Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 12
Sigríður Soffía Þórarinsdóttir Fædd 11. júli 1894. Dáin 1. mai 1972. Hvar er á Fróni fegri sveit en Fljótsdalurinn okkar kær er mót sælu suðri veit og sunnu vermir mildur blær Með hliðum hám mót himni blám er hvelfing prýðir undur frið Vér elskum þig um alla tið þú afbragðsfagra Drottins smið. H.F. Prestsetrið Valþjófsstaður stendur undir hliðum Valþjófsstaðafjalls. bað er mjög fagurt og sérkennilegt, með mörgum klettahjöllum og grasi grónum hliðum á milli, upp til efstu tinda. Litlu innar blasir við Múlinn, hátt fjall en hrjóstrugt, er skilur á milli Suður- og Norðurdals. Beint á móti eru Viðivellir og Viðivallafjall, grösugt og skógi vaxið, en niður eftir miðjum dal rennur Jökulsá. Fljótsdal- ur er talinn vera ein fegursta og veður- sælasta byggð landsins. Sigriður Soffia bórarinsdóttir ólst upp i þessu umhverfi. Foreldrar henn- ar voru presturinn á staðnum séra bórarinn bórarinsson og frú Ragn- heiður Jónsdóttir kona hans, glæsileg höfðingshjón. Heimilið var rómað um allt Austurland fyrir reisn, gestrisni, söng og glaðværð.Börnprestshjónanna á Valþjófsstað urðu átta talsins, hvert öðru mannvænlegra. Bærinn á Val- þjófsstað var stór og með margar burstir, er sneru mót suðri, gróið þak og rauðmáluð bæjarþil. Gegnt bænum nokkru neðar á túninu var kirkjan, en sléttlendi mikið umhverfis. bað vill svo til.að fyrstu minningar minar eru einmitt frá þessum stað. Á sumardaginn fyrsta, aldamótaárið, var haldin mikil hátið i Fljótsdal til minningar um þessi timamót. Var það útisamkoma á Valþjófsstað, er hófst með guðsþjónustu i kirkjunni og mess- aðiséra bórarinn bórarinsson. Ég var i hópi barna, sem gekk i skrúðgöngu heiman frá bænum með fána i hönd til kirkju og þaðan aftur að messugerð lokinni að samkomusvæðinu, sem var á grasi vöxnum grundum fram af bæn- um. Siðar þann dag var öllum börnum boðið inn á prestssetrið, þar sem prestkonan sjálf útdeildi súkkulaöi, en lét dætur sinar tvær, buriði og Sigriði, bera um kökuföt og bjóða börnunum. barna urðu fyrstu kynni okkar Sigriðar og vafalaust hefur þetta verið fagur dagur, þótt við tvær litlar telpur gætum ekki rakið atburðina, en siðar, á fullorðinsárunum, höfðum við oft minnzt þessa dags, sem glitrandi minningar frá bernsku okkar. Næst ber fundum okkar Sigriðar saman i Kvennaskólanum i ReykVvik veturna 1912 og 1913. Bjuggum við báðar hjá frú Sigriði Jónsdóttur, systur frú Ragnheiðar á Valþjófsstað, og manni hennar Birni Ólafssyni gull- smið. Við vorum fimm ungar stúlkur, allar i einni stofu, dóttir hjónanna, við nöfnurnar, Oddny frá Burstafelli og Sigrún á Urðum, siðar móðir núver- andi forseta. Nú á dögum mundi þetta vera talið þröngt húsnæði. Við Sigriður vorum i Kvennaskólanum og lásum svo ailtaf saman heima i stofunni okk- ar, en hinar lærðu handavinnu og hús- mæðrastörf og voru litið heima á kvöldin. bað var gott að búa i Vonar- stræti, hjónin voru svo elskuleg, við vorum allar fimm eins og dætur i hús- inu. Beint á móti var Iðnó, þar var bæði leikhús og dansskóli, en okkur var stranglega bannað að fara þangað, nema meö sérstöku leyfi. Skólastýra Kvennaskólans, frk. Bjarnason, var mjög ihaldssöm i þeim efnum. Eftir samveru okkar Sigriðar i Kvennaskólanum skildu leiðir um ára- bil, hún dvaldist heima i föðurhúsum með fjölskyldu sinni um tima, en fór svo til Danmerkur til frekara náms. Sumarið 1927 giftist Sigriður Ara Jóns- syni lækni frá Húsavik, er skipaður var þá læknir á Úthéraði. bessi ungu læknishjón settust að á Hjaltastað og bjuggu þar til 1933, er þau fluttust að Brekku i Fljótsdal. Á báðum þessum stöðum ráku þau búskap. bað ætti að vera öllum augljóst, hve mikið starf bættist á húsmóður, sem gift er lækni i sveit. Læknirinn verður oft að sinna sinni embættisskyldu og hvérfa frá heimilinu, hvenær sem kallað er, hvort sem er á nótt eða degi. bað kemur þá i hlut húsmóðurinnar að stjórna öllu og hafa vakandi auga með þvi sem heim- ilið varöar, og utanað komandi að- stæður krefjast hverju sinni. Auk þess var á Brekku sjúkraskýli og dvöldu þar oft sjúklingar tima og tima. Bæði á Hjaltastaö og Brekku var simstöð og póstafgreiðsla og þar að auki sinnti læknirinn ýmsum opinberum sveitar- málum, svo auðsætt er, i hve mörg horn er að lita. Margt starfsfólk var þá jafnan á heimilum og gestagangur mikill, þar sem margir áttu erindi á læknissetrið. þurfti þvi mikla stjórn- semi og fyrirhyggju til að sjá öllum farborða. bennan vanda leysti læknis- frúin svo skörulega, að aldrei heyrðist 12 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.