Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Side 4
Sesselja Benediktsdóttir í Nýhöfn Kveðja (Flutt við jarðarför hennar að Snart- arstaðakirkju 31. t. 1972) Vinir minir fara fjöld, Feigðin þessa heimtir köld: eg fer eftir, kannske i kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og synda- gjöld. Svo mælti forðum daga barnings- maðurinn Bólu-Hjálmar. Mikið má vera, ef engum nema mér hefir komið i hug þetta erindi, eða verið Jóhannes úr Kötlum var mikill vinur vors og blóma, eins og ýmis af feg- urstu kvæðum hans bera ljósan vott um. Eitt hið persónulegasta nefnist llinn slyngi sláttumaöur. Fyrirsögnin og fleiri orðasambönd eru tekin úr sálmi sira Hallgrims Um dauðans óvissan tima.En viöbrögð Jóhannesar gagnvart hvitkögglamanninum með ljáinn eru svo gerólik viðbrögðum sálmaskáldssins mikla, að mér finnst fara vel á að birta kvæöi Kötluskálds- ins hér i heild til samanburðar, þeg- ar Jóhannes er allur. Kvæðið er prent- að i Tregaslagá bls. 80-81, sem kom út fyrir jólin 1964, og er það á þessa leið: Hinn slyngi sláttumaður. Og þegar dauðinn kemur segi ég ekki: komdu aœll þegar þú vilt heldur segi ég: máttu vera að þvi að biða stundar- korn? Ég bið aldrei eftir neinum segir hann og heldur áfram að brýna ljáinn sinn. Þá segi ég: æ lof mér að lifa fram á vorið segi ég bara ofurlitið fram á vorið þvi þá koma þessi litlu blóm þú veizt sem glöddu mig svo mikið i vor eð leið og hvernig get ég dáiö án þess að fá að sjá þau einu sinni enn bara einu sinni enn? hugsað eitthvað lfkt og i þvi felst, þetta s.l. ár, sem i okkar sveit hefir, öðru fremur, einkennzt af miklu mannfalli, svomiklu, að þess er þegar farið að gæta tilfinnanlega i fámenni okkar, sem eðlilega þolir ekki miklar blóðtökur. Og mannfallið heldur áfram með nýju ári. 1 dag erum við að kveðja hér ágæta konu, sem ól allan sinn aldur i þessu héraði, og meira en hálfa öld stóð fyrir stóru, umsvifa- miklu og mjög gestkvæmu heimili, af slikri risnu og góðsemi, að þess verður lengi minnzt. Ég var svo lánsamur, ungur að Án efa hefur Jóhannes úr Kötlum verið bænheitur, þvi að dauðinn beið enn eftir honum i meir en sjö ár frá út- komu Tregaslags. Hins vegar fékk hann ekki að lifa lengur en eina viku af þessu blessaða vori, þvi að Jóhannes skáld andaðist að morgni hins 27. april s.i. sjötiu og tveggja og hálfs árs að aldri, saddur lifdaga. Samtið vor er stórum fátækari, eftir að hann er horf- inn. En þeir, sem kynntust honum, ættu að þakka hamingjunni fyrir óbrigðula vináttu hans og vild, dyggð og dýra hollustu við allt, sem honum var heilagt og kært: frið og frelsi, bræðralag, heill og hamingju manns- ins á jörðinni. Ég held, að Jóhannes hafi beinlinis trúað á Island og allt það, sem þess er: stein hvern og strá, foss og flúð, hrislu i hlið, svan á sundi. Honum var allt þetta eitthvað svipað og trú Guðmund- ar Arasonar eða hins heilaga Franz frá Assisi á Guð i öllu, mátti þvi ekki fremur en þeir neitt aumt sjá, nema honum auðnaðist að gera þvi eitthvað gott með gamanyrði á vörum eða glöð- um hug, styðja það og reisa við brák- aðan reyr. Ást hans á öllu heilbrigðu lifi, sannleikanum og sigri hans var slik, að samtið vor er ekki söm, eftir að hann hefur verið meðal hennar, Og áhrifa hans hlýtur að gæta langt inn i ófyrirsjáanlega framtið. Hafnarfirði, 5. mai 1972. Þóroddur Guömundsson. aldri, að eiga samfellda tveggja ára dvöl á heimili þeirra hjóna, rétt eftir að þau hófu búskap i Nýhöfn, — en oft siðar tima og tima, — þvi að allt frá þvi að ég var hjá þeim fyrst, var i rauninni þar mitt annað heimili, hve- nær sem ég þurfti einhverrar fyrir- greiðslu : var ég þá alltaf sem einn af fjölskyldunni — jafnt þótt ég væri einn á ferð — og reyndust þau hjón mér alltaf sem foreldrar. Heimili þeirra hefi ég ofurlitið lýst, i minningu manns hennar, en vinar vors, Kristins i Nýhöfn, á s.l. hausti, — og mun ekki endurtaka það hér, þótt margt fleira hefði mátt segja um það án endurtekninga. Þvi einu skal hér við bætt, að þótt ég hafi allviða verið, hefi ég enga húsfreyju þekkt, sem mér þótti fremri þessari alþýðukonu. Arin min tvö hjá þessum hjónum eru hin einu af fyrri hluta ævi minnar, sem ég hefði ekkert haft á móti að lifa upp aftur. Ennfremur nægðu þau, og kynni min af umhverfinu, til þess að draga mig aftur hingað eftir nsér hálf- an annan tug ára frá þvi ég hvarf frá þeim, —- og þáákveðinn i þvi að setjast hér að. Siðan hefi ég ekki haft hug á þvi að skipta um heimilisfang. Sesselja reyndi aldrei að berast neitt á: hennar markmið var alltaf að vera, enekkiað sýnast.Á heimilinuvar allt- af allt hennar mikla starf unnið, fyrir það, og það umhverfi, sem hún náði til, jafnreiðubúin til þægðar hverjum sem þarfnaðist einhverrar aðstoðar, hvort sem ungir voru eða aldnir, menn eða skepnur. Hún var þakklát guði og mönnum fyrir alla björg og aflafeng, sem gafst, hirti það og gjörnýtti, með svo mikilli hagsýni og hugulsemi, sem hægt er að hugsa sér, — enda varð aldrei séð, að hana skorti neitt. hversu margir gest- ir sem komu til hennar, óvænt og und- irbúningslaust, — þvi að lengi áttu margir þangað brýn erindi. Þeim var öllum vel veitt, af sömu góðfýsi og rausn, kunnugum og ókunnugum, há- um sem lágum, ungum sem öldnum. Gat heldur varla annaö en fylgt henni blessun i búi, með alla hennar kær- leiksriku umhyggju fyrir öllum. 4 íslendinga þættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.