Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 23

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 23
áburðurinn kom til sögunnar, en hon- um fylgdi aukin ræktun og farið var að telja sildarmjölsgjöf sjálfsagða handa sauðfé með beit eða lélegum heyjum. Eitt þrekvirki leysti Jón af hendi, með þvi að fá bændur almennt til þess aö steypa sundbaðker, svo hægt væri að standa rétt að þrifaböðun og útrým- ingu fjárkláða, þar sem hans varð vart. Fyrir hans leiðbeiningatimabil leið féð viða fyrir óþrif og kláða og engin aðstaða var til að baða féð. A árunum, sem Jón H. Þorbergsson ferðaðist mest um landið, var áhugi hans á þvi að verða gildur sjálfseign- arbóndi sivakandi. Er leið á árið 1916 réðist hann eignalaus með öllu i að kaupa höfuðbólið Bessastaði á Alfta- nesi. Sem betur fór fyrir Jón, þurfti enga útborgun, þvi að skuldir hvildu á jörðinni. Var þvi ekki annað en að færa skuldirnar á nafn Jóns i bankanum og láta hann fá afsal fyrir jörðinni. En meira þurfti til. Það hefur alltaf verið vandkvæðum bundið að setja saman bú fyrir eignalausan mann og stjórna þvi svo vel að búskapurinn geti staðið undir allri fjárfestingu og veitt bónd- anum lifsframfæri. En þetta tókst Jóni H. Þorbergssyni, og sannaði hann með þvi, aö leiðbeinendur bænda geta búið fyrir eigin reikning eins vel eða betur, en þótt þeir hefðu aldrei leiðbeint öðr- um en sjálfum sér, en oft halda bænd- ur þvi fram, að ráðunautar geti leið- beint öðrum en ekki búið sjálfir. Vorið 1917 setti Jón saman bú á Bessastöðum og bjó þar rausnarbúi i 11 ár. Fyrst bjó hann með ráðskonu, unz hann kvæntist sumariö 1921 Elinu Vigfúsdóttur frá Gullberastööum i Lundarreykjadal. Elin er glæsileg hæfileikakona, eins og hún á ættir til, og hefur staðið siðan við hlið bónda sins i hamingjusömu hjónabandi og veitt forstöðu glæsilegu, hlýju rausnar- heimili. A meðan Jón bjó á Bessastöðum, vann hann mjög að umbótum á jörð- inni, hlúði að hlunnindum hennar og reyndi ýmsar nýjungar i búskap. A þessu timabili vann hann einnig mikið utan heimilis að félagsmálum o.fl. Hann hélt hrútasýningar fyrir Búnaö- arféíag tslands til 1919 eins og áður er að vikið, var yfirullarmatsmaður á sunnanverðu landinu frá Hitará að Núpsvötnum frá 1916 til 1928jmætti á fjölda funda og námskeiða ýmist fyrir Búnaðarfélag tslands eða af eigin áhuga, enda var hann ætíð fábær fyrir- lesari á bændanámskeiðum, og mætti fyrir Búnaðarfélag tslands fyrstu árin, eftir að farið var að halda slik nám- skeifvá þvi nær hverju námskeiði, sem haldið var. t sveit og héraði var Jóni falinn fjöldi trúnaðarstarfa, sem hér væri of langt mál að telja upp. Hann islendingaþættir var kjörinn á Búnaðarþing fáum dög- um eftir að hann hóf búskap á Bessa- stöðum, og átti sæti á Búnaðarþingi til 1935 nema 4 ár. Jón var mikill áhugamaður um landnám og stofnun nýbýla. Ræddi hann um þau mál á fjölda funda og námskeiða áður en rfkisvaldið tók að skipta sér af þeim málum. Arið 1924 tókst Jóni að stofna félagið Landnám ásamt með allmörgum góðborgurum i Reykjavik, sem áhuga höfðu á búnað- arframkvæmdum, og nokkrum bænd- um i nágrenni Reykjavikur. Var Jón i stjórn þessa félags og framkvæmda- stjóri þess, unz það var lagt niður, eftir 10 ára starfsemi. Var þá stofnaður sjóður af eignum félagsins til að verð- launa fyrirmyndar framtak nýbýl- enda. Félag þetta áorkaði miklu i sambandi við aukna ræktun og byggð i næsta nágrenni Reykjavikur, auk þess sem það hélt málefninu vakandi og opnaöi augu valdsmanna fyrir þörf ný- býlamyndunar. Verulegur skriður komst þó ekki á þessi mál i sveitum fyrr en eftir að lög um nýbýli og sam- vinnubyggðir voru samþykkt á Alþingi 1936 og Steingrimur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri