Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Qupperneq 17
80 ára
Elísabet Guðmundsdóttir
fyrrverandi bæjarfógetafrú, Akranesi
Hún er fædd á miklu rausnar- og
menningarheimili i Hnifsdal, þann 11.
júli 1892. Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Sveinsson kaupmaður og kona
hans Ingibjörg Kristjánsdóttir. Börn
þeirra hjóna voru auk Elisabetar, 2
synir og 2 dætur. sem nú eru öll látin.
Auk þess áttu þau fósturbörn. Heimili
Guömundar Sveinssonar i Hnifsdal
var umsvifamikið og ætíð mannmargt.
Auk verzlunar rak hann útgerö og bú-
skap. Margir, sem unnu við atvinnu-
reksturinn á sjó eða i landi, voru jafn-
framt heimilismenn, þannig var það
viða á tslandi á þeirri tið. Guðmundur
Sveinsson var annálaður gæða- og
drengskaparmaður, sem allra vanda
vildi leysa. i þessum rausnargarði var
Elisabet alin upp.
Ung að árum fór hún i Kvennaskól-
ann i Reykjavik og siðar á húsmæðra-
skóia i Danmörku. Þann 19. des. 1925
giftist hún Þórhalli Sæmundssyni, þá
ungum lögfræðingi frá Stærra-Árskógi
á Árskógsströnd. hann var eitt af
mörgum mannvænlegum börnum Sæ-
mundar skipstjóra, sem þjóðkunnur
varð af bók Hagalins — Virkir dagar.
Heimili þeirra stóð fyrst i Vest-
mannaeyjum. Hnifsdal og Reykjavik
— nokkur ár á hverjum stað. Þann 1.
janúar 1932 verður Þórhallur lögreglu-
stjóri á Akranesi og siðar bæjarfógeti
og er það til 1. okt. 1967 eða i 36 ár. Eft-
ir það er hann tæpt ár settur bæjarfó-
geti á Neskaupstað en kemur siðan til
býli i Árneshreppi. Ég fer yfir nöfn
býlanna og bið guð að blessa þau, sem
þau byggja. Það er innlegg mitt til vel-
ferðar ykkar. Meira get ég ekki en að
leggja fram bæn mina við þann sem
öllu stjórnar '. — Eg varð innilega
snortinn af trúfesti hans, umhyggju og
tryggð, sem i þessu fólst. Þarna tengd-
ist ég honum enn innilegri tryggðar-
böndum en áður og hafði geymt þetta i
huga mér siðan. Ég er sannfærður um,
að þessari bænariðju hélt hann áfram
og muni hafa gert það til hinztu stund-
ar. Og næst er mér að trúa þvi, að við
eigum enn bænaranda hans okkur til
heilla og blessunar, i þeim nýju heim-
kynnum, sem hann er fluttur til og er
gott til þess að hugsa.
Séra Magnús var sannur og trúr
Akraness. Þar hefur þvi heimili þeirra
hjóna verið i 40 ár, farsælt ævistarf
unnið. t þvi er hlutur Elisabetar stór.
Finnst mér ástæða til við þessi tima-
mót i lifi Elisabetar að senda henni
nokkur kveðju- og þakkarorð, ekki
aðeins frá mér og minum, heldur og i
nafni Akurnesinga.
Auk þess að gegna emb. lögreglu
drottins þjónn, hann sofnaði ekki á
verbinum i þvi starfi, sem hann valdi
sér. heldur hélt hann vöku sinni stöð-
ugt. Ef himnarnir standa opnir nokk-
urri mannlegri sál, þá veit ég að hann
hefur gengið um opnar dyr i fögnuð
herra sins. — Dauða hans bar aö svo
sem trúum drottins þjóni hæfði, i húsi
föðurins á einum merkasta helgidegi
kristinnar kirkju starfandi aþ málefn-
um safnaðar sins. Það var fagur dauð-
dagi og honum samboðinn. — Fyrir
mina hönd og annarra Arneshrepps-
búa færi ég honum hinztu kveðju og
þökk fyrir það, sem hann var og vildi
vera okkur i lifanda lifi, sannur vinur
og velgjörðamaður. Blessuð sé minn-
ing hans.
Guðmundur P. Valgeirsson
stjóra og siðar bæjarfógeta i 36 ár, var
Þórhallur um tima oddviti hreppsins
og siðar bæjarfulltrúi og gegndi enn-
fremur fyrr og siðar fjölda trúnaðar-
starfa fyrir bæjarlélagið. Margir
þurftu þvi að leita til hans með \ nda-
mál sin. Slikum manni kom þvi vel,
bæði sin vegna og annarra og eiga gott
heimili til að hverfa að, en i þvi efni
verður hlutur konunnar jafnan stærst-
ur.
Það hefur ekkert farið á milli mála á
Akranesi undanfarin 40 ár, að Elisabet
hefur þar staðið fyrir rausnar- og
myndarheimili, eins og góð heimili
geta bezt verið. Þar hafa komið fram
áhrifin frá glæsilegu æskuheimili
hennar. sem vikið er að hér i upphafi.
Þessa ágæta heimilis hafa margir not-
ið, bæði heimamenn og fjöldi gesta,
sem erindi hafa átt til Akraness.
Mannkostir hennar og skaphöfn er
slik, að einungis gott grær umhverfis
hana. Þvi verður heimili hennar, sem
vigður helgidómur. Elisabet er allt i
senn, greind kona og glæsileg, góðvilj-
uð og ljúf i framkomu, jafnlynd og
háttvis. Hún er listræn og hefur næmt
auga fyrir þvi sem fagurt er. Hún hef-
ur þannig viðmót, að öllum liður vel,
sem á heimili hennar koma, hvort
sem þeir eru taldir æðri eða lægri. Hún
er jafnan hin sama góða húsmóðir,
hver sem i hlut á. Það er hennar aðals-
merki. Hún leggur ætið gott til allra og
skoðanir hennar og álit er mikils met
ið, ekki sizt af þeim, sem næstir henni
standa, enda hefur það jafnan reynzt
vel. Meðal þeirra mörgu, sem haft
hafa náin kynni af frábærri heimilis-
stjórn Elisabetar á liðnum áratugum
eru allir þeir, sem starfað hafa við
bæjarfógetaembættið á Akranesi og i
lögreglu bæjarins. Ég tel mig geta
fullyrt, að hún á óskipta hylli alls þess
fólks, sem minnist hennar jafnan með
virðingu og þakklæti.
Elisabet er ekki einungis mikilhæf
húsmóðir heldur og einnig mikil móðir
barna sinna. Þau Elisabet og Þórhall-
ur eiga fjögur fósturbörn. Fátt lýsir
betur mannkostum þeirra hjóna og
tryggð við sina nánustu. Börn þeirra
eru: Guðmundur Samúelsson arkitekt,
búsettur i Þýzkalandi. Hann er systur-
sonur Elisabetar. Sigriður Sigmunds-
dóttir og Lilja Gestsdóttir, báðar bú-
settar i Reykjavik, þær eru bræðra-
islendingaþættir
17