Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 7
óvirk. En þar sem hann var verklag- inn kunnáttumaður i þessari grein, kom hann ávallt heill úr hverri ferð, og má því með réttu segja, að á Skarp- héðni frænda minum hafi rætzt hið fornkveðna spakmæli, að „eigi verður feigum forðan, né ófeigum i hel kom- ið”, og hygg ég, að sumt af heimafólki á Vagnsstöðum hafi kannski hugsað eitthvað á þessa leið, eftir að hafa bor- ið í brjósti ótta og kviða, sem þvi hefur þó þótt ástæðulaust að bera á torg, á meðan frændi minn var i þessum ferð- um sinum. Skarphéðinn var góður málsvari náttúrulækningastofunnar, sem Jónas heitinn Kristjánsson innleiddi af slnum alkunna áhuga. Þar sem frændi minn hafði verið veill i maga um tima, án þess að fá veríilega bót með viðeig- andi lyfjum, sem voru notuð á þessu timabili, fannst honum ekki úr vegi að hagnýta sér kynni sin af þessari stefnu af " lestri bóka og timarita, er hann aflaði sér, og var umboðsmaður fyrir Suðursveit. Eftir dálitinn tima lét magaveiki frænda mins undan siga, þar sem hann fór i einu og öllu samkvæmt viður- kenndum nátturulækningaráðum. Og I þessu sambandi tók ég oft eftir þvi, þau skipti, er ég dvaldist á Vagns- stöðum, að þegar gesti bar að garði, hvort sem það voru kunningjar úr sveitinni eða lengra að komnir, þá lét Skarphéðinn ekki það tækifæri sér úr greipum ganga að bera I tal við viðkomandi gest eða gesti, ágæti náttúrlegrar fæðu fyrir heilbrigt lif, að loknu tali um daginn og veginn, eins og tiökast, þegar kunningjar hittast. Náttúrulækningafélagið átti um nokkurt árabil ötulan, góðan og hug- sjónarikan liðsmann, sem var trúr sannfæringu sinni á hið mikla jákvæða gildi stefnunnar. Vissulega voru margir þurfandi fyrir hana og vildu færa sér hana I nyt, og margir gera það I vaxandi mæli enn i dag. Frændi minn fékk verulega bót á magaveiki sinni eftir nokkurn tima við það eitt. að fara að neyta náttúrulækningafæðis. Skarphéðinn frændi minn hafði lengstum sérstakan áhuga á öllum skrifum, er til framfara horfði, þótt þær væru margar ólikar og mismunandi, svo óhætt er að fullyrða, að það hafi komið honum að fjöl- mörgum notum, enda þótt hann nyti ekki venulegrar undirstöðubarna- skólamenntunar, fremur en margt annað bamið, er óx úr grasi samtiða honum. Skarphéðinn frændi minn, var einn af þeim mörgu, sem þorðu að takast á við lifið, og fjölbreyttir hæfileikar og rik eðlisgreind hans, samfara rammislenskri skapfestu, hjálpuðu íslendingaþættir honum að settu marki, svo óhætt er að segja, að eftir að ungdómsárum hans lauk, hafi hann staðizt prófið i lifsins skóla með miklum ágætum, ætt sinni til sóma, svo og samferðamönnum hans til eftirbreytni, sem nýtur og góður þjóðfélagsþegn. Hann kunni að nýta eðlisgreind og hæfileika sina að fullu á fjölmörgum sviðum. Hann hlaut I vöggugjöf góðar gáfur og fjöl- breytta hæfileika. Enn I dag eru margir, sem standast prófið eða falla I skóla lifsins, eins og áður, og miðla öðrum á einhvern hátt meö einhverju tilviki, eins og frænda minum var lagið. Þrátt fyrir aukna menntunarmöguleika I skólum nútlmans, kemst maðurinn ekki hjá þvi að læra af lifinu sjálfu, I og með. Ég held að það breytist ekki, meðan lif er hér á jörð, þvi móðir náttúra er alltaf söm við sig i sinum hrika- eða einfaldleik, sem gerir öll börn sin mis- munandi þolgóð, til að geta staðizt það aö vera til. En maður veit, að það eitt getur verið erfitt sumum einstakl- ingum á stundum. Þessu var ekki þannig varið með Skarphéðin, þvi hann var gæddur ætt- riku þolgæði. Hann nautþess þvi oftast að vera til, meðan ekki var komið að aðdraganda þess að fara I feröina miklu, sem við öll förum einhvern tlma. Hann vildi að aðrir nytu þess aö vera til. Það er trúa mln, sömuleiðis, að hann vildi að sem flestir væru, sem hann, sdlarmegin I lifinu, þótt hann minntist aldrei á það við mig eöa aöra. Hann minntist aldri á það við mig eöa aöra, svo að ég muni. Þó kom það manni til hugar engu aö síður. Þrátt fyrir það, að hann hefði enga tilhneig- ingu til að hugsa þannig með sjálfum sér, sökum þess hvað hann var jákvæður gagnvart lifinu, eins og maður varð oft var við og kom stundum fram i orðum hans, æði og athöfn. Sigriður Þórarinsdóttir, fyrrum hús- freyja á Vagnsstöðum, andaðist þar árið 1969, en hún var kona Gunnars, bróður Skarphéðins heitins frænda mlns. Anna Skarphéðinsdóttir dó á Vagnsstöðum fyrir nokkrum árum, en hún hafði átt þar heima I fjöldamörg ár, svo aö nú hafa verið höggvin vand- fyllt skörð I fjölskylduhópinn. Nú halda uppi búinu i félagi Gunnar og Þórarinn sonur hans, ásamt konu hans og núverandi húsfreyju á Vatnsstöð- um, frú Ingunni Jónsdóttur. Hún er ættuðfrá Smyrlabjörgum I Suðursveit, og kvað frú Ingunn stýra búinu innan dyra af engu minni rausn og myndar- skap en fyrrverandi húsfreyjur á þessu heimili hafa gert. Frú Ingunn og Þórarinn munu fyrir nokkrum árum hafa eignazt eitt barn, sem eflaust á eftir að verða góöur þjóðfélagsþegn og sómi ættarinnar, ef þvi endist llf og heilsa til. Skarphéöinn heitinn mun að lokinni húskveðju að Vagnsstööum 28. desember slðast liöinn hafa þann sama dag verið jarðsettur við Kálfa- fellsstaðakirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Húskveðju Og ræðu I kirkjunni fluti séra Fjalar Sigurjónsson sóknarprestur. Þessi iarðarfarardagur mun hafa verið fyrsti sólardagurinn, sem komiö hafði I Suðursveit I langan tlma. Má kannski taka það sem tákn þess þáttar frænda mlns i lifanda lifi, að hjálpa og leið- beina svo mörgum til að vera sólar- megin i lifinu og lifa þvi á heilbrigöan og skynsamlegan hátt. Þótt hann segði það ekki alltaf með orðum, skynjaði maður það eins og ósjálfrátt af þvl einu að vera I návist hans. Það er að lokum ósk min, að þjóöinni megi auðnast að eignast aftur jafn- góðan hæfileikaþegn og Skarphéðinn heitinn var I lifanda llfi. 10.3.1975 Gunnar Sveinsson 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.