Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 10
Elínborg Sigurðardóttir Llorens
K. (>. S. I!)4:i.
I). II. 7. 1!)72.
Kveöja frá
mágkonum
Elsku Ella. Nú verðum við að trúa
þvi. að þú sért horfin frá okkurþótt erf-
itt sé. i tiu vikur ert þú búin að berjast
við erfiðan sjúkdóm. sem svo margan
hefur bugað og sigrað þig að lokum
Við komum allar i þina fjölskyldu úr
öðrum byggðarlögum og okkur verður
alltaf i fersku minni. hve gott var að
koma á heimili þitt þar sem þér féll
aldrei verk úr hendi til að fegra og
ljósmóðir, Akranesi
prýða heimili þitt. þins elskulega
manns og litlu dóttur. Orðheldni þinni
og samvizkusemi munum við aldrei
gleyma. Þú tókst á móti börnum okkar
og samgladdist okkur og varst ávallt
minnug á að gleðja okkur öll. þegar til-
efni gafst. Við og börnin okkar kveðj-
um þig með hjartans þökk og vitum,
að þú ert ekki dáin. heldur kölluð til
meiri starfa Guðs um geim.
Kæra Ella, við vitum að þú ert þakk-
lát manni þinum og foreldrum þinum
fyrir liðnar samverustundir og þá ekki
sizt móður þinni. sem veitti þér styrk
og glæddi trú þina á Guð þessar erfiðu
vikur.
Elsku Quique og Carmen litla, megi
góður Guö blessa ykkur og styrkja nú
þegar þið hafið misst svo mikið.
Ríkharður Pálsson
bæjarverkstjóri Húsavík
Hinn 25. júni s.l. andaðist á
Sjúkrahúsinu í Húsavik, Rikharður
Pálsson bæjarverkstjórþaðeins 52 ára
að aldri. Banamein hans var hjarta- og
æðasjúkdómur.
Rikharður var fæddur i Húsavik 12.
júni 1920 sonur hjónanna Guðnýjar
Friðbjarnardóttur og Páls Jónssonar
smiðs. Alls voru þau systkinin 6, en 3
komust til fullorðinsára, Kári, sem
kvæntur er Laufeyju Vigfúsdóttur og
býr á Húsavik og Rebekka, sem gift er
Þorgeiri Kristjánssyni, verkstjóra i
Húsavik.
Munu þau Guðný og Páll hafa þótt
vænleikafólk, hjálpsöm og traust, og
hafa þeir eiginleikar gengið til barn-
anna.
Rikharður ólst upp við venjuleg kjör
og vandist snemma vinnu. Hann varð
skjótt bæði ötull og veklaginn og skorti
hann ei verkefni eftir að hann komst til
þroska. Rikharður stundaði múrverk
um margra ára skeið án þess þó að
hann yrði sér úti um iðnréttindi i þeirri
grein. Einnig rak hann um skeið röra-
steypu i félagi við annan. Arið 1962
gerðist hann starfsmaður Húsavikur-
kaupstaðar og frá haustinu 1966 til
dauðadags gegndi hann starfi bæjar-
verkstjóra.
Árið 1950 kvæntist Rikharður Elinu
Sveinsdóttur og eignuðust þau 4 börn
saman Guðnýju f. 4.7.1950, Pál
f.20.4.1954, Svein f.11.1.1960 og Rikharð
f.24.9.1961. Rikharður gekk einnig i
föðurstað dóttur Elinar. Svanhildi
Þorleifsdóttur f.17.3.1948 , þannig að
alls voru börnin 5. sem hjónin áttu og
ólu upp. Rikharður og Elin voru ákaf-
lega samrýmd og sambúð þeirra ham-
ingjusöm. Faðir Rikharðs og tengda-
faðir dvöldust báðir á heimili þeirra
siðustu æviárin.
Ég kynntist Rikharði fyrst haustið
1966. Fyrir lá að ráða nýjan bæjar-
verkstjóra. Af þeim starfsmönnum,
sem fyrir voru hjá tæknideild bæjarins
þótti Rikharður sjálfkjörinn, en þær
raddir efasemda heyrðust þó, að með
þvi að ráða Rikharð sem verkstjóra
misstum við duglegasta manninn úr
verkunum sjálfum. Það kom i minn
hlut að ganga frá ráðningu Rikharðs
til hins nýja starfa og minnist ég þess.
að ég sagði honum að innifalið i
starfinu væri embætti höfuðsyndasels
bæjarins. embætti. sem kennt yrði um
allt. sem aflaga færi i b'æjar-
rekstrinum. hvort sem hann ætti þar
nokkra sök eða enga. Rikharður tók
þessu ljúfmannlega sem öðru.
Rikharður brást ekki þvi trausti.
sem honum var sýnt með ráðningunni.
Hann var vakinn og sofinn yfir þeim
skyldum. sem starfinu eru samfara og
hirti eigi ávallt um að tiunda fyrirhöfn
sina fram til endurgjalds. Rikharður
aflaði sér nýrrar verkkunnáttu með
þvi að sækja námskeið Iðnaðarmála-
stofnunar íslands fyrir verkstjóra
sveitarfélaganna og bætti henni við þá
islendingaþættir
10