Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 24

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 24
Níræður: Jón H. Þorbergsson Laxamýri Jón Helgi Þorbergsson, bóndi á Laxamýri, er fæddur 31. júli, 1882 að Helgastöðum i Reykjadal, sonur hjón- anna Þorbergs Hallgrimssonar og Þóru Hálfdánardóttur, sem þá bjuggu á fjórða hluta Helgastaða. Foreldrar Jóns voru af ágætum, þingeyskum ættum, sem ekki verða raktar hér. Þau hjón eignuðust fjóra sonu og var Jón næstyngstur þeirra. Sá elzti dó barn að aldri, en-hinir þrir urðu lands- kunnir merkismenn, Hallgrimur bóndi og héraðshöfðingi á Halldórsstöðum i Laxárdal og Jónas, yngsti broðirinn, útvarpsstjóri. Jón óist upp fyrstu 10 æviárin i for- eldrahúsum með bræðrum sinum á fá- tæku en án efa frábæru menningar- heimili, fyrst á Helgastöðum og siðar á Höskuldsstöðum i sömu sveit. Jón missti móður sina, er hann var á 11. ári. Leystist þá heimilið upp og fór Jón til vandalausra vorið 1893. Hann var ráðinn sem matvinnungur að Glaum- bæjarseli i Reykdælahreppi, en þar bjuggu þá fátæk hjón, sem tveim árum siðar fluttust að Hömrum i Reykjadal. Hjá þessum hjónum vann Jón sam- fleytt i 12 ár. Frá blautu barnsbeini vandist Jón þvi allri vinnu eins og þá tiðkaðist i sveitum og varð oft að leggja hart að sér. Fjórtán ára að aldri varð hann að taka að sér alla vetrarhirðingu sauðfjár og hrossa á Hömrum. Fjárhirðingin lét Jóni vel, enda leiðbeindi faðir hans, sem var snilldar fjármaður og átti þá heima i nágrenni við Hamra, honum um ýmis- legt i sambandi við fjármennsku. Það jók sjálfstraust Jóns, er hann 16 ára gamall hlaut I. einkv.nn fyrir um- gengni og hirðingu sauðfjár. Þrátt fyrir kröpp kjör og mikla likamlega vinnu á bernsku- og ungl- ingsárum tókst Jóni af afla sér nokk- urrar menntunar. Móðir hans, sem var talin kona fjölhæf og fluggáfuð, mun hafa vakið fróðleiksþrá hjá son- um sinum þegar i frumbernsku, sem þeir bjuggu að alla ævi. Svo þakkar Jón húsmóður sinni, Sigurlaugu Jóns- dóttur, sem hann var hjá frá 10-22 ára aldurs og var kona vel að sér, hve hún hélt að honum lærdómi á vetrum, ef timi vannst til. Einnig fékk Jón að ganga að loknu dagsverki á kvöldin frá Hömrum að Einarsstöðum, og njóta þar fræðslu Haralds Sigurjónssonar bónda þar, sem oft hélt skóla fyrir börn og unglinga á vetrum. Jón langaði á Hólaskóla, en efna- hagur og aðstæður leyfðu það ekki. Vorið 1905 flytur Jón frá húsbændum sinum, sem hann hafði unnið hjá i 12 ár, og ræðst til Ingólfs Gislasonar, læknis á Breiðumýri, en læknirinn hafði þá hluta af þessu stórbýli til ábúðar. Þá átti Jón aðeins 7 kindur auk igangsklæða. Tvö sumur og einn vetur vann Jón hjá Ingólfi lækni, og það sem var meira um vert, læknirinn sagði honum til i reikningi, islenzku og dönsku. Sumarið 1906 tókst Jóni einnig að læra að tala norsku, með þvi að tala við norska simavinnumenn, er bjuggu i tjöldum við túnið á Breiðumýri. Er hér var komið þroskaferli Jóns, hafði hann einsett sér að verða stórbóndi, en stórhugur hans, útþrá og fróðleiks- þorsti kom i veg fyrir að hann færi þá þegar að draga saman til bús. Heldur seldi hann kindur sinar og hleypti heimdraganum haustið 1906. Hann sigldi þá til Noregs, að ráði Hallgrims bróður sins, sem hafði ráðið hann fjár- mann á fjárræktarbúi norska riksins að Hodne, en Hallgrimur hafði þá að undanförnu dvalið um skeið bæði i Noregi og Skotlandi. Jón dvaldi eitt ár á Hodne og vann að fjárgæzlu og öðrum bústörfum. Læröi hann þar margt til verka, sem hann kunni ekki áður, en auk þess notaði hann fristundir til að lesa fræðibækur um búskap. Haustið 1907 gekk Jón i lýðháskóla á Jaðrinum og stundaði þar nám i búfræðideild skólans. Næsta sumar vann Jón við ýmis landbúnað- arstörf á Jaðrinum. Þá þráði hann að fara i Landbúnaðarháskólann i Nor- egi, en ekki átti hann þess kost vegna fjárskorts. Þess i stað hélt hann haust- ið 1908 til Skotlands, þar sem hann var ráðinn til fjárhirðingar hjá bónda nokkrum á hálöndum Skotlands. Vann hann þar nokkra mánuði en réðst svo á stórbú, þar sem unnið var kappsam- lega að ræktun og kynbótum sauðfjár og nautgripa og margt af kynbóta- skepnum sélt árlega. Þar lærði hann bæði fjárval og dóma, sótti búfjáísýn- ingar og búfjármarkaði og lærði kyn- bótaaðferðir þær, sem gefizt höfðu bezt i Skotlandi. Einnig lærði hann skorzka sjármennsku og önnur hagnýt bústörf. Eins og áður las hann fræðirit þau um sauðfjárrækt, sem hann komst yfir i fristundum sinum. Jón H. Þorbergsson kom úr Skot- landsför sinni til Reykjavikur i lok ágúst 1909. Gekk hann þá á fund stjórnar Búnaðarfélags fslands og leitaði eftir þvi, hvort félagið vildi ráða sig til starfa. Fékk hann það svar, að ungur Húnvetningur, Ingimundur Guðmundsson frá Þorfinnsstöðum i Vesturhópi, er þá stundaði nám við Landbúnaðarháskólann i Kaup- mannahöfn væri ráðinn sauöfjárrækt arráðunautur hjá Búnaðarfélagi Is- lands, er hann kæmi frá námi. Væri þvi ekki um fast starf að ræða hjá fé- laginu til leiðbeininga um sauðfjár- rækt. Bað þó stjórn félagsins Jón að skrifa sér og lýsa á hvern hátt hann vildi starfa til eflingar landbúnaðin- um, þvi ef til vill myndi félagið veita honum einhvern styrk til leiðbeining- aferða um landið. Hallgrimur Þorbergsson, bróðir Jóns, hafði, eftir að hann kom úr utan- för til Noregs og Skotlands, feröazt um sumar sveitir landsins undanfarna vetur til leiðbeininga i sauðfjárrækt á vegum Búnaðarfélags Islands. Gerðu bændur góðan róm að þessum nýjung- um i leiðbeiningaþjónustu, enda var hér á ferð traustvekjandi áhugamað- Framhald á 22. siðu. 24 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.