Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Qupperneq 22

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Qupperneq 22
ára skeið var náinn samstarfs- maður Halldórs, stundum hon- um fast við hlið en aöra tima nokkuð fjær eftir atvikum, en aldrei þó lengra frá en svo,að i seilingar nálægð mætti teljast. Það er margs að minnast frá þessum samstarfstima, þótt það verði ekki rakið hér. 6g átti margar ánægjulegar stundir á heimili þeirra hjóna Rutar og Halldórs á þessum árum, ekki sizt á meðan svo til eini sam- komustaður okkar Sósialista á Akranesi var uppi á lofti á heimili þeirra að Sunnubraut 24. Halldór var hrókur alls fagn- aðar i félagsskap og ekki var húsmóðirin siðri, enda mun heimilislif hafa verið mjög til fyrirmyndar. 1 baráttu Halldórs utan heimilisins á vegum Sósialista stóö Rut ávallt stað- föst viö hliðmanns sins. Jafnvel er mér ekki grunlaust um, að á stundum hafi hún eggjað mann sinn með sömu orðum og Guðný frá Karlskála við Reyðarfjörð eggjaði bónda sinn, hinn kunna baráttumann Jóhannes Paturs- son, Kóngsbónda i Færeyjum, þegar hún sagði á harðri baráttustund: ,,Gefstu ekki upp Jóhannes”. Aðeins hefur Rut sagt Halldór en ekki Jóhanpes. Fyrir um það bil áratugi siðan lagði Halldór stjórnmálabarátt- una að mestu á hilluna og flutt- ist frá Akranesi, að Asbraut 5 i Kópavogi. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra hinna gömlu baráttufélaga á Akranesi, þegar ég þakka Halldóri fyrir störf hans þar i þágu sameiginlegs málstaðar. Frá sjálfum mér sendi ég Halldóri og Rut konu hans hamingjuóskir með von um að hann megi lengi lifa. Þorvaldur Steinason. Jón H. Þorbergsson Framhald af bls. 24 ur, sem bændur sáu, að þeir gætu margt gagnlegt af lært. Eftir heimkomuna 1909 hélt Jón til æskustöðvanna i Þingeyjarsýslu. Þar hitti hann Hallgrím bróður sinn, sem tjáði honum, að hann væri hættur að ferðast um á vetrum fycir Búnaðarfé- lag fslands vegna þess að i þvi starfi væri engin framtíð, enda litið fyrir það greitt, þótt tvimælalaust gætu slikar leiðbeiningaferðir orðið bændum til mikils gagns. Nú báru þeir bræður saman bækur sinar og komu sér sam- an um, að hverju bæri einkum að stefna i sauðfjárrækt landsmanna. Eldlegur áhugi Jóns, að verða þjóð sinni að gagni með þvi að efla bú- menningu og þá sérstaklega sauðfjár- ræktina, undirstöðuatvinnugrein þjóð- arinnar um aldaraðir, varð til þess, að hann reit stjórn Búnaðarfélags Islands bréf haustið 1909 og bauðst til að taka upp þráðinn, þar sem Hallgrimur bróöir hans hætti og ferðast um landið til hvatningar og leiðbeininga i sauð- fjárrækt o.fl.,er varðaði afkomu og bú- menningu bænda. Mun Jón hafa gert stjórnBúnaöarfélags Islands vel ljósar fyrirætlanir sinar og þeir hrifizt af hugsjónum hans, bjartsýni og fórnfýsi, þvi ekki var að búast við mikilli umb- un fyrir þessi störf. Lausréði nú stjorn Búnaðarfélagsins Jón til að ferðast um Austurland þennan vetur. En það var aðeins byrjunin. Þróunin varð sú, að Jón vann að þessum málum að haust- inu og á vetrum um 10 ára skeið á veg- um Búnaðarfélags Islands. Jón var þó alltaf lausráðinn til þessara starfa. Sauðfjárræktarráðunauturinn, Ingi- mundur Guðmundsson, lézt af slysför- um skömmu eftir að hann hóf störf hjá Búnaðarfélagi Islands. Hvildu þvi all- ar leiðbeiningar i sauðfjárrækt á Jóni á þessu timabili. Jón skipulagði ferðalög sin i samráði við stjórnir búnaðarsambandanna. A vetrum ferðaðist hann sveit úr sveit og kom við á þvi nær hverjum bæ. Hann skoðaði féð, hvar sem hann kom, ræddi við bóndann um nauðsyn kyn- bóta, rétts fjárvals til undaneldis, bætta fóðrun og fjárhirðingu o.fl. Ætið benti hann á kostamestu einstakling- ana i hjörðinni og hvaða