Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Page 6

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Page 6
Arngrímur Anton Benj Kæddur 25. júni 190!) Dáinn 21. april 1972 Ótrúlegt finnst manni þaö, þótt staö- reynd sé. að hann Toni, eins og við nefndum hann,sé allur. Hann, sem fá- um dögum fyrir andlátið, stóð að starfi meö okkur vinnufélögunum i Skinnaverksmiðjunni Iðunni á Akur- eyri. Að visu leyndi það sér ekki siðustu dagana, sem hann vann, að hann fór ekki heill, en að svo skammt væri til skapadægurs hans reiknuðu vist fæstir með, en banalegan var aðeins fáir dagar á sjúkrahúsi auk aðdraganda veikindanna heima. Hann hafði kennt sjúkdómsins nokkur undanfarin ár, sagði hann mér eitt sinn, er við áttum tal saman. og lá hann þá stuttan tima á sjúkrahúsi. Var maður þess yfirleitt ekki var i störfum hans fyrr en sjúk- dómurinn var kominn á hátt stig. og lengur varð ekki dulið. að hann fór ekki heill. enda hvorttveggja, að hann var ekki vilsamur um sina hluti, og dugnaður hans og harka ódrepandi. Mætti hann ekki til vinnu. sem sjaldan brást var fullvist, að eitthvað meira en litið var að. Arngrimur Anton var fæddur að Koti i Svarfaðardal 25. júni árið 1909. For- eldrar hans voru Benjamin Jónsson og Guðrún Jóhannsdóttir búandi hjón i Koti. Föður sinn missti Anton. er hann var á öðru ári. en hann andaðist á Ak- ureyri 9. nóvember 1910 þá talinn vera ungur maöur. Þegar móðir hans var orðin ekkja kom hún syni sinum i fóst- ur að Sauðaneskoti i sömu sveit. en sú jörð var þá nyrzt byggðra jarða i Svarfaðardalshreppi ásamt Sauða- nesi. Þar ólst Anton upp fram undir fermingaraldur. en móðir hans var þann tima vinnandi á ýmsum stöðum sér og syni sinum til framfæris. í Sauðanesi var búskapur stundaður bæði til lands og sjávar, og kynntist Anton þvi jöfnum höndum landbúnaði og smábátaútgerð. Virðist sjórinn hafa heillað huga hans snemma á æv- inni, þvi þar lá fyrst og fremst ævistarf hans, er stundir liðu. Skömmu eftir fermingu ræðst hann i það fyrirtæki að kaupa sér triilubát i félagi við annan mann, Jóhann Manasesson, og byrja þar með útgerð sjálfur. Þá var hann ásamt móður sinni fluttur úr Svarfaðardalnum inn i Gierárþorp gengt Akureyri. þar sem þau bjuggu saman á ýmsum stöðum. Stundaði móðir hans þar ýmis konar vinnu, svo sem fiskvinnu, og einnig mun hún um mörg ár hafa unnið i Klæðaverksmiðj unni Gefjun i. Þótti hún vinnuforkur ■ mikili og harðsækin svo orð var á gert. Mun Antoni þvi snemma hafa kippt i kynið. Þeir Anton og Jóhann gerðu trillubát sinn út frá Grimsey um sum- ariö. en skammt mun hafa orðið i þeirri útgerð. Næstu árin mun Anton hafa ráðizt á fiskibáta yfir sumartim- ann. en á vetrum hafa stundað ýmis störf i landi. er til féllu á heimaslóðum. Vélstjóranámskeiði lauk hann með ágætis einkunn 24. marz árið 1930, þá með prófi á 150 hestafla vél. En i april 1943 fær hann réttindi til 250 hestafla véla. Má ætla. að hann hafi þá talið sinn hlut orðinn góðan. enda kominn með réttindi á stóra fiskibáta. Þegar hér er komið virðist rétt að álita. að hann hafi með þessu stefnt að ákveðnu marki. En um þetta leyti gerðist það. aö hann snýr sér að þvi að hefja útgerð á ný. og nú i félagi við tvo aðra menn. þá Jón Guðjónsson og Sigurð Bald- vinsson, annar þeirra þá búsettur i Siglufirði en hinn i Ólafsfirði. Nú var útgerðin i stærri sniðum en áður. Nú var gert út frá Ólafsfirði og bátarnir voru Gunnólfur og Stigandi. Munu þeir féiagar hafa stundað útgerð sina til amínsson I margra ára þar i ólafsfirði eða svo lengi, sem þeir héldu henni gangandi- Þrátt fyrir það hélt Anton heimiii sinu ávallt i Glerárþorpi og á Akureyri, þótt langtimum saman dveldi hann með sitt skyldulið þar ytra i ólafsfirð- inum við útgerðina. Á sjónum var Anton löngum, og átti hann ýmsar [ minningar i pokahorninu frá þeim ár- I um, sem fróðlegt hefði verið að kynn- [ ast. Oft gaf misjafnlega og lenti hann i ýmsum svaðilförum og mannskaða- veðrum. Stóð jafnvel stundum tæpt með hann sjálfan. Eitt sinn, þegar hann var ungur og var háseti, tók ólag hann fyrir borð, en næsta alda skolaði honum inn á dekkið aftur. Þá tók einn- ig út félaga hans, sem drukknaði. Sið- 'ustu árin, sem þeir félagar gerðu út var Anton hættur að vera á sjónurn- Þannig var það að þegar „Stigandi” sem var Stigandi annar, sökk með full- fermi af sild, er hann var að koma af Svalbarðamiðum. þá var Anton ekki með. Hann var þá hættur sjósókn sjálfur en vann i landi. Nokkur siðustu árin hafði hann lagt niður útgerð sina, en var eftir það nokkurn tima vélstjóri á flóabátnum ..Drang". Og nú siðast vann hann i Skinnaverksmiöjunni ..Iöunni'' á Ak- ureyri eins og áður getur. Hinn 19. marz árið 1932 gekk Anton að eiga heitmey sina og eftirlifandi konu Jóninu Sæmundsdóttur. þá til heimilis i Holti i Glerárþorpi. hina mestu myndar og sæmdar konu Fyrstu hjúskapar ár sin bjuggu þau siðan að Sólheimum i Glerárþorpi 1 sambýli við Guðrúnu móður Antons. en þau mæðginin höfðu áður keypt það býli og bjuggu þar. Man ég að um það var talað á þeim tima. að Anton þótti stórhuga og færast mikið i fang. en allt fór þetta vel. Maðurinn var gjörhygg inn og meira en miðlungsmaður. f Sól- heimum bjuggu þau svo i næstu 15 ár. fyrst þau þrjú saman. en þar kom. að Guðrún móðir Antons flutti úr sambýl- inu við hin ungu hjón. i litið hús. sem hún lét byggja á sömu lóðinni. Það heita siðan Litlu-Sólheimar. Þar bjó gamla konan siðan i skjóli sonar sins það. sem hún átti eftir ólifað. en hún lézt 13. júli 1957. Hafði hún daginn áður orðið 79 ára. Árið 1948 selja þau hjónin siðan býlið Sólheima. Búa þau þá eitt sumar i Minni-Asgarði. og flytja siðan inn i Ránargötu 18 á Oddeyri. Það er islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.