Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 3

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 3
Jónína Guðbjörg Jónsdóttir frá Sviðningi, Kolbeinsdal Hinn 26. maí s.l. var borin til hinztu hvildar i Fossvogskirkjugarði frú Jónina Guðbjörg Jónsdóttir, frá Sviðningi, Kolbeinsdal, Skagafirði, en hún lézt á sjúkrahúsi hinn 16. maí s.l. eftir þungbær veikindi. Hún var einka- dóttir Jóns heitins Hafliðasonar bónda á Sviðningi, Kolbeinsdal, sem fæddur var 4.des. 1874, að Saurbæ i sama dal — næsti bær framar i dalnum — en Haf- iiðiheitinn, faðir Jóns hafði lengibúið góðu búi að Sviðningi og siðari bú- skaparár sin með Jóni syni sinum ásamt ráðskonum, en Marin móðir þeirra bræðra Jóns heitins og Björns i Saurbæ, dó, er Jón var ungur að árum. Voru jafnan ráðskonur hjá þeim feðgum eftir það, en Jón heitinn Haf- liðason hélt uppi búi föður sins, Haf- liða, er faðir hans tók að eldast. Jóni varð eigi langra lifdaga auðið, hann lezt 28. febrúar 1921 á heimili sinu. Ráðskona Jóns heitins var lengst af Anna Simonardóttir, frá Bjarna- stöðum i Unadal, Skagafirði. Þeir feðgar. Jón og Hafliði voru jafnan vel efnum búnir og lánaði Jón heitinn peninga mörgum bágstöddum er eigi fengu úttekt eða nauðsynjar i verzlunum og það ýmist gegn engum eða vægum voxtum. Voru þeir feðgar oft hjálparhellur og bjargvættir hinna umkomulausu, snauðu þess tima i austanverðum Skagafirði, enda voru þeir feðgar drengir góðir og vel metnir, þótt búskapur þeirra væri fremur á eldri visu. Jón heitinn faðii Jóninu, var vel gefinn og átti aldrei óvildarmenn, og mun það hafa verið sjaídgæft meö peningamenn þess tima enda lét hann aldrei ganga að mönnum, þótt seint gengi á stundum með greiðslur. Jónina Guðbjörg eins og hún hét fullu nafni, fæddist 16. april 1897 i Sviðningi sem i Þórðar sögu Hreðu eru nefndir Sviðgrimsstaðir^ og dvaldist hjá móður sinní og föðuFlyrstu 2 ár ævinnar.en móðir hennar var Guðrún Guðmundsdóttir, sem þá var ráðskona þeirra feðga á Sviðningi. Að þessum tima liðnum, hvarf móðir Jóninu sálugu af heimilinu og fluttist til Eyja- fjarðar, en Jóninu var komið i fóstur til sæmdarhjónanna Pálma Simonar- sonar og önnu Friðriksdóttur, er ætið bjuggu rausnarbúi á Svaðastöðum i Hofstaðasókn i Skagafirði. Gengu þau hjón henni i foreldrastað, og átti hún þar heimili unz hún giftist fyrri manni sinum, Sölva Kjartanssyni, Vilhjálms- sonar frá Þverá í Hrollleifsdal i Sléttu- hlið, Skagafirði og konu hans Sigriðar Soffiu er fædd var 1869 i Goðdölum i Vesturdal, Skagafirði. En foreldrar Sölva bjuggu siðar á Höfðaströnd i Skagafirði. Jónina heitin dvaldist nokkur misseri utan heimilis sins að Svaðastöðum,áður en hún giftist m.a. einn vetur hér i Reykjavik. Þau Jónina og Sölvi heitinn bjuggu fyrsta árið á Vatni á Höfðaströnd, en fluttu, að föður Jóninu látnum, að Sviðningi — föðurleifð hennar. Sölvi heitinn sem var mikill atorku og dugnaðarmaður, endurreisti strax hluta útihúsa af miklum myndarskap og endurbætti aðalbæinn, en þau hjón munu hafa flutt að Sviðningi vorið 1922. Bjuggu þau myndarlegu búi að Sviðningi, — unz hluti heimilisfólksins, — þ.á.m. Sölvi heitinn — fórst i einu mesta snjóflóði, sem um getur i Skagafiröi i manna minnum. Aðfara- nótt 24. des. 1925, upp úr miðnætti féll snjóflóð yfir bæjarhúsin og eyðilagði nýtt fjós og öll peningahús. leiguliða Sölva heitins.Antons Gunnlaugssonar, er bjó i framhýsi þvi, sem stóðst snjó- flóðið. En Sölvi heitinn, yngri dóttir og öldruð kona, Guðbjörg að nafni, dóu i þessu hræðilega slysi. Antoni tókst vegna óvenjulegs hugrekkis og at- gervis, aö bjarga annari aldraðri konu og eldri dóttur Sölva, og Jóninu, önnu, sem er gift Hjalta Haraldssyni oddvita Svarfdæla. Siðan, á 5. tima siðdegis á aðfangadag, tókst Antoni að komast út til föður mins á næsta bæ, Smiðsgerði en blindhrið hafði þá staðið linnulaust i marga daga og lausafönn i dalnum þá meiri, en áður hafði þekkzt,eða surns- staðar á 3ja metra ofan á nokkurt harðfenni, svo að litt var ratfært. Tókst Antoni heitnum að komast þetta á 2 báðstofufjölum þar sem bæði skiðin og stafir höfðu týnzt i snjó- flóðinu, — auk bústofns Antons. — Var þá sótt lið út i Oslandshlið. Undir mið- nætti aðfangadags, var byrjað að grafa upp rústir baðstofunnar þar sem Jónina var ein á lifi og undir morgun tókst mönnum sem voru milli 10-20 að ná henni lifandi og óslasaðri undan margra metra háu veggja og snjó- dyngjubraki, en faðir minn Guð- mundur Benjaminsson, sem einn var gagnkunnugur rúmaskipan i bað stofunni, gat leiðbeint og stjórnað upp- graftarliðinu, svo að — fyrir hreina mildi — var aldrei stigið yfir neitt rúmið. Aldraða konan hafði dáið strax, og yngri dóttir þeirra hjóna fljótlega, en Sölvi var látipn eftir hræðilegar kvalir og hetjudauða. Hann talaði við konu sina hinum megin i baðstofunni til hinztu stundar. Nafn hinnar látnu dóttur var Sigriður, en Hansina hét aldraða konan, sem Anton bjargaði islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.