einkenni væru mikilvægust til að dæma þá eftir. Að lokinni ferð á bæina i hverjum hreppi bauð Jón bændum jafnan til fundar, þar sem hann flutti sannkallaðar vakningarræður. Þá stóð hann betur að vigi, eftir að hafa kynnzt bændum, fjárstofni þeirra og búmenningu heima hjá þeim, að veita haldgóðar leiðbeiningar. Á fundum þessum ræddi Jón ekki einungis vandamál sauðfjár- ræktarinnar heldur einnig hvers konar önnur mál, er búskapinn varðaði, hvatti bændur til dáða á öllum sviðum, er mætti verða til að bæta afkomu bænda og búmenningu. Fundir þessir voru vel sóttir og ferðaðist Jón um land allt i þessum erindagerðum og fór tvisvar um flestar sveitir landsins, áð- ur en hann hætti þessum vetrarferð- um. Ekki fannst Jóni þó nóg að beita þessum aðferðum i leiðbeiningaþjón- ustunni. Hann taldi nauðsynlegt að koma á hrútasýningum i einstökum hreppum að haustinu, þar sem tæki- færi gæfist til að dæma hrúta allra bænda, sem sýndu, i gæðaflokka, og i þvi sambandi leiðbeina um fjárval og svara fyrirspurnum á stað, þar sem bændur væru samankomnir ásamt mörgum og misjöfnum hrútum. Hon- 22 um tókst að fá Búnaðarfélag íslands til að veita fjárstuðning til þessa sýninga haldsog fyrstu sveitasýningarnar hélt hann haustið 1911. Eftir það dæmdi hann á hrútasýningum á hverju hausti til 1919. Hafa þær orðið fastur þáttur i leiðbeiningaþjónustunni æ siðan, og var komið föstu, lögbundnu skipulagi á hrútasýningar með setningu búfjár- ræktarlaganna 1931. Arangur af störfum Jóns H. Þor- bergssonar i þágu sauðfjárræktarinn- ar á timabilinu 1909-1919 var ótrúlega mikill og langvarandi. Hann kom, sá og sigraði. Eldlegur áhugi hans.snjallt fjárauga, frábær dugnaður, samfara eljusemi, skarpar gáfurflugmælskaog snjöll framsaga, hvort heldur var i mæltu eða rituðu máli hreif unga sem gamla til umhugsunar og dáða. Hann var alls staöar aufúsugestur og flestir hlökkuðu til hrútasýninganna hjá Jóni eins og til ánægjulegustu hátiða. Hon- um fylgdi ætið fjör og kraftur, enda hefur ætið farið saman hjá honum bjartsýni og trú á sigur hins rétta. Mér er i barnsminni, hve faðir minn, sem var mikill fjárbóndi á sinum tima, dáði Jón H. Þorbergsson, hve oft hann ræddi við aðra bændur um skoðanir þær, sem Jón hafði haldið fram á hrútasýningum og i fjárskoðunarferð- um. Taldi faðir minn sig hafa haft meira gagn i búskap sinum af 'komu Jóns en nokkurs annars gests. Munu margir fleiri bændur hafa verið sömu skoðunar, þvi ella hefði áhugi bænda fýrir hrútasýningum og heimsóknum Jóns dvinað. Er ég var orðinn sauð- fjárræktarráðunautur tæpum tuttugu árum eftir að Jón hætti að dæma á hrútasýningum, hitti ég marga bænd- ur, sem enn fóru eftir leiðbeiningum Jóns H. Þorbergssonar i-vali fjár og töldu hann bera langt af öðrum i snilli að sjá út góðar kindur. Jón kenndi bændum að velja þolið, jafnvaxið, holdmikið fé, laust i skinni, með þel- mikla, þétta, vel hvita ull og gorm- hrokkið en ekki of langt tog. Hann taldi fé. sem væri gulleitt á haus og fótum jafnan þolnara og betra fé en glærhvitt og kollótt fé. Hið siðar nefnda taldi hann jafnan lingerðara og óþolnara að halda holdum. Hann taldi. að hvitt fé með smádröfnur i andliti og á fótum og dökkar granir og hvarma væri oft ágætt. Jón taldi breitt höfuð, stór skær augu og flenntar nasir á sterklegri og breiðri snoppu einkenni um hreysti og holdgæði. Fjöldi bænda tók mjög tillit til þessara leiðbeininga Jóns við fjár- val og mun féð hafa stórbatnað að gerð og holdafari vegna leiðbeininga hans. Einnig hafði hann mikil áhrif um bætta fóðrun og fjármennsku, þótt ekki kæmist nægur skriður á að fóðra fé til fullra afurða fyrr en tilbúni islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.