Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Blaðsíða 16
Magnús Runólfsson „Hann séra Magnús er dáinn” — Þessi tiðindi sagði konan min mér, þegar ég kom inn frá gegningum að kvöldi laugardagsins 25. marz s.l., sem var laugardagur fyrir páska. Mér hnykkti við. — Séra Magnús dáinn! Allan þann dag frá þvi ég vaknaði um morguninn var ég með hugann bundinn við séra Magnús. Ég var i þakkarskuld við hann. Hafði fyrir fá- um dögum fengið gott bréf frá honum, sem ég fann að ég yrði umfram allt að endurgjalda. Og litill skjólstæðingur minn hafði einnig fengið frá honum dýrmæta gjöf, Passiusálmana i fall- egu bandi, með hlýrri kveðju svo sem vænta mátti frá hans hendi. Svo þakk- arskuld min var tvöföld. Ég ætlaði þvi með næsta pósti að senda honum linur með þakklæti okkar beggja fyrir þá innilegu velvild, sem lýsti sér i bréfi hans og gjöf. — Nú var það orðið um seinan. — Þeim þökkum varð ekki komið eftir venjulegum leiðum. — Þó ég að þessu sinni væri að hugsa um sérstakar þakkir til hans var það ekki einstakt þakkarefni. Hann sá svo um að ég og aðrir voru einlægt i þakkar- skuld við hann. A s.l. jólum sendi hann mér kærkomna bók og i fyrrasumar, þegar hann heimsótti okkur i siðasta sinn, færði hann piltinum, sem hjá mér er, bók að gjöf, sem ætluð var til að styrkja siðgæðisgrundvöll hans. Hafði hann þó ekki kynnzt þeim dreng, en vissi að hann var á minum vegum og hafði komið til min eftir að séra Magnús flutti héðan. Slik var hugsun hans, mannkærleiki og löngun til að verða öðrum til blessunar og hjálpar. Þess urðu margir aðrir en ég aðnjót- andi. — Ég segi frá þessu hér,þvi að það lýsir honum betur en önnur orð, sem ég á ráð á, mannkostum hans og þvi hugarþeli, sem hann bar til okkar fyrrverandi sóknarbarna hans og i rauninni allra, sem nokkur kynni höfðu af honum. Nú þegar hann var allur sat þakklætið til hans efst i huga mér, þakkir, sem ég gat nú ekki fram- ar tjáð honum. — Var það tilviljun eða hvað? Þegar ég þennan umrædda dag var að hugleiða bréfsefnið til hans, sem ég ætlaði helzt að skrifa þá um kvöldið, og hvernig ég skyldi ávarpa hann, kom aftur og aftur upp i huga mér þessi ávarpsorð: ,,Þú vinur minn á Morgunstjörnunni”. — Var hann nú ekki fluttur til einhverrar morgun- stjörnunnar I riki guðs allsvaldanda? Vissulega hefur honum verið búinn góður samastaður. Við hann á vissu- lega það, sem sagt var um annan merkismann og kærleiksboðanda ný- látinn: „Heim er hann farinn i himin- inn. Þar er hann vissulega velkom- inn”. Hér verður ætt eða æviferill séra Magnúsar ekki rakinn. Til þess brest- ur mig kunnugleik, enda verið gert af öðrum, sem betur vissu og þekktu hann. Þess skal aðeins getið, að hann hafði um langt skeið starfað sem æskulýðsleiðtogi á vegum KFUM og leyst þar mikið og farsælt starf af hendi, en látið af þvi einhverra hluta vegna. Vorið 1961 sótti hann um prestakallið Arnes i Strandaprófasts- dæmi, sem þá hafði verið prestlaust um nokkur ár. Var hann settur prestur hér að Arnesi þá um vorið og þjónaði þvi fram á haustið 1962. Fluttist hann þá suður og sinnti kennslustörfum i Reykjavik. Vorið 1966 kemurhann aft- ur hingað norður og er aftur settur prestur að Arnesi og þjónar hér fram til haustsins 1969, að hann flyzt enn suður og gerist þá prestur i Kirkjubæj- arsókn (Þykkvabæ) á Rangárvöllum, þar sem hann var upp frá þvi þjónandi prestur til dánardægurs, þann 24. marz s.l. Séra Magnús fór hálfnauðugur héö- an haustið 1962. Hann hafði hnýtt sér- stök ræktar- og tryggðarbönd við sveitina og fólkið sem hana byggði. Það sýndi hann og sannaði á margvis- legan hátt og af þeim rótum var það runnið, er hann kom hingað aftur i hiö seinna sinn. Hér hefði hann kosið að vera og fórna starfskröftum sinum fyrir þessa afskekktu og afræktu byggð og sóknarbörn hennar. Hér eins og annars staðar laðaði hann börn og unglinga að sér fræddi þau og upplýsti um það leiðarljós, sem hverjum einum verður drýgst til velfarnaðar á lifsins leið. Persónulegar ástæður og heilsu- brestur áttu sinn þátt i, að hann sá sér ekki fært að þjóna okkur lengur en hann gerði. Sársaukalaust var það honum ekki, að fara héðan. Embætti sinu þjónaði hann af sérstakri árvekni og samvizkusemi og sparaði hvorki tima eða fyrirhöfn i þvi sambandi. Ahugi hans fyrir velferð sóknarbarna sinna og trúmennska i starfi var ein stök. Hann tók ekki á heilum sér, ef messa féll niður hjá honum eða fá- menni var við messu. En yfirleitt var kirkja vel sótt hjá honum og betur en hjá ýmsum stéttarbræðrum hans, þar sem kirkjusókn er auðveldari. Gleði hans var lika mikil þegar kirkja var vel sótt til hans. Héðan flutti hann hryggur og með trega. Þótt séra Magnús væri fluttur var hugur hans þó bundinn við okkur. Það sýndi hann og sannaði i öllum grein- um. Hann sendi gjafir heim á fjölmörg heimili til ungra og fullorðinna. Arnes- kirkju færði hann góðar gjafir. Hingað norður kom hann árlega tilguðsþjón- ustuhalds. Svo snemma var hann á ferð sem vegir og færð fyrst leyfðu. Þó vissu allir, að honum voru orðnar langferðir erfiðar og ekki með öllu hættulausar fyrir hann, eftir að heilsa hans tók að bila, en s'likt setti hann ekki fyrir sig. í trausti leiðandi hönd guðs ók hann þessar langleiöir á sinum eigin bil til að rækja köllun sina og veita okkur þjónustu sina. Veit ég, að þær ferðir hafa verið honum öðrum þræði gleðigjafi, þvi að hreppsbúar fjölmenntu þá til kirkju að hlýða á hann. Sumarið eftir að séra Magnus fór héðan hið fyrra sinni fór hann i ferða- lag til útlanda, Meðan hann var i þeirri ferð sendi hann mörgum hér kort með kveðju sinni. Heimkominn úr þeirri ferð hélt hann hingað norður á Strand- ir að hitta sin fyrri sóknarbörn og messa yfir þeim. Þá kom hann að máli við mig og sagði: „Nú ætla ég að segja þér leyndarmál Guðmundur minn. Allt frá þvi ég fór frá ykkur i fyrra og eins meðan ég var á ferð minni i útlöndum i sumar, tók ég upp þessa litlu bók, að morgni hvers dags (það var litil vasa- bók frá Kaupfélagi Strandamanna með litlu Islandskorti). Ég hefi merkt við i henni, á kortinu, við hvert byggt 16 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.