Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 4
sveit. Það var i anda Skarphéðins. (Visir varstofnaður8.april 1912). Árið 1930 lagði Skarphéðinn simalinu frá simstöðinni á Kálfafellsstað heim að Vagnsstöðum, verkið fékk hann að framkvæmda sjálfur. Þetta greiddi mikið fyrir þvi, að fá sveitalinu austur eftir Suðursveit 1943, leyfði Skarphéð- inn að tengja sveitalinuna við sina, og stytta þannig sveitalinuna sem land- siminn lagði. Eitt af þvi sem Skarp- héðinn lagði gjörva hönd á var að smiða likkistur, gerði hann nokkuð að þvi á timabili. Ferðir á Vatnajökul fór hann margar upp fré Staðarhálsum til mælinga á jöklinum. Mælingar á skriðjöklum hér hafði hann með hönd- um mörg ár á vissum stöðum. Skarphéðinn var fæddur á Vagnstöð- um i Suðursveit 18. janúar 1895. For- eldrar hans voru Gisli Sigurðsson og Halldóra Skarphéðinsdóttir, bæði af góðu bergi brotin. Þau reistu sér ný- býli á Vagnsstöðum 1884, ekki með styrk af opinberu fé, heldur af eigin rammleik. Vagnsstaðir eru i landi Borgarhafnar, i þeirri jörð áttu Vagnsstaðahjón einhver hunduð, á þeim rétti byggðu þau nýbýlið, og nytjuðu sin hundruð i heimajörðinni. Búskapur þeirra var farsæll, þó efnin væru ekki mikil. Gisli var aðdráttar- maður góður með allt veiðifang, sem bætti vel i búi, hann var dugnaðar- maður og laghentur vel. Halldóra var góð húsfreyja, vel vinnandi til handa, hreinleg i allri umgengni og matartil- búningi. Þá var gestrisninni á Vagns- stöðum viðbrugðið. Börn þeirra Vagnsstaðahjóna voru átta, i eftirtalinni aldursröð: Lárus trésmiður, Eskifirði. Kvæntur Hall- friði Guðmundsdóttur frá Skarði i Lundareykjadal. Sigriður gift Kristni Jónssyni frá Ausu i Andakil. Bjuggu i Holtum Mýrum, Þernunesi og Hafn- arnesi. Sigurður. Kvæntur Þorbjörgu Teitsdóttur frá Lambleiksstöðum. Bjuggu i Borgarhöfn. Páll Sigbjörn Þórarinn. Dó á fyrsta ári. Sigbjörn Jörgen Skarphéðinn. Ókvæntur, heim- ili hans Vagnsstaðir. Rannveig Þórunn gift Vigni Jónssyni múrara, frá Arna- nesi, bjuggu i Höfn. Valgerður, gift Gisla Teitssyni bróður Þorbjargar konu Sigurðar. Bjuggu þau á Höfn. Gunnar Jens, kvæntur Sigriði Þórar- insdóttur frá Borgarhöfn. Bjuggu þau á Vagnsstöðum. Sigriður andaðist fyrirnokkrum árum. Búa þeirGunnar og Þórarinn sonur hans félagsbúi á Vagnsstöðum. Kona Þórarins er Ing- unn Jónsdóttir frá Smyrlabjörgum. Er nú húsfreyja á Vagnsstöðum og stýrir þar búi innan stokks með mestu rausn eins og fyrrverandi húsfreyjur á þvi heimili hafa gert. A Vagnsstöðum ólst Skarphéðinn upp i glöðum systkina- 4 hóp, og þar dreymdi hann fallega framtiðardrauma, eins og fleiri er til- heyrðu aldamótakynslóðinni. Þar hef- ur hann smalað kviám, og rekið kýr á stöðul, einhver ár eins og titt var með unglinga i sveit á þeim tima. Þetta starf gat gefið unglingum gott tækifæri að hugsa um lifið og gróanda þess. Skólamenntun barna og unglinga var ekki mikil á þessum árum, þó mun Skarphéðinn hafa notið fárra vikna kennslu 2—3 vetur eftir að fræðslulögin gengu i gildi 1907 til fermingar. Aldur sinn ól Skarphéðinn á Vagnsstöðum að fráteknum þeim missurum sem að framan getur. Hann vann að upp- byggingu Vagnsstaðaheimilisins með Gunnari bróður sinum og Sigriði konu hans, og siðar ungu hjónanna Þórar- ins og Ingunnar, þá komu sér vel hans högu hendur og skapandi andi. Vagns- staðaheimilið má telja I fremstu röð heimila i þéssu héraði. Skarphéðinn var jarðsettur 28. des- ember við Kálfafellsstaðarkirkju, að viðstöddu miklu fjölmenni. Húskveðja heima á Vagnsstöðum og ræðu i kirkju flutti séra Fjalar Sigurjónsson. Dag- ana fyrir jarðarförina var fremur rysj ótt veður. Ég var að segja við mitt heimafólk, skyldi hann Skarphéðinn ekki ætla að fá gott veður að kveðja sveitina sina hinzta sinn, hann hefði þó átt það skilið. 