var skipaður ný- býlastjóri. Vorið 1928 seldi Jón Bessastaði og keypti höfuðbólið Laxamýri og flutti þangað það vör. Flutti hann fjölskyldu sina og búslóð, búfe' jafnt sem dauða muni, með skipi til Húsavikur. Þó flutti hann ekki annað af fjárstofni sin- um en gemlingana 40 talsins. Þessi breyting á búsetu sýndi enn einu Sinni stórhug Jóns og kjark og að honum hafði búnazt vel á Bessastöðum. Nú settist hann á eina kostamestu jörð landsins, þar sem lengi hafði búið sama ættin viö auð og landskunna rausn. Það hlýtur að hafa verið stór dagur i lifi Jóns H. Þorbergssonar er hann kom að Laxamýri vorið 1928, 45 ára að aldri, eigandi og ábúandi mesta höfuð- bóls héraðsins, sem hann hafði fæözt og alizt upp i, en yfirgefið 22 árum áö- ur með tvær hendur tómar til aö leita sér menntunar. A Laxamýri hefur þeim hjónum, Jóni og Elinu búnazt vel. Þau hafa set- ið höfuðbólið með alkunnri rausn og myndarbrag, búið þar stórbúi, bætt jörðina mjög aö ræktun og húsakosti, og er aldur færðist yfir þau hafa tveir synir þeirra, Vigfús Bjarni og Björn, tekið viö búsforráöum á jörðinni og búa þar nú stórbúum. Strax og Jón hafði komið sér fyrir á Laxamýri tók hann að hafa afskipti af félagsmálum sveitar og sýslu. Hann lét þó félagsmál landbúnaðarins mest til sin taka. Hann ásamt nokkrum fleiri áhugamönnum beittu sér fyrir stofnun Búnaöarsam- bands Þingeyinga og var það stofnað haustiö 1928. Jón var kjörinn formaður þess á stofnfundi og gegndi þvi starfi i 20 ár, en taldi þá rétt aö yngri menn tækju þá viö forystu i þeim málum. Jón beitti sér fyrir þvi að búnaðarsam- bandiö ynni mjög að framfaramálum héraðsins. Hann lét málefni sauðfjár- ræktarinnar mjög til sin taka bæði sem einstaklingur og félagslega. Hann ræktaði upp ágætan fjárstofn og seldi kynbótafé i fjarlæg héruð. Þennan stofn missti Jón við fjárskiptin á fimmta tug aldarinnar eins og aðrir bændur, sem bjuggu á fjárskiptasvæð- um, en tókst að koma sér upp prýðileg- um fjárstofni eftir fárskiptin. Flýtti það fyrir árangri, að hann fekk að kaupa tvo bilfarma af lömbum frá Efri-Hólum i Núpssveit, úr búi Guð- rúnar Halldórsdóttur , frænku Jóns, ekkju Friðriks Sæmundssonar, en hann og Sæmundur sonur hans höfðu ræktað þar upp ágætan fjárstofn. Eftir fjárskiptin hefur Jón á Laxa- mýri selt marga hrúta til kynbóta. Hafa þeir reynzt hrúta bezt, einkum á Suðurlandi. Jón H. Þorbergsson er trúmaður mikill og einlægur og hefur alla ævi unnið eftir mætti að málefnum kristni og kirkju i landinu. Jón H. Þorbergsson hefur ritað marga ritlinga og ótölulegan grúa blaða-og timaritsgreina, auk ævisögu, sem út kom 1964. Þessi rit má nefna, sem öll náðu verulegri útbreiðslu, Hirðing sauðfjár 1912, Kynbætur sauð- fjár 1915, Hrossasalan, 1916 og Land- nám, 1930, o.fl. Jón var meðritstjóri og meðeigandi búnaðarblaðsins Freys frá 1926-1936, er Búnaðarfélag íslands keypti timaritiö og hefur gefið það út siðan. Laxamýrarhjónin Jón og Elin eign- ubust 6 börn, tvær dætur og fjóra sonu. Eru 5 þeirra á lifi, öll gift og ágætir borgarar. Dæturnar Sigriður og Þóra eru búsettar I Reykjavik, elzti sonur- inn Hallgrimur er lögreglumaður i Reykjavik, en yngri bræðurnir Vigfús Bjarni og Björn búa á Laxamýri eins og áður getur. Búnaðarfélag Islands hefur fyrir mörgum árum kjöriö Jón H. Þor- bergsson heiðursfélaga sinn. Um leið og ég árna Jóni allra heilla á niræöisafmælinu færi ég honum inni- legustu þakkir minar, Búnaðarfélags Islands og bændastéttarinnar fyrir frábær störf i þágu íslenzks landbún- aðar, bæði sem ráðgefandi og virkur þátttakandi i starfi islenzkra bænda á langri starfsævi. Megi ævikvöld ykkar hjóna verða sólrikt og friðsælt. Halldór Pálsson 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.