Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Qupperneq 8

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Qupperneq 8
Valdimar Magnússon fæddist 7. júli 1925 aft Langabotni i Geirþjófsfiröi. Ekki kann ég að rekja ættir hans, en foreldrar hans.Hildur Bjarnadóttir og Magnús Kristjánsson, voru ættuö frá Patreksfirði og Itauöasandi. Munu fjölmargir ættingja þeirra eiga heima á sunnanveröum Vestfjörðum og vera vel metið. duglegt fólk. Betur þekki ég og aö öllu góöu þá ættingja sem i Heykjavik og nágrenni búa, en þeir eru margir. Koreldrar Valdimars voru siðustu búendur i Geirþjófsfirði og þar ólst Valdimar upp. á einum fegursta og sérkennilegasta staö tslands, sem er þó fremur fáum kunnur vegna þess, aö bilvegur liggur ekki um hann. Enda þótt botn Geirþjófsfjarðar sé fagur og friösæll, krefst búskapur þar erfiðis og atorku. Mun Valdimar sem er 8. i röð 11 systkina,snemma hafa tekið þátt i stiirfum við sjósókn og landbúnað og eigi látið sinn hlut eftir liggja. Mér er spurn, hvort krefjandi störf i fögru og stórbrotnu umhverfi. eiga ekki þátt i að móta þá skapgerð sem siðar reynist svo vel Valdimar lauk námi frá Héraös- skólanum að Núpi og siðar trésmiða- námi i Reykjavik,og vann lengst af sjálfstætt sem meistari að iðn sinni. Á 25 ára afmæli sinu 7. júli 1950, kvæntist Valdimar Bergþóru Gisla- dóttur frá Esjubergi á Kjalarnesi. Þau eignuðust þrjú börn. Hrafnhildi sem lauk nami fra Menntaskólanum i R.vik og er nu ritari á Elliheimilinu Grund, Ólaf sem er nemi i trésmiði og Reyni 9 ára sem enn er i foreldrahúsum. Enda þótt okkur vinum Valdi- mars og systkinum þyki sárt að hafa misst hann. vitum við vel, að mest hefur kona hans. börn og barnabörn misst. Eg vil að siðustu votta Bergþóru, börnum þeirra hjóna. tengdasyni og tengdadóttur samúö mina og biðja þeim allra heilla og blessunar um ókomin ár. Kristimi Björnsson Guðmundur Stefánsson frá Stóru-Seylu K. 25. júli 1915 1). 10. april 1972 Kveöja frá eiginkonu Rað rikir þögn og tregans strengir titra hve lómið virðist myrkt og kalt. En bak við rökkrið mildir geislar glitra þin göfga minning bætir allt. Hún verður mér þaö ljós. er ávallt lifir og Ijóma slær á mina braut. Þér fylgir helgur friður hafið yfir þin hefur verið læknuð þraut. Þér bar að höndum marga dapra daga og dimma og langai vökunótt. Hún verður eigi lýðum sögð þin saga hve sumra ævi liður hljótt. Þú gafst mér. vinur alla elsku þina og umhyggju. sc-m hvergi brást. Við saman litum sólargeisla skina og saman hlutum við að þjást. A hljóðri stund. ég krýp við hvilu þina og krans þér vildi færa að gjöf. og ástarþökk og bæn og blessun mina þér beri vorið yfir höf. t>vi vor fer að. sem vetrarsárin græðir og vekur yl og geislabros. Hað vermir hug og vonir nýjar glæðir og vefur jörð i rósaflos. Svo far þá. elsku vinur heill til heima, sem helgar vættir búa þér. Ég minning þina mun i hjarta geyma á meðan lifið veitist mér. J.ó. t Kveöja frá fjölskyldunni á Stóru-Seylu. Á kveðjustund við krjúpum við hvilubeöinn þinn og tómið veldur trega. svo tárin verma kinn. Við lútum Drottins dómi. en daprast hefur skin við kall frá klukknahljómi. sem kæran heimti vin. Þú varst hinn sanni vinur. þó væri ei brautin greið, og þú varst hetjan þögla. er þoldir stærstu neyð. Og okkur birtu barstu. og blómin uxu þar. sem ástúð þin fékk yljað og umhyggja þin var. Og börnin öll þig blessa þu barst þeim dýrstu gjöf sem græðir rós víð gotu og geisla slam á höf. Þau hugsa um horfna daga i heitri þakkargerö og lúta i þöglri lotning. er leggur þú i ferð. 1 fylgd með fögru vori. þú ferð um nýja slóð. og margar stiga myndir úr minninganna glóð. l'm dáð og drenglund þina er dýrust minning geymd. Þin verk þér vitni bera þau verða eigi gleymd. Og þökk af heilum huga. við helga viljum þér og vfir farinn feril vist fagra geisla ber. Þar fórstu i fáki hvitum og færðir marga gjöf. 1 ljósi frá þvi liðna þú leggur vfir höf. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.