Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Qupperneq 13

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Qupperneq 13
 NG Kristj ái ti Fr. Bjarnason bóndi Tindum Að heilsast og kveöjast það er lifsins saga. Á tæpu ári hefur fámenn sveit oröið að sjá á bak f jórum bændum og félagsmálamönnum og voru þrir þeirra starfandi innansveitar til dauðadags. Kristján Friðberg Bjarnason bóndi, Tindum og oddviti Skarðshrepps, lézt þann 15. april s.l. Hann var fæddur i Skarðsstöð, Dalasýslu, 29. ágúst 1905. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Bjarnason og kona hans Júliana Guðmundsdóttir. Kristján ólst upp að nokkru leyti hjá hjónunum á Reyni- keldu, þeim Stefaniu Eiriksdóttur og Birni Stefánssyni, en var annars hjá foreldrum sinum, sem lengst af bjuggu i Flatey á Breiðafirði. Kristján varð ungur að vinna fyrir sér og vand- ist þá fjölþættum störfum tii sjós og lands. Árið 1928 hóf hann búskap að Reynikeldu, með unnustu sinni, Unu Björnsdóttur. Þau fluttu að Tindum árið 1933, Tveimur árum siðar lézt Una frá ungum börnum þeirra. bau eru, Magnús verzlunarmaður i Vest- mannaeyjum, kvæntur Sigurbjörgu ólafsdóttur, og Stefania gift Hauki Guðbjartssyni bifreiðastjóra i Reykja- vik. Nokkrum árum siðar kvæntist Kristján, Ragnheiði Þorsteinsdóttur, Brynjólfss frá Ytri-Fagradal. Börn þeirra eru: 1. Anna, gift Ingva Hallgrimssyni verzlunarmanni i Búðardal. 2. Unnur, gift Sigurði S. Pálssyni, kvikmyndatökumanni i Reykjavik. 3. Guðbjörg. 4. Bjarni bóndi á Tindum, kvæntur Ásthildi Hilmarsdóttur. 5. Guðrún. 6. Þorsteinn. 7. Björn. 011 systkinin eiga heima á Tindum, nema tvær elztu systurnar. Kristján var greindur vel, skýrði mál sitt með fáum orðum, var hnittinn i tilsvörum, jafnan kátur og hress, at- hugull og félagslyndur samvinnu- maöur, sem hélt fast á málstað sinum. Hann trúði þvf og taldi sig hafa reynt það, að máttur samtakanna væri það vopn, sem bezt myndi reynast is- lenzkri alþýöu til að bæta lifskjör sin og leggja grunninn að þjóðlegri menn- ingu og auknum framförum. Hin siðari ár átti Kristján sæti i sýslunefnd Dalasýslu, jafnframt þvi var hann oddviti Skarðshrepps. Hann reyndist farsæll i störfum. Hrepps- málin voru ekki alltaf auðleyst, sveitin fámenn og gjaldþol ekki mikið, en verkefni þau, er sinna varð, aftur á móti mörg. Kristján var snjall i ráðum og hygginn oddviti og verðugur þess trausts, sem honum var sýnt. Lengi var hann fulltrúi á kjörmannafundum Stéttarsambands bænda, og i mörg ár átti hann sæti i stjórn Ræktunarsam- bands Vestur-Dala og formaður þess hin siðari ár. Viða tók hann þátt i félagsmálum og reyndist alltaf tillögu- góður og áhugasamur. Bóndastarfið var þó aðalstarfið allt til dauðadags. Hann bætti jörðina mikið, ræktaði og byggöi öll hús að nýju. I landi Tinda eru kol i jörðu og gerði Kristján sitt itrasta til að nýta þau. Það var trú og von hans, að þarna væru auðlindir, sem siðar myndu veröa landi og þjóð til gagns. Hin siðari ár var Kristján ekki heill heilsu, og fannst honum það stundum vera þung örlög, en það var honum mikill léttir að njóta ástrikis og um- hyggju ágætrar eiginkonu og barna. Útför hans fór fram að höfuðbólinu Skarði á Skarðsströnd , þann 21. april s.l. Veður var fagurt, kvöldsólin spegl- aðist i Breiðafirði og varpaði geislum sinum til strandarinnar.Hinzta kveðj- an var hlý og virðuleg, þegar breið- firzki sonurinn var kvaddur. Með Kristjáni er fallinn i valinn sér- stæður og minnisstæður persónuleiki öllum þeim, er honum kynntust. Þessi fáu orð efu að leiðarlokum þakklæti mitt til hins látna fyrir trygglyndi og vel unnin störf í þágu sveitar og sýslu. Eiginkonu, börnum, barnabörnum og öðrum vandamönnum votta ég samúð mina. Blessuð sé minning hins látna. Ásgeir Bjarnason islendingaþættir 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.