Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Blaðsíða 18
85 ára: Guðrún Jónsdóttir fyrrum húsfreyja á Guðrúnarstöðum 7. júni sl. varö frú Guörún Jónsdóttir fyrrum húsfreyja á Guðrúnarstöðum i Vatnsdal 85 ára. Það munu nú vera rúm 40 ár siðan ég, er þessar linur rita.sá Guðrúnu fyrst, þá umkomulitil telpa á leið i mina fyrstu langdvöl aö heiman. Ég átti einmitt að dvelja sumarlangt hjá henni og Guðmundi föðurbróður min- um. Þá strax sýndi Guðrún mér slikan skilning og nærgætni að betra varð ekki á kosiö og held ég að Guðrún hafi haft einstaka kosti til að umgangast unglinga. Hún var einnig meö afbrigð- um góð við gamalt fólk, sem dvaldi oft langdvölum á heimili hennar. Næstu fjögur sumurin dvaldi ég svo hjá þeim frænda og frænku, en svo kallaði ég þau, og Asgeir bróðir minn lika. Þetta voru yndislegir dagar og má vart á milli sjá, hvort mátti sin meira,hin hlýja rósemi Guðmundar eða græskulaus glaðværð Guðrúnar, en þau voru einstaklega samrýnd og samhuga og féll þar aldrei skuggi á. Oft hefi ég óskað mér að börn min heföu átt kost á sliku heimili til sumar- dvalar. Þetta var á verstu kreppuárunum og viða var þröngt i búi. Þau frændi og frænka voru nýbúin að byggja og sjálf- sagt hefur þeim veriö þröngur stakkur skorinn með úttekt til heimilisins, en aldrei heyrðist að talið væri eftir það sem þurfti og þá ekki heldur dvöl okk- ar Ásgeirs,sem áreiðanlega var frem- ur vegna okkar en að það væri beinlin- is þörf fyrir okkur, þar sem fyrir voru 4 börn þeirra. Bú þeirra Guðmundar og Guðrúnar hefur verið miðlungsbú, um það bil 4—5 mjólkandi kýr og enginn mjólkurdropi seldur, þvi svo hagaði til þá. Nýta varðalla mjólk til heimilisins og var það drjúg vinna. en hafði einnig i för með sér, að matur var ákaflega hollur og kraftmikill kaupstaðarbörn- um sem bjuggu við fremur þröngan kost i þeim efnum. Nóg var að gera fyrir alla um sláttinn en engum iþyngt með vinnu og það fannst mér aðdáunarvert hve Guðrún reyndi alltaf að hlifa okkur kaupstaðarbörn- unum við þvi erfiðasta og þvi sem hún hélt að við réðum siður við. Ennfrem- ur hafði hún lag á að láta okkur finnast mikið til um;ef við gátum afrekað ein- hverju og aldrei gleymdi hún að launa það með einhverju góðgæti. Margs er að minnast frá þessum sumrum. sem mér finnst að hafi verið skemmtilegustu timar æsku minnar. Og þegar ég lit yfir allan þann sjóð af skemmtilegum atvikum þá held ég að beri hæst i minningunni hina árlegu ferð með okkur börnin út að öxl i Þingi til að hitta móður Guðrúnar, Stefaniu, sem þar bjó með syni sinum Jóni og hans konu. Þetta var aðaltilhlökkun- arefnið allt sumarið. Við fórum venju- lega öll krakkarnir og frændi og frænka, en einhver hefur vist verið skilinn eftir heima liklega kaupakona þó man ég það ekki. Ekki voru til hest- ar handa öllum heldur sátu yngri krakkarnir i hestvagni. Komið var við á leiðinni á einhverjum bæ oftast hjá Signýju og Albert á Helgavatni og okk- ur var tekið eins og þar færi kóngafólk. Þá voru viðtökurnar i öxl ekki siðri. Okkur var fært súkkulaði og kökur i rúmið að morgni og þarna dvöldum við að mig minnir eina eða tvær nætur. Margs fleira mætti minnast en það yrði of langt upp aö telja hér. Guðrún missti mann sinn úr lungna- dætur Þórhallar, og Þórhall Má prent- ara i Reykjavik, en hann er sonur Sig- riðar. Það er öllum kunnugt, að börn- um þessum hafa þau reynzt sem nær- gætnustu og beztu foreldrar. Kostað þau til náms lengri og skemmri tima og stutt þau i lifsbaráttunni eftir þörf- um. t viðlögum hafa svo barnabörnin átt þar öruggt athvarf. Þar hefur þvi jafnan verið barnaheimili og mann- margt. Ástrikið milli Elisabetar og fósturbarnanna er enn eitt dæmið um manngildi hennar og drengskap. Munu þau áreiðanlega geta gert hinar snjöllu ijóðlinur skáldsins að sinum orðum: ,,En bæri ég heim min brot og minn harm þú brostir af djúpum sefa. Þú vógst upp björg á þinn veika ai m Þú vissir ei hik eða efa: i alheim ég þekkti einn einasta barm, sem allt kunni að fyrirgcfa.” Þannig munu börnin og þeirra börn aftur minnast mildi, umhyggju og ást- ar Elisabetar, sem áttu sér engin endi- mörk. Sannast hér, að þar sem góðir menn fara^eru Guðs vegir. Elisabet hefur leyst af hendi tvo meginþætti i lifsstarfi sinu með sér- stökum ágætum. Að vera húsmóðir á rausnarheimili, sem miklar kröfur voru gerðar til og ástrik móðir margra barna. Hún getur þvi með ánægju litið yfir liðin ár, af þessum sjónarhóli æv- innar. En lifsbarattan gat verið hörð og miskunnarlaus á köflum. En það ætla ég. að þegar vandamálin voru mest, þá hafi Elisabet verið stærst. Þannig er skaplyndi hennar og mánn- kostir. Og eitt er vist; Hún á óskerta vináttu og virðingu Akurnesinga. Þetta vil ég að hún viti og hef fyrir löngu ætlað að koma þvi á framfæri. Að lokum vil ég i nafni Akurnesinga almennt, flytja henni innilegar árnað- aróskir á merkum timamótum, þakkir fyrir liðna tið og óska þess að ævi- kvöldið verði bjart og fagurt, eins og sólarlagið getur fegurst verið á æsku- stöðvum hennar við Djúpið. Dan. Ágústinusson 18 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.