Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 14

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 14
Jóna Dósótheusardóttir F. 25/3 1879. D. 5/3 1972. Það var fyrir 60 árum, að sá er þetta ritar, sá i fyrsta sinn konu þá, er hér verður minnzt. Konan er frú Jóna Dósótheusardóttir, húsfrú á Keldu i Mjóafirði i Reykjarfjarðarhreppi i N- Is. Hún vakti strax athygli mina fyrir gáfulegt svipmót og prúða framkomu. Einhvern ávæning hafði ég heyrt af þvi, að þessi kona ætti merkar og stór- ar ættir að baki. Ég fór þvi á stúfana og mér gafst að finna föðurætt hennar i Sýslumannaævum, sem er á þessa leið. Jón Magnússon (bróðir Arna Magnússonar) 1662-1738. Faðir: Séra Magnús var prestur á Kvennabrekku 1658, gerðist lögsagnari i Dalasýslu 1681. Hann var sonur séra Jóns á Kvennabrekku, Ormssonar i Fremri-Gufudal, Jóns- sonar prests i Gufudal Þorleifssonar i Þykkvaskógi. Móðir: Guðrún, dóttir séra Ketils i Hvammi i Hvammssveit 1638. Þá Jón var i skóla, átti hann barn með Katrinu Snorradóttur f.1683, hét snorri, var hálærður f. 1711. Heyrari við Hólaskóla i átta ár, siðan prófastur að Helgafelli. Séra Snorri átti Kristinu f. 1713 (d. 1752), dóttur séra Þorláks á Miklabæ Ólafssonar s. st. Jónssonar. Börn: a) Séra Gunnlaugur á Helga- felli 1755 d. hjá syni sinum á Kirkjubóli i Laugadal 1796 83 ára að aldri, vel lærður, átti Ingibjörgu dóttur séra Gisla á Kvennabrekku. Hún var orð- lögð fyrir lærdóm i ýmsum tungumál- um. Þeirra börn: aa) Séra Gisli varð fyrst kapelán hjá föður sinum. Fékk Kirkjuból i Laugadal 1783, kvæntist ekki, dó barnlaus. bb) ólöf, átti fyrst launbörn. Giftist Guðmundi á Þingvöllum. dd) Katrin, gáfu- og fróðleiksstúlka mikil. Atti tvö launbörn. Þeirra annað Dósótheus. Hún dó að þvi þriðja. Faðir Dósótheusar, launsonar Katrinar var Helgi Hafliðason, Guð- mundssonar af ætt Stefáns sterka i Lág. Dósótheus bjó á Fremri-Bakka i Laugadal, dó i Gervidal 1851 84 ára. Hans sonur Timótheus i Gervidal 1851 84 ára.Hans sonur Tímótheus i Gervi- dal. Átti Þórunni Hákonardóttur. Þeirra börn: b) Dósótheus, Bene- dikt, Málfriður, Steinunn, Vigfús. Þá er komið að Jónu Dósótheusar- dóttur i Sveinhúsum i Reykjarfjarðar- hreppi. Foreldrar hennar voru Jónina Jóhannesdóttir og Dósótheus Timó- theusson i Gervidal i Nauteyrar- hreppi. Til Skálavikur í Mjóafirði, Reykjarfjarðarhreppi flyzt Jóna 1908, er hún opinberar trúlofun sina með Halldóri Gunnarssyni hreppstjóra i Reykjarfjarðarhreppi, en að Keldu i Mjóafirði flyzt hún með unnusta sinum Halldóri 1912. Þar er hún húsmóðir i 26 ár til ársins 1938 eða þar til Halldór Gunnarsson deyr. Flyzt þá til Reykjarfjarðar og dvelur þar þangað til hún fer á Sjúkrahús tsafjarðar og deyr þar 5. 3. 1972. Hún var svo jarð- setti Vatnsfirði 14. dag marzmánaöar 1972. Jóna hafði náð nær 93 ára aldri er nún lezt. Jóna heitin var friðleikskona, með - ljósblá gáfuleg tindrandi augu, bros- • hýrt andlit, sem blasti við manni, er fundi manns bar saman við hana, og ef skáldskap bar á góma i hennar áheyrn (einkum þó bundið mál) kom enginn að tómum kofanum hjá Jónu heitinni, enda sjálf prýðilega hagmælt, og vis- urnar hennar Jónu voru alltaf svo fall- egar. Jóna heitin hafði ung gengiö I Kvennaskólann i Reykjavik, fékkst viö barnakennslu um skeið i heimasveit sinni, áður en hún heitbatzt Halldóri hreppstjóra i Skálavik. Jóna haföi svo fallega rithönd, að allir dáðust aö, er sáu. Yfirhöfuð var Jóna heitin skarp- gáfuð kona, sem átti ekki marga sina lika i þeim efnum. Það var ævintýri likast að koma að Keldu á þeim árum, er þau Jóna og Halldór réðu húsum þar. Maður gat gleymt timanum alveg og hlustað hug- fanginn á ljóðalestur húsmóðurinnar og orgelspil húsbóndans og léttu kimnisögurnar, sem hann sagði svo fallega frá. Það er ekki hægt að ljúka svo þess- um brotabrotum um Jónu sálugu Dósótheusardóttur, að Halldórs bónda hennar sé ekki minnzt að einhverju meira en gert hefir verið hér að fram- an. Halldór var fæddur 27. 6é 1868 aö Skálavik i Mjóafirði, en dáinn 10. 4. 1938 að Keldu, sonur Gunnars Halldórs sonar, óðalsbónda i Skálavik i Mjóa- firði I Reykjarfjarðarhreppi (f. 8.10 1837, d. 12. 7. 1894). Annar þingmaður Isfirðinga 1886-1891, var mikill bóndi og héraðshöfðingi, albróðir Jóns Halldórssonar óðalsbónda á Laugabóli i Isafiröi (d. 1910). Halldór stundaði ungur nám i Flensborgarskolanum i Hafnarfirði, enda mað- ur vel aö sér i bókmenntum Hann las t.d. Noröurlandamálin öll hiklaust og átti þó nokkurt bókasafn af dönskum bókum. Halldór var hrepp- stjóri Reykjarfjaröarhrepps um 40 ára skeið. Hann skrifaði fallega rithönd og var mjög skyldurækinn i starfi. Við, sem þekktum Jónu, þekktum hana að öllu góðu. Hún hafði mjög hlýja framkomu, var tillögugóð og lagði gott orð til allra mála, gestrisin, greiðasöm og framúrskarandi gjaf- mild. Unglingarnir, sem ólust upp i Skála- vik á timum þeim, sem Jóna var hús- móðir á Keldu, lofuðu hana og prisuðu fyrir svo margt gott, sem hún veitti þeim, þegar þau voru að koma að Keldu i smalamennsku og sendiferð- um. Þau voru öll sammála um það, að Jóna á Keldu hefði verið góð kona. Og við, sem þekktum Jónu, kveðjum hana nú með kæru þakklæti fyrir allt þaö góða, sem hún veitti manni i orði og verki, og minnumst hennar, þegar við heyrum góörar konu getið. Hávarður Friðriksson. 14 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.