Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 20

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 20
60 ára: Halldór Þorsteinsson verzlunarmaður i Kunnugum þótti undarlegt, að þessi ungi maöur skyidi taka upp á þvi sunnudaginn 23. júli s.l. aö halda upp á sextugsafmæli sitt, en þaö gerði hann meö kurt og pi að heimili sinu Ásbraut 3 i Kópavogi. Þangaö komu margir i'rændur hans og vinir til að votta hon- um holiustu sina og vináttu. Verður þvi aö trúa þvi, sem sagt er, aö hann sé tæddur i Stöðvarfirði 23. júli 1912. Hitt verður ekki véfengt. að Halldór er son- ur merkishjónanna. Guðriðar Gutt- ormsdóttur prests i Stöð i Stöðvarfirði Vigfússonar og Þorsteins Þorsteins- sonar frá Viðboröi á Mýrum, kaup- manns á Stöðvarfirði og siðar bónda á Óseyri. Börn þeirra hjóna voru sjö — tápmikil og félagslynd — meðal þeirra er Skúli Þorsteinsson kennari, sem löngu er þjóðkunnur fyrir félagsmála- störf sin. Þorsteinn er látinn fyrir 30 árum en Guðriður er enn á lifi, nær ni- ra>ð að aldri. II Um æsku Halldórs kann ég litið. Ég býst við þvi, að hún hafi verið svipuð og hjá öðrum jafnöldrum hans á þeirri tið. Stutt skólaganga. Mikil vinna. Bóklestur i tómstundum. Þegar Hall- dór er 18 ára leggur hann i viking. Haustkvöld eitt um veturnætur 1930 skýtur honum upp að Hvitárbakka i Borgarfirði. Þar skyldi hefja skóla- hald i siðasta sinn. Næsta vetur byrjar svo Reykholtsskóli. Þar er Halldór einnig við nám. En örlagarikasti þátt- ur vikingaferðarinnar er eftir. Hann nam á brott með ser eina glæsilegustu heimasætuna i Borgarfirði á þeim ár- um — Ruth Guðmundsdóttur. bónda á Helgavatni i Þverárhlið Sigurðssonar. Þau gengu i hjónaband 5. okt. 1935. Hún hefur siðan staðið sem engiil við hliöina á Halldóri i öllu veraldar- vafstri hans. Blið og broshýr hefur hún búið Halldóri fagurt og listrænt heim- ili, en jafnframt hefur hún á köflum þurft að takast á við illvigan sjúkdóm, en jafnan borið sigur úr býtum i þeim hildarleik eftir hetjulega baráttu. Syn- ir þeirra eru tveir, báðir búsettir i Reykjavik. Sigurður teiknari og Birgir starfsmaður hjá Atvinnudeild Háskóla tslands. III Halldór hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana. Fyrstu 5 árin eftir að hann lauk námi i Reykholti gerðist hann barnakennari i Stöðvarfirði, Vestur-Húnavatnssýslu og i Borgar- firði. Stuttan tima á hverjum stað. Haustið 1937 fer hann til Akraness og tekur að læra vélvirkjun hjá Þorgeiri Jósefssyni og lýkur námi i Iðnskóla Akraness vorið 1940. Hann vann siðan hjá Þorgeir & Ellert h/f. þar til hann flutti til Kópavogs 1962 og gerð.ist verzlunarmaður hjá Kristni Guðna- syni á Klapparstignum i Reykjavik. Þau 25 ár sem hann átti heima á Akra- nesi vann hann alltaf hjá sama fyrir- tækinu, fyrst sem vélvirki og siðari ár- in sem afgreiðslumaður á lager. Þetta segir sina sögu. Slikur er ramminn um ævi Halldórs Þorsteinssonar til sextugsaldurs. Hann einn segir litið, ef gera ætti manninum sjálfum nokkur skil, svo ljóst megi verða. hver hann er. Brauð- stritið nægir honum ekki. Hann er ann- að og meira en venjulegur vélvirki eða afgreiðslumaður. sem þarf að kunna skil á algengustu varahlutum i þær fjölda bifreiða, sem nú æða um vegi landsins. Skal ég þvi leitast við að gefa nokkra lýsingu á manninum sjálfum. áhugamálum hans og félagsmálaaf- skiptum. IV Halldór hefur fengið félagsmála- áhugann i vöggugjöf. Kjörorð ung- mennafélaganna — Islandi allt — átti huga hans. Island frjálst og það sem fyrst. var sungið af hrifningu á fyrstu tugum aldarinnar, og i þeim kór var Halldór góður liðsmaður. Hann var mannvinur og hjálparhella þeirra, sem stóðu að einhverju leyti höllum fæti i lifsbaráttunni. Hann vildi láta frelsi, jafnrétti og bræðralag rikja i samskipt. manna. Skipta arðinum af vinnunni réttlátlega niöur til þeirra. sem vinna höröum höndum langan vinnudag. en ekki láta hann safnast á fárra manna hendur. Þessir menn voruá þeim árum kallaðir ..róttækir.” Upp úr 1930 töldu þeir ..roöann i austri”. það sem koma skyldi. Hann væri allra meina bót. Sú fullkomna þjóðfélagsmynd. sem keppa bæri að. Ungu skáldin. eins og Jóhannes úr Kötlum o.fl. ortu mikil hrifningaljóð um þetta framtiðarriki. þar sem rétt- lætiðog frelsið sátú i öndvegi. Arin liðu og áratugir frá 1930. Roðinn i austri reyndist blekking. Bak við hann var einveldi grátt fyrir járnum. Þar fannst ekki frelsi,réttlæti og bræðralag. 011 litlu nágrannarikin — sem áttu sér langa sögu og mikla menningu — voru kúguð til hlýðni með vopnavaldi og geta sig ekki hreyft. Enn i dag berast þaðan fréttir um réttarhöld og ofsókn- ir gegn frjálsri hugsun. Hvergi eru dýrmætustu mannréttindi minna met- in. Mynd hinna róttæku manna eftir 1930 hefur þvi tekið miklum breyting- um og margir lært af reynslunni. Þvi þegar til á að taka er það manneðlið, sem heldur velli. en ekki hyllingar i óra fjarlægð. Ég efast ekki um, að Halldór hefur hér. eins og svo margir jafnaldrar hans, lært af reynslunni. Hann hefur sloppið ósár frá trú sinni. Hann var i eöli sinu mannvinur og um- bótasinni. en ekki byltingamaður. Hann er aðdáandi fagurra bókmennta og stórbrotinnar náttúru og teigar hvort tveggja i sig af hjartanslyst. Þannig heldur hann sig andlega fersk- um og kannske er þetta skýringin á þvi, að vinir hans trúa þvi vart. aö hann sé nú orðinn sextugur. V Leiðir okkar Halldórs lágu saman á Akranesi 1954. Hann var ekki beint i forustuliði sósialista. en hafði unnið mikið fyrir flokk þeirra af einskærri fórnfýsi og skipaði ymsar þýðingar- miklar trúnaðarstöður á þeirra veg- um. Fann ég strax að þar fór enginn veifiskati. Hann var fastur fyrir. traustur og drengilegur. en gat stund- um verið nokkuð sérlundaður. Kannske var það skýringin á þvi. að hann var ekki i fremstu viglinu flokks- ins á Akranesi um þær mundir. Tvö trúnaðarstörf vil ég nefna frá þeim tima. sem hann gat sér mikinn orðstir fyrir á Akranesi. Hann átti sæti i fræðsluráði kaupstaðarins og var þar mjög virkur. Hann sætti sig ekki við annað en að hinir hæfustu kennarar og 20 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.