Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 11

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 11
Ingibjörg Bjömsdóttir frá Helgafelli Fædd 28. ágúst 1885, dáin 22. júli 1972. Elsku amma, nú þegar þú ert horfin sjónum okkar finnum við,hve djúpt við munum sakna þin, glaðværðar þinnar og styrkleika, og hve alltaf var gott að koma til þin, þegar eitthvað var að, og ætið gladdist þú yfir velgengni okkar og gleði. Elsku amma, nú þegar viö vildum geta sagt svo margt við þig er okkur efst i huga þakklæti fyrir. hve dásamlega góð amma þú varst okkur öllum barnabörnum þinum, þakklæti fyrir leiðslu þina og styrk á þeim lifs- ferli, sem við fengum að njóta þin, og sem okkur til mikillar sorgar er á enda. Elsku amma, þú, sem áttir svo göfugt og gott hjarta og vildir öllum svo vel, og við vitum aö það hugsa margir hlýtt til þin nú á þessum degi, er við kveðjum þig i innilegri þökk. Elsku amma, það er sagt að ef minn- ingin. lifi deyi enginn og þú munt aldrei hverfa okkur að fullu, þvi aö minningin lifir i hugum okkar allra skær til hinzta dags. Elsku amma, þó horfin sértu, i hugum okkar þó ætið ertu, glöð og sæl án allra sára sterk til hinztu ára. Minning um söngva þina og sögur ætið hjá okkur mun vera fögur, sú minning mun greipt verða i okkar hjörtu vernduð frá illu, vafin öllu björtu. Við þökkum þér amma af heilum huga fyrir vernd og samveruna, styrki góður Guð þig ætið elsku amma, um alla eilifð. Þinar barnadætur Jóhanna og Guðrún. miklu verklagskunnáttu, sem hann áður átti. Hann var i stuttu máli fyrir- myndar starfsmaður, sem naut óskiptrar virðingar undirmanna sinna jafnt sem yfirboöara. i opinberum framkvæmdum siðustu árá i Húsavik á Rikharður ómældan hlut, en ekki þann smæsta. Eru þar hitaveitufram- kvæmdirnar sumarið 1970 vafalaust mesta átakið og þaö, sem mest reyndi á Rikharð. Rikharður var myndarlegur maöur á velli. A ytra borði var hann hrjúfur og fáskiptinn, og hann bar ekki tilfinningar sinar'eða skoðanir á torg. Hann var traustur og orðheldinn og haldinn rikri réttlætiskennd. Við nánari kynni kom i ljós, aö Rikharður átti góða kimnigáfu og gat veriö hinn skemmtiiegasti i samræðum, þegar svo bar undir. Rikharður naut sin i átökum við náttúru landsins. Hann hafði yndi af fuglaveiöum og þorskveiði á Skjálfandaflóa og á lygnum sumar- kvöldum hélt hann stundum til silungsveiða i fjörunni framan við Húsavik ásamt sonum sinum. Þeir eiga ekki einungis á bak föður að sjá heldur einnig nánum félaga. Um leið og ég votta eiginkonu hans og börnum samúð mina i djúpri sorg þeirra vegna ótimabærs fráfails Rikharðs þá geymist I huga mér minningin um góðan dreng og karl- menni. Megi sú minning einnig veröa fjölskyldunni huggun i harmi. Rikharöur var jarðsunginn frá Húsavikurkirkju 1. júli s.l. að viðstöddu fjölmenni. Björn Friöfinnsson islendingaþættir 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.