Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Page 21

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Page 21
vitaö viö þrekvirki þaö, sem hann hef- ur afrekað með kórnum Filharmonfu, flutningi tónverka með henni og Sin- fóniuhljómsveit Islands. Ég geri mér grein fyrir þvi,að kotroskni á ekki við i orðum sem þessum, en ég vil samt leyfa mér að halda þvi fram, að undir stjórn dr. Róberts hafi stundum svo vel til tekizt hér á Fróni að kalla mætti þeim dulúðugu orðum ,,á heimsmæli- kvarð a.” Tónlistarunnendur á Islandi og þá ekki sizt þeir, sem kunna að meta söng, eiga sér draum. Sá draumur er að leiða drottningu listanna, sönglist- ina, til þess hásætis, sem henni ber hér á landi. Við höfum fengið að heyra að þessi draumur sé óraunsær og f jarlæg- ur, en tsland var lika fjarlægt land ungum Berlinarbúa á sinum tima. Samt kom hann hingað og vakti til lifs fagra gleði, guðaloga. Á þessum hátiðisdegi dr. Róberts eiga islenzkir söngunnendur að strengja þess heit að krýna nú drottn- inguna og stofna þann félagsskap, sem einn getur haldið merki hennar á lofti, þ.e. óperuflokk. Óperan er hámark listsköpunar tónlistarinnar, þar eru Hvi mundi nú ísland ei minnast á hann, sem meira en flestir þvi unni, sem hvatti þess drengi, sem drengur þvivann og dugöi þvi allt hvað hann kunni. (ÞErl.) Allt frá dögum Rasks hefur islenzk þjóð verið lánsöm með gistivini og fósturbörn. Ef telja ætti alla þá er- lenda ágætismenn, sem á liðnum öld- um hafa sýnd Islandi og islenzkri þjóð áhuga, reynt að skilja hana, kynna hana eða á einn eða annan hátt að hefja hana i augum umheimsins eða sjálfrar sin, þá er tala þeirra legio. Og þótt við einskorðuðum upptalninguna við þá útlendinga eina, sem gerzt hafá islenzkir rikisborgarar, mun það reyn- ast býsna langur listi og ótrúlega margir þar á skrá, sem unnið hafa lif- starf sitt með þeim hætti, að islenzkt þjóðlif hefði orðið annað og fátæk- legra, ef þeirra hefði ekki notið við. A siðustu áratugum hefur þetta verið áhrif mannsraddarinnar mest og máttur tónlistarinnar viðtækastur. Auðvitað nær draumurinn til húsbygg- ingar lika, annað gæti ekki átt við á Is- landi. En mannvirkjagerðin er i raun- inni aukaatriði. Við eigum ágætis hús, Þjóðleikhúsið, aðeins þarf að tryggja nýtingu þess i hinum rétta tilgangi. Þetta gæti óperuflokkur gert. Lág- markið á að vera ein fullgild ópera á ári, ásamt smærri söngleikjum eftir getu. Dr. Róbert er einn þeirra Islend- inga, sem mestur yrði máttarstólpi slikrar dýrðarstarfsemi. Yfirburða þekking hans og alþjóðlegur smekkur myndi strax tryggja veg hennar og viðgang, þótt gera megi ráð fyrir miklum byrjunarörðugleikum. Dr. Róbert hefur jafnan færzt mikið i fang og vaxið við hverja raun. Hann á sinn stóra þátt i þvi að koma tslendingum yfir gelgjuskeið tónlistarsögu sinnar, nú er að gera þá að mönnum. Að lokum óska ég svo meistaranum innilega til hamingju meö afmælið og lýk þessu með siðasta erindinu úr Dis- arhöllinni hans Einars Benediktsson- ar. allra augljósast i íslenzku tónlistarlifi. Menn af erlendum uppruna, Franz Mixa, Victor Urbancic, Heinz Edel- stein, Albert Klahn, Fritz Weisschapp- el, Paul Pampichler, Herbert Hriber- schek hafa staðið i fremstu röð tónlist- armanna á landi hér um langan tima, enda úrvalsmenn, hver i sinni grein, og við þessa upptalningu mætti að sjálfsögðu bæta mörgum enn. Og hér er enn ónefndur sá, sem á þarna meiri hlut en allir hinir en það er dr. Róbert Abraham Ottósson, sem er sextugur I dag. Róbert Abraham fæddist i Berlin 17. mai 1912. Foreldrar hans voru Otto Abraham, læknir og tónfræðingur, og kona hans, Luise Abraham, fædd Golm. Föður sinn missti Róbert aðeins 8ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Falck Realgymnasium i Berlin, stundaði sfðan háskólanám f Berlin á árunum 1931-34, þar sem hann lagði meginstund á tónfræði, tónlistarsögu og hljómsveitarstjórn. Arið 1934 dvaldist hann i Paris, enn viö fram- haldsnám, en i Danmörku framan af árið 1935, en fluttist þaðan til Islands um haustið og settist að á Akureyri, og fluttist móðir hans til hans þangað. Þar starfaði hann einkum að kennslu i pianóleik, en hélt einnig tónleika, þar sem hann stjórnaði blönduðum kór og lék einleik á pianó. Arið 1940 fluttust þau mæðginin til Reykjavikur og þar stundaði Róbert einkakennslu i pianó- leik og tónfræði i fyrstu, en siðan hefur hann starfað við ýmsa skóla, s.s. Barnamúsikskólann (skólastjóri hans um skeið), Tónlistarskólann, Guð- fræðideild Háskólans (dósent þar frá 1966), Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar er hann frá 1961. — Hann hefur alla tið verið afkastamikill og dáður söng- stjóri, hefur stjórnað m.a. Söngfél. Hörpu, Karlakór iðnaðarmanna, Sam- kór Reykjavikur, Otvarpskórnum, Þjóðleikhússkórnum og nú siðast Söngsveitinni Filharmóniu, en með aðstoð hennar og Sinfóniuhljómsveit- arinnar hefur honum tekizt að flytja ýmis af frægustu kórverkum heimsins i fyrsta sinn hérlendis með miklum á- gætum, og verður það afrek lengi munað. — Arið 1956-57 starfaði hann sem hljómsveitarstjóri i fæðingarborg sinni, Berlin. —Svona má lengi telja. — En auk þessara fjölbreyttu og um- fangsmiklu tónlistarstarfa hefur hon- um einnig unnizt timi til fræði og vis- indastarfa á sviði tónmennta og tón- listarsögu. Hann hefur flutt fjölda fyrirlestra um þau efni á vegum rikis- útvarpsins og ferðazt erlendis til fyrir- lestra- og hljómleikahalds. Árið 1959 varði hann doktorsrit sitt um forna is- lenzka kirkjutóniist, Þorlákstiðir, og er sú ritgerð útgefin i ritsafninu Bibliotheca Arnamagnæanna, Suppl. III (Höfn 1959). Þá hefur hann einnig samið ýmsar gagnmerkar greinar um miðaldatónlist I Leksikon for nordisk middelalder. Enn mætti lengja þessa upptalningu mikið, en hér skal látið staðar numið. Það er nokkuð óvenjuleg reynsia að kynnast Róbert Abraham, einkum þó að starfa með honum að flutningi tón- listar. Það er eins og sál hans hafi bæði stærra og fjölskrúðugra hljómborð en við almennt hittum fyrir Hamslaus kraftur hans, leiftrandi gáfur og skarpskyggni, ólgandi skapsmunir, ó- trúlegur næmleiki og hlýja: — allt þetta veldur því, að persónu hans hillir upp i návist manns. Hann gerir miklar kröfur, umfram allt til sjálfs sin. Kröfur sínar til annarra setur hann fram með lipurð og elskusemi, því aö hann er indæll maður að kynnast, ein- lægur og opinskár. En hann lætur sér ekki nægja minna en fyllsta trúnað viö hvaða verk sem er, — við höfundinn, Lát hljóma — svo þrái ég horfnar stundir, svo hjartað slái og taki undir og trega ég finni i taugum og æðum af týndri minning og glötuðum kvæðum, svo hrifist ég með — og hefjist i geði Min hæsta sorg og min æðsta gleði, þær hittast i söngvanna hæðum. Guðlaugur Tryggvi Karisson. islendingaþættir 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.