1 dagbók minni stendur um veðrið að kvöldi jarðarfarardags- ins. Logn fyrst, for að gola á vestan um hádegi, kaldi af og til eftir það lengst af sólskin. Svo hef ég bætt við, eini sól- skinsdagurinn i langan tima, þannig fylgdi sólin Skarphéðni siðasta áfang- ann eftir þvi sem skammdegissól get- ur gert. Var það ekki viðurkenning frá almættinu, fyrir það sem hann hjálp- aðisvo mörgum að standa sólarmegin i lifinu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstir deyr aldrigi, hveims sér góðan getur. Já, hann Skarphéðinn er dáinn og gamla rafstöðin min hætt að snúast. En áfram veltur timans hjól með sin- um jafna hraða. Það skilar okkur ýmsu á leið sinni bæði góðu og vondu, en er ekki litið um að það skili okkur, eins fórnfúsum mönnum eins og Skarphéðinn á Vagnsstöðum var, sem vildi svo margt fyrir fólkið gera til að létta þvi lifsbaráttuna og tryggja öryggi þess, án þess að innheimta dag- laun að kvöldi. Ég þakka þér allt vinur. Steinþór Þórðarson. t Hér langar mig með nokkrum fátæklegum orðum að minnast mins kæra föðurbróður, sem hvarf frá okk- ur svo skyndilega 18. desember sl. Aðdragandi hinna snöggu umskipta voru aðeins nokkrir dagar, en bana- meinið var heilablæðing. Hann fékk að taka siðustu andvörpin á þvi heimili, sem hannhafði átt alla ?evi. Á Vagnsstöðum fæddist Sigbjörn Jörgen Skarphéðinn 18. janúar 1895, og vantaði hann þvi aðeins einn mánuð til að ná áttatiu ára aldri. Hann var fimmta barn hjónanna Halldóru Skarphéðinsdóttur og Gisla Sigurðs- sonar, sem bjuggu á Vagnstöðum allan sinn búskap. Faðir Halldóru var Skarphéðinn bóndi á Fagurhólsmýri og Borgarhöfn Pálssonar bónda i Arnardrangi Jónssonar prests á Kálfafelli i Fljótshverfi Jónssonar bónda á Höfðabrekku Runólfssonar. Móðir Skarphéðins Pálssonar var Guðlaug Jónsdóttir bónda i Holti á Siðu Pálssonar. Móðir Guðlaugar var Ragnhildur Jónsdóttir bónda i Svina- felli Ásmundssonar. Móðir Páls i Arnardrangi var Guðný Jónsdóttir prests á Prestbakka Steingrimssonar. Móðir Halldóru á Vagnsstöðum var Þórunn Gisladóttir bónda á Fagur- hólsmýri Gislasonar bónda á Hörgs- dal og viðar Jónssonar, móðir Gisla á Fagurhólsmýri var Sigriður Lýðs- dóttir sýslumanns Vik Guðmunds- sonar. Móðir Sigriðar var Margrét Eyjólfsdóttir, Eyvindarmúla. Móðir Þórunnar var Jórunn Þorvaldsdóttir bónda á Hofsnesi Pálssonar bónda á Hofi Eirikssonar. Gisli á Vagnstöðum var sonur Sigurðar bónda i Borgar- höfn Jónssonar bónda i Heinabergi Hálfdánarsonar. Móðir Sigurðar var Sigriður Jónsdóttir bónda . i Borgar- höfn Gislasonar bónda, sama staðar Arasonar bónda i Hestgerði Gisla- sonar. Móðir Gisla á Vagnsstöðum var Rannveig Jónsdóttir bónda i Borgarhöfn Þorsteinssonar en móðir Jóns var Rannveig Jónsdóttir á Felli. Móðir Rannveigar i Borgarhöfn var Katrin Jónsdóttir bónda i Borgar- höfn Þorleifssonar bónda á Hól i Land- eyjum Sigurðssonar sýslumanns á Smyrlabjörgum Stefánssonar. Það koma margar ljúfar minningar fram i hugann við burtför Skarphéðins, þegar litið er til baka og alls þess minnzt, sem hann var okkur, sem bárum gæfu til að alast upp með honum, og njóta fræðslu hans, leiðsagnar og þess mikla ástrikis, sem við systkinin urðum aðnjótandi. Siðar þegar við eignuðumst börn lét hann þeim einnig i té ást og umhyggju sina i rikum mæli. Þegar Skarphéðinn var að aiast upp var skólaganga barna stutt og stopul. islendingaþættir )

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.