Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 13
hjálparhella. Enn er þess að geta, að Friðbjörn var lengi i stjórn Kaup- félags Austur-Skagfirðinga, enda einlægur og áhugasamur samvinnu- maður. Hann var og endurskoðandi ýmissa stofnana bæði oft og lengi, m.a. endurskoðaði hann reikninga Búnaðarsam. Skagf. um árabil. Þá annaðist hann mörg ár veðurathugan- ir á Hólum fyrir Véðurstofu Islands, sá og lengi um bréfhirðingu og annað- ist reikningshald fyrir simstöðina á Hólum. Friðbjörn lærði ungur að leika á harmónium hjá Sigurgeiri frá Stóru- völlum, organista og söngstjóra á Akureyri. Var Friðbjörn söngkennari við Hólaskóla um 40 ára skeið og jafn- lengi eða lengur organisti og söng- stjóri við dómkirkjuna á Hólum. Eyddi hann löngum drjúgum tima i æfingar með kirkjukórnum og hafði mikla ánægju af. Enda þótt Friðbjörn Traustason væri önnum kafinn alla ævi að kalla, fannst honum sjálfum fátt um. Flestir