Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 4
ásamt önnu, dóttur þeirra hjóna, sem
að framan er getið. Viku siðar
eignaðist Jónina dóttur, sem skirð
var Sigriður Sölvina, eftir hinum látnu
ættingjum, en Jónina naut frábærrar
umhyggju Guðrúnar Sigurðardóttur
frá Sleitustöðum næsta bæ fyrir utan
Smiðsgerði, enda dvaldi hún þar fram
á vor. Hún fór svo om sumarið með
börnin að Skriðulandi i Kolbeinsdal, en
um haustið flutti hún i Hofsós, þar sem
heiðursmaðurinn Tómas heitinn
Jónasson, kaupfelagsstjóri hjálpaði
enni að eignast litið hús. Bjó hún þar
með börn sin fram á árið 1928, enda
hafði hún selt bústofn sinn og jörðina,
sem eftir hefur verið i eyði, en nytjuð
frá Smiðsgerði. Mun engum háfa þótt
ráðlagt að byggja bæinn upp neins
staðar i grennd við tún né fjárhúsin
sem sloppið höfðu undan snjóflóðinu,
er klofnaði rétt ofan við húsin.
Undraðist fólkið æðruleysi og stað-
festu Jóninu sálugu. Frá Hofsósi
fluttist Jónina með börn sin til Her-
manns Sveinssonar i Stafhóli i
Deildardal, en Hermann var sonur
önnu Simonardóttur. er lengst var
ráðskona Jóns heitins Hafliðasonar.
Jónina tók við búsforráðum og
hjúkraði önnu heitinni, sem þá var
orðin hrörnuð og litt sjálfbjarga.
Bundust þau Hermann og Jónina
tryggðarböndum ævilangt og fluttu
þau skömmu siðar að Mikla-Hóli i Við-
vikursveit. þar sem þau bjuggu fram
til 1966, er þau brugðu búskap og fluttu
til Reykjavikur að Urðarhóli við
Suðurgötu hér i borg. Bjuggu þau þar
til dauðadags. en Hermann heitinn lézt
árið 1968. Hann var völundarsmiður.
bæði á járn og tré og lék hvert verk i
höndum hans, enda var hann kennari i
smiði við Bændaskólann á Hólum i
Hjaltadal. jafnframt búskap sinum á
Mikla-Hóli i allmörg ár. Báðar dætur
Jóninu af fyrra hjónabandi ólust upp
á Milla-Hóli og gekk Hermann þeim
i föður stað, og er yngri dóttirin.
Sigriður Sölvina gift hér i Rvik
Hermann heitinn var hjálparhella
fjölda heimila og bænda i miklum
hluta Austur-Skagaf jarðar. og
dvaldist þvi oft að heiman án þess
stundum. að fá verðug verkalaun,
enda frábær greiðamaður og reyndist
Jóninu sálugu tryggur lifsförunautur i
bliðu og striðu.
Þeim Jóninu og Hermanni varð sex
barna auðið er á legg komust, en hið
elzta þeirra er Sigurlaug Anna. gift
Hjalta Kristjánssyni Hjaltastöðum,
Köldukinn, hið næstelzta þeirra. Jón.
dó aðeins 17 ára, en þriðja barn þeirra
Heiðrún Disa bjó alla tið heima hjá
þeim, ásamt tveim börnum sinum.
Stundaði hún fyrst föður sinn og siðar
4
Guðmundur Maríasson
kveðja frá Unni Braga og börnum
F 24/3, 1935
D. 17/4, 1972
Haf við klettinn hörpu sina slær
nú hrönnin grætur sem að hló i gær
harmaljóðin þylur ránar raust
rómi þungum i sorg svo hömlulaust
vætir söltum tárum sand og stein
sölnað þang, feiskinn bát og hlein.
Það harmar svein einn, sem hér ljúfur
lék
á ljósum morgni sér við skel og sprek
i æsku dreymdi út við ægisströnd
ótalburðu og hillinganna lönd
Vaxinn upp á fleygi hann fékk sér far
þar fram á hinztu stund hans starfsvið
var.
Og einnig okkar sorgin sára sker
við söknum hans, sem burtu horfinn er
við biðjum guð, sem öllu lánar lif
likna honum, vera hans skjól og hlif
að bjartri strönd hann bera lífs um höf
með blessun og kærleik signa hans
votu gröf.
(höf. Sigurunn Konráðsdóttir)
móður sina i veikindum þeirra, enda
voru þau bæði tvö dótturbörnum
sinum sem bestu foreldrar. Fjórða
barn þeirra. Sigrún, er gift Sigurjóni
Magnússyni. trésmið. hér i borg og
fimmta barn þeirra, Hallfriður er gift
og búsett hér. Sjötta barnið. Björn
Pálmi er brunavörður og býr i
Kópavogi.
Jónfna sáluga var samhent manni
sinum. Hermanni og voru það æði
margir. sem nutu liðveizlu þeirra og
gestrisni á 36 ára búskapartið þeirra á
Mikla-Hóli. Mun þó oft hafa verið veitt
um efni fram. enda máttu þau ekkert
aumt sjá. hvort sem i hlut áttu menn
eða málleysingjar.
Svo vildi til, að fyrsti bærinn. sem ég
fékk að koma á einn mins liðs. sem
barn, var Sviðningur. og er mér það
einna m innisstæðast frá æsku
minni .Þótt mestur hluti húsa þar væri
i gömlum stil, bar þar allt með sér
slikan myndarskap. snyrtimennsku og
reisn, að trauðla sá ég myndarlegra
heimili i æsku minni. unz ég á mennta-
skólaárum minum átti leið um
Svarfaðardal og gisti þar á 3 bæjum.
þ.a.m. Urðum og Tjörn þar sem faðir
núverandi forseta bjó þá. en Ármann
Sigurðsson. bjó þá á Urðum. Eftir að
hafa þegið góðgerðir og verið sýndur
bærinn af Sviðningi. en ég mun hafa
verið sendur einhverra smáerinda til
Sölva heitins. beið min hinn bóndinn.
Anton Gunnlaugsson. er var leiguliði
og bjó i framhýsi skála, ásamt konu
sinni Sigurjónu Bjarnadóttur frá
ÞUfum, með stóran barnahóp. Bauð
hann mér inn til sin og var eigi
um annað að tala en ég þægi þar einnig
góögjöröir. þótt ég ætti þar eigi erindi
Hefur mér ætið siðan verið þessi fagri
haustdagur. hreinleiki sá og einlægna
gestrisni, sem einkenndi fólkið. og
bæinn að Sviðningi afar minnisstæður.
en þetta var haustið 1924 er ég var 6
ára.
Er ég nú. 48 árum siðar hinn 26. mái
s.l. var staddur við jarðarför Jóninu
sálugu, fann ég til þess. átakanlega að
nú hafa orðið kynslóðaskipti og alda-
hvörf i islenzku þjóðfélagi og jafn-
framt að horfin er af sjónarsviðinu ein
merkasta og lifsreyndasta kona, sem
búið hefur i Kolbeinsdal á þessari öld.
islendingaþættir