Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 1
 ISLENDINGAÞÆ' m R 13. TBL. — 5. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 17.ÁGÚST— NR. 78 rín/IANS Guðmundur S. Guðmundsson bifreiðarstjóri Fæddur 31. okt 1898 Dáinn 19. júni 1972 Guðmundur S. Guðmundsson var fæddur 31. október 1896 að Urriðakoti i Garðahreppi, sonur búandi hjóna þar, Guðmundar Jónssonar og Sigur- bjargar Jónsdóttur. Hann ólst upp hjá foreldrum sinum við venjuleg land- búnaðarstörf þeirra tima og var hjá þeim unz hann hóf búskap sjálfur vorið 1917 i Lambhaga i Mosfellssveit. Sá búskapur stóð ekki nema eitt ár, sakir þess að hann fékk ekki að halda jörð- inni lengur. Fluttist hann þá með allt sitt til Reykjavikur og bjó þar siðan til æviloka 19. júní 1972. Þegar Guðmundur fluttist til Reykjavikur var það áform hans, að gerast flutningamaður með hest- vögnum Sú atvinna brást hönum svo hann varð að leita annarra úrræða. Um þær mundir var notkun bifreiða að ryðja sér mjög til rúms i landinu, einkum i Reykjavik og Guðmundur réðst i að kaupa litinn vöruflutningabil er breytt hafði verið til þeirrar notkunar úr fólksflutningabil. Þetta gerðist sumarið 1918. Og upp frá þvi var akstur eigin vörubils gegn borgun hans óslitið ævistarf, að undanskildum fáum mánuðum er hann varð að biða eftir nyjum vörubil frá útlöndum. Svo mikil gifta fylgdi Guðmundi i hinú áhættusama bilstjórastarfi, að hann varð aldrei fyrir neinu áfalli af þvi, hvorki sjálfum sér né öðrum. Má af þvi marka skyldurækni hans og hæfni til starfans. t þessu sambandi er vert að veita þvi athygli, að samkvæmt öruggum heimildum frá 1918 var Guðmundur þá fyrsti og eini ein- staklingurinn i Reykjavik sem átti vörubil til úthalds fyrir almenning gegn borgun. Og eigi er heldur vitað um neinn annan einstakling á öllu landinu, er þá hafði aflað sér vörubfls i atvinnuskyni. Má þvi með næstum fullri vissu telja Guðmund brautryðj- anda og landnámsmann að þessu leyti, auk óslitins ævistarfs, er þvi fylgdi. Næstu árin á eftir þetta fór notkun vörubila mjög i vöxt, svo að stéttar- bræður Guðmundar urðu margir á skömmum tima — jafnvel helzt til margir á takmörkuðum vinnu markaði. Þeir voru fyrst um sinn alveg sambandslausir sin á milli og án félagsskapar til tryggingar atvinnu sinni. Og úti urðu þeir að híma sem aðrir verkamenn, án biðskýlis og sima, þar til úr rættist með verkefni. 1 þá daga voru stýrishús á vörubflum ekki almennt komin til notkunar, heldur aðeins opið sæti eða bekkur fyrir bílstjóra án varnar fyrir öllum veðrum. Liklegt er að ýmsum hafi fundizt að i þessu efni væri úrbóta

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.