Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Laugardagur 5. april 1975 —11. tbl. 8. árg. Nr. 202. TIMANS Skarphéðinn Gíslason Yagnsstöðum, Suðursveit f. 18.1. 1895 d. 18.12. 1974 Þegar samtiðarmenn hverfa og vin- ir deyja, slær dökkva á svið minning- anna I bili. Aldamótamennirnir sem voru hreyfiafl i mannlifinu á fyrstu tugum þessarar aldar, kveðja nú hver af öðrum og hverfa á braut, en eftir situr minning um viðburðarikan dag. Einn þessara aldamótamanna, Skarphéðinn Glslason á Vagnsstöðum I Suðursveit, hvarf af sjónarsviðinu i skammdegi þessa vetrar. Með honum er góður maður genginn, sem gott er að minnast. Skarphéðinn Gislason var fæddur að Vagnsstöðum i Suðursveit 18. janúar 1895 og kominn af þróttmiklum bænda- ættum I Skaftafellssýslum i báðar ætt- ir. Hafði föðurættin lengi búið á ætt- leifö sinni I Borgarhöfn og þar hafði móðurafinn, Skarphéðinn Pálsson einnig búið, en langafi Skarphéðins Gislasonar i móðurætt var Páll Jóns- son bóndi i Arnardrangi I Landbroti, þróttmikill kjarnakarl, sem vann sér það meðal annars til frægðar að eign- ast þrjár eiginkonur, með þeim 23 börn og einn launson að auki. Eru nú þessir niðjar Páls i Arnardrangi dreifðir viðs vega um tsland og nokkrir i öðrum heimsálfum og bera hvar vetna með sér manndómsmerki. Má þar m.a. nefna sonarsyni Páls, Ólaf lækni á Brekku i Fljótsdal og Jakob, fyrsta skólastjóra á Laugarvatni, svo og Lárus Pálsson leikara, Fðurættir Skarphéðins Gislasonar áttu margra kynslóða búsetu i Suðursveit og gengu jafnan með sigurorð af hólmi i baráttu við illt árferði þar. 1 þeirri hetjusögu voru ættfeður minir einnig virkir þátt- takendur og verður sú saga naumast nakin nema að geta beggja ættstofna þar að jöfnu. Þegar skáldið Stephan G. Stephans- son stendur við leiði islenzkrar stúlku, sem dáið hafði hetjudauða i járn- brautarslysi á sléttum Kanada, opnast honum innsýn i sögu feðra og mæðra, er hann kveður: ,,Það er sem holtin sjálf hleypi mann þrótt, þar hreystiraun einhver var drýgð. Og það er sem mold sú sé manni þó skyld sem mæðrum og feðrum er vigð”. Baráttusaga ættstofns okkar Skarp- héðins Gislasonar verður ekki rakin hér, en aðeins minnt á vorharðindin 1881, þegar sumarmálabylurinn nærri gjörfelldi bústofn bændanna, hafisinn lokaði veiðivökum og siglingum og ekki sá I auðan sjó til að afla lifsbjarg- ar, fyrr en i tólftu viku sumars. Þegar svo upp rofaði var þolinmæði margra þrotin og lagt frá landi i leit að betri heimkynnum. 1 upprofi þessa illa árferðis vorið 1884 stóðu ung hjón i Borgarhöfn, Gisli Sigurðsson og Halldóra Skarphéðins- dóttir á þeim merku timamótum i lifi sinu að stofna eigið heimili. Föðurleifð Halldóru, 7 l/2hundrað, auk einhverra meiri jarðarnytja féllu ungu hjónun- um I arf, en þröngbýlt var á heima- jörðinni og olnbogarými litt til um- svifa. Þetta vor, 1884, reistu þau Gisli og Halldóra sér nýbýli neðan þjóðvegar i landi Borgarhafnar og nefndu bæ sinn Vagnsstaði. Sagnir hermdu að þar hefði áður búið maður, samnefndur býlinu. Þegar grafið var byrir bæjar- húsunum, kom niður á gamlar veggja- hleðslur og fornar minjar um lif liðins tima. Þegar hefjast skyldi handa um byggingu bæjarhúsa á nýbýlinu, var svo naumt um timbur i Papósverzlun, að tæplega voru fáanleg borð I likkistu utan um þá, sem lögðu upp i hinztu för frá harðæri aldarinnar. En þá barst ungu hjónunum það happ i hendur, að góðefnistré, fimmtán álna langt og 2 fet á kant. rak á Borgarhafnarfjöru. Þetta tré keypti Gisli og galt fyrir það 15 krónur. Úr trénu var unninn borð- viður og bitar og úr þvi gerð baðstofa, sem að visu var smá i sniðum, en upp- fyllti þær kröfur, sem þá voru gerðar til Ibúðarhúsa. Valllendisbalinn um- hverfis húsið var smár i fyrstu, gaf af sér 7-8 hestburði af töðu. Bæði voru ungu hjónin gædd þrótti kynstofnsins, sem dugði til að byggja upp hlýlegt heimili og forðast landflótta. Bóndinn var hagleiks- og dugnaðarmaður, sem aflaði heimilinu lifsviðurværis með veiðiskap á sjó og landi og konan var virkur félagi I sköpunargleði nýs býlis. Landnámssaga foreldra Skarp- héðins Gislasonar mætti gjarnan veröa holl hugvekja fyrir þá kynslóð, sem byggir tsland i dag og vart sér fram úr velmegunarvandamálum sin- um. A Vagnsstöðum stóð vagga og griða- staður Skarphéðins Gislasonar og systkina hans. Þar varð vettvangur

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.