og kjarkur, sem
aldrei kunni að æðrast, en umfram
velflest annað óbrigðul tryggð og trú-
verðugheit og góðgirni. I honum fund-
ust engin svik.
Enn er þó að mestu ógetið þess, er
lengst mun halda nafni Jóhannesar úr
Kötlum á lofti. Það eru bók-
menntaafrek hans. Tvisvar hlaut hann
verðlaun fyrir hátiðaljóð, i annað
skiptið ásamt Einari Benediktssyni og
Davið Stefánssyni i tilefni af þúsund
ára afmæli Alþingis 1930, en i hitt sinn,
ásamt Huldu, fyrir lýðveldishátiðar-
ljóð 1944. Mér telst svo til, að hann hafi
gefið út fimmtán frumsamin kvæða-
söfn, eitt þýtt ljóðasafn undir dul-
nefninu Anonymus, fimm skáldsögur
frumsamdar og fimm þýddar,
fimm barnabækur, Þingvisur, Jóla-
vöku, afmælisdagabókina Skáldu
með visur eftir jafnmarg höf-
unda og dagar ársins eru, og á hver
þeirra um sig stef sins afmælisdags,
ljóðaúrvölin Gullregn eftir fjögur
skáld, eitt i hverju bindi,, og Litlu
skólaljóðin, allt valið af einstakri
smekkvisi, dómgreind og sannsýni,
auk ýmissa kvæða, greina og ritgerða i
blöðum og timaritum, sem of langt
yrði upp að telja.
Hér er hvorki timi né rúm til að gera
ritverkum Jóhannesar skálds nein
veruleg skil. Aðeins verður drepið á
nokkur einkenni með örfáum ivitnun-
um til viðbótar. 1 ljóðunum skipa
æskustöðvarnar i Dölum vestur fyrir-
rúmið framan af árum. En Jóhannes
var fæddur 4. nóvember 1899 að
Goddastöðum i Laxárdal i Dalasýslu,
og voru foreldrar hans Jónas bóndi
þar, Jóhannesson, bónda á Svarfhóli i
Laxárdal, Halldórssonar, og kona
hans, Halldóra Guðbrandsdóttir,
bónda aö Geirshlið i Hörðudal
Jóhannes var þvi Dalamaöur i báð-
ar ættir, og það mjög rótgróinn. En
jafnframt var Islendingseðli hans með
afbrigðum rikt, svo og ættar kennd og
ræktarsemi , eins og vel sést af hinu
merka kvæði hans Karl faðir minn
(Ég læt sem ég sofi, 1932): Fátæktin og
baslið brynjuðu hann. En skrápurinn
hrynur af honum, þegar hann fær að
hafa ársgamlan sonarsoninn hjá sér
um stund,,,1 hálft annað ár þessi ham-
ingja stóð,/það var hátið i kotinu hns
pabba. Hann mildari höndum um
meisana fór/og tók mýkra á hverj-
um stabba.” Hvergi fléttast þó ættar-
og átthagatryggð skáldsins betur sam-
an en i hinu átakanlega kvæði titlend-
ingur:
Nú er gamla Island horfið eins og dularfullur draumur,
og djúpir voru álar þess, er sukku húmblá fjöll.
En svona er þetta biessað lif: einn stórkostlegur straumur,
— svo steypumst vér i djúpið,
og fyrr en nokkurn varir er ævi mannsins öll.
2
íslendingaþættir