Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 19

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 19
70 ára: Sigríður Hansdóttir Hinn 12. júli sl. , átti Sigriður Hans- dóttir, húsfrú i ólafsvik 70 ára afmæli. Þar sem Sigriður Hansdóttir er alveg sérstök mannkostamanneskja, sem með dugnaði, fórnfýsi og hjálpsemi, hefur greitt götu fleiri en flesta gæti til hugar komið að nefna, vil ég af heilum huga setja hér á blað litla afmælis- grein um þessa sæmdarkonu. Sigriður Hansdóttir er fædd i Ólafs- vik 12. júli 1902, foreldrar hennar voru Hans Hansson, sjómaður og Metta Kristjánsdóttir i Ólafsvik. Föður sinn missti Sigriður er hún var aðeins 4 ára gömul, móðir Sigriðar, Metta Kristjánsdóttir, var þjóðkunn sæmdarkona, sem var ein af braut- ryðjendum i merku og fjölbreyttu félagsstarfi i Ólafsvik á sinni tið, hún lézt 15/11 1960. Sigriður Hansdóttir er um margt lik móður sinni, ávallt tilbúin að hjálpa og greiða götu annarra. Sigriður var strax i æsku létt i spori og létt i lund, hamhleypa til starfa við hvað sem var sem ung stúlka var hún sivinnandi, fór hún meðal annars i fiskvinnu til Reykjavikur á sumrin um 10 ára skeið og vann hjá Alliancefyrirtækinu. Sigriður giftist Jóni Skúlasyni i bólgu árið 1937, og varð hann henni og öllum mikill harmdauði. Hann var greindur mannkostamaður, sem naut mikillar virðingar i sinni sveit. Fjögur börn áttu þau eins og áður segir. Þau eru Stefania, Sigurlaug, Guðmundur og Sigþrúður. Guðmundur og Sigþrúður voru ung að árum. er Guðmundur lézt. Guðrún reyndi þvi að halda saman búi um hrið að Guðrúnarstöðum en seldi seinna jörðina Eysteini Björnssyni frá Grimstungu og var ráðskona hjá hon- um og einnig dvaldist hún þar siðar með Sigþrúði dóttur sinni og manni hennar. en með henni hefur hún lengst af verið eftir lát Guðmundar. Nú dvelur hún hjá dóttur Sigþrúðar, nöfnu sinni og manni hennar að Höfn- um á Skaga og eru þau henni mjög góð. Horfir hún nú á Strandafjöllin i miðnætursól likt og hún gerði heima i Oxl i æsku sinni. Megi ævikvöldið verða henni eins og vorkvöldin eru fegurst við Húnaflóa. Gerður Magnúsdóttir. Ólafsvik 21. okt 1925, hefur hjónaband þeirra verið farsælt. Þau bjuggu fyrstu átta árin i Stigshúsi i Ólafsvik, keyptu ibúðarhúsið ,,Hlið” nú Ólafs- braut 46, árið 1935, sem þau byggðu upp. Nýtt ibúðarhús að Ólafsbraut 44 byggðu þau ásamt með tengda- syni sinum, þar sem þau eiga nú heima. Þau Jón og Sigriður eiga eina dóttur, Mettu, sem gift er Bjarna Ólafssyni frá Geirakoti, Metta og Bjarni, reka nú stórbú i Geirakoti, sem er til fyrir- myndar fyrir glæsilegar byggingar og búrekstur. Heimili Sigriðar og Jóns hefur ávallt verið með sérstökum myndarbrag, alltaf opið öllum, sem beina hafa þurft og fyrirgreiðslu, enda má segja að ævi Sigriðar, allt frá árinu 1935 hafi mótazt af fórnfýsi og þjónustu fyrir aðra, kunna og ókunna. Fyrir þetta starf, fyrirgreiðslu við ferðafólk og matsölu, er Sigriður Hansdóttir fræg viða um land, bera allir einróma lof á hana fyrir hlýhug og góðan mat og aðra fyrirgreiðslu, sem notið hafa þjónustugleði hennar um lengri eða skemmri tima, Sigriður byrjaði matsölu i Ólafsvík 1935, og þegar Hraðfrystihús kaup- félagsins Dagsbrún, nú Hólavellir h/f, tók til starfa 1956, veitti hún forstöðu matsölu i Félagsheimili Ólafsvikur, sem hún starfrækti með myndarbrag i nær 12 ár. Sigriður er slik afkastamanneskja við matargerð og framreiðslu góð- gerða að undrun vekur, veizluborð hennar, hvort heldur matar eða kaffi- borð, standast samanburð við það bezta sem gerist. Hafa margir ókunnugir, karlar sem konur, sem komið hafa til mannfunda, eða mann- fagnaðar i Ólafsvik, undrazt og dáðst að snilli hennar og hugkvæmni, eru þær fáar fáar opinberar veizlur og félagasamkvæmi i ólafsvik um ára- tugaskeið, sem Sigriður Hansdóttir hefur ekki séð um að öllu leyti. Get ég fullyrt að hennar störf á þessu sviði hafa stækkað Ólafsvik i augum ann- arra. Þegar Rótarýklúbbur Ólafsvikur var stofnaður, er óhætt að fullyrða að það hefði orðið erfitt verk ef Sigriðar hefði ekki notið við, hefur hún siðan þjónaö klúbbnum af sérstakri alúð og fórnfýsi. Ég persónulega met Sigriði Hans- dóttur meira en orð fá lýst. Um 25 ára skeið sem ég hefi starfað að ýmsum opinberum málum i Ólafsvik, hefur hún ávallt verið reiðubúin að greiða götu mina, hvort sem um hefur verið að ræða að taka einn eða fleiri menn i fæði og gistingu eða hóp ferðamanna eða útbúa samkvæmi. Einlæg vinátta hennar hlýhugur, ákveðinn og fórnfús vilji hennar að greiða úr aðsteðjandi vandamálum á hótellausum staö, hvernig sem á hefur staðið hjá henni sjálfri, á nóttu sem degi, á sér fáar hliðstæður, sem erfitt er að launa og þakka sem vert væri. Á 70 ára afmælisdegi hennar kom greinilega i ljós hversu mikils hún er metin, hversu vinsældir hennar eru miklar og standa viða um allt land. A þessum timamótum vil ég persónulega þakka Sigriöi Hansdóttur fyrir allt, hlýhug og trausta áratuga- langa vináttu við mig og fjölskyldu mina. Fyrir hönd Ólafsvikurbúa flyt ég henni kærar þakkir fyrir hennar mikla þjónustustarf sem aukið hefur hróður Ólafsvikur, og leyst margan vandann. Ég óska henni og fjölskyldu hennar til hamingju og vona að við Ólafs- vikurbúar fáum að njóta sérstæðrar snilli hennar um mörg ókomin ár. Lifðu heil. Alexander Stefánsson islendingaþættir 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.