Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Page 9

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Page 9
KJARTAN JÓNSSON F, 17/5 1966. D. 24/7 1972. „Hver hefur gengið um garðinn i nótt gengið svo þungum fótum. Gróðurinn ungi grúfir hljótt gripinn að innstu rótum. Það dæmist oft til að fölna fljótt hið fegursta, sem við hljótum.” Hvaö getum við sagt um litinn dreng, sem Guð gaf aðeins sex ára jarðneskt lif? Að hann var óskabarn foreldra sinna, yndi þeirra og eftir- íæti. Aö hann var ógleymanlegt barn, fallegur og svo bráðþroska að af bar. Að við munum hann, og lif okkar er auðugra, af þvi að við kynntumst honum. Kjartan Jónsson var fæddur 17. mai árið 1966, sonur hjónanna Sigrúnar Aðalbjarnardóttur, kennara, og Jóns Pálmasonar, skrifstofustjóra. Þau áttu fyrir eina dóttur, Þorgerði, sem var 15 ára, er bróðir hennar fæddist. Það má öllum vera ljóst, hvilikt fagnaðarefni fæðing þessa drengs var foreldrunum og stóru systurinni, enda voru þau samhent um að veita honum alla sina ástúð og styðja hann fyrstu sporin. Kjartan litli var óvenju efni- legur og jafn bráðþroska barni and- lega hef ég ekki kynnzt. Hann var allæs fjögurra ára gamall og bar skyn á hluti, sem börn á hans aldri leiða hugann sjaldnast að. Þetta breytti þó i engu barnslega ljúfu viðmóti hans, sem verður ekki siður minnisstætt en hinar óvenju skörpu gáfur, er hann var gæddur. 1 hverju sumarleyfi dvaldist fjöl- skyldan á Hofi i Hörgárdal á æsku- stöðvum Jóns. Þangað var einnig haldið i sumar og mikil var tilhlökkun Kjartans litla, er hann sagði mér i vor frá væntanlegri ferð sinni i sveitina, þar sem alltaf var svo gaman. En „skjótt hefur sól brugöið sumri”. Hinn 24. þessa mánaðar fórst hann af slys- förum og nú kveöjum við hann. Foreldrum hans og systur sendi ég innilegar samúðarkveðjur. 1 svo stórri sorg verða orð litils megnug, en megi þeim verða huggun að minningunum um einstakt sólskinsbarn. Guð geymi þig, litli vinur. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. t MARGT flýgur i huga, þegar litiil drengur er kvaddur. Við skynjum svo litið af tilverunni og viljum ekki sættast á að samfylgdin yrði svo skammvinn. 'j Ég sé fyrir mér dreng með gullið hár, þar sem hann situr fyrir, ljóm- andi af hamingju með bláeygða kett- linginn i fanginu, þegar við skildum siðast. Sú mynd gleymist ekki. Fegurð lifsins er óumræðileg, þrátt fyrir allt, og við trúum þvi, að bak við tjaldið mikla biði okkar brosandi drengur með gullið hár. Frænka t Kveðja til Jóns Pálmasonar og Sigrúnar Aðal- bjarnardóttur, Olduslóð 34, Hafnar- firði. Blómið vaknar og blöðin teygir. Breiðist út i sól og hlýju. Vex úr jörð og verður til gleði. Voryl skapar i náiægð sinni. Er það sofnar, að enduðu dægri, allt er breytt. En stöðugt varir minning björt, er mun ei eyðast, mynd um dýrmæt kynni og fögur. Okkur eru gjafir gefnar. Geisladýrð og fegurð lita. Hljómar þeir, sem hjartað snerta. Hamingja af verkum góðum. Börn, er gleði og blessun færa. Brosin þeirra lifsins auður. Þakka ber að þvilíkt hljótum, þótt aðeins skamman sé um tima. Litill drengur ljósi fagnar. Ljúflingurinn pabba og mömmu. Yndi sinnar einu systur. Óx úr grasi og sótti á brattann. Vakti yl á öilum stöðum. Atti draum um stór að verða. Heilladisir honum sýndust heilsa og fagna sérstaklega. Drottinn gaf og drottinn tekur. Dáin er nú vonin bjarta. Syrti að á sólskinsdegi. Sumir aldrei rætast draumar. Furðuleg oft forlög virðast Faðir himna geymir svörin. Okkar er að þola og þreyja. Það er lifsins skyldukvöðin. Sögu lauk með sviplegum hætti. Sorgarinnar blæða undir. En þó hverfi, áfram lifir ungur sveinn i ljóssins riki. Verður góðum vinum falinn. 1 vörzlu hans, er máttinn gefur. Þið litið aftur ljúfa soninn, er lýkur stund i þessum heimi. 1 tilefni af hihu^skyndilega fráfalli Kjartans sonar yktór. Með dýpstusamúð. Hafnarfirði, 28. júli 1972 Eiríkur Pálsson frá ölduhrygg. islendingaþættir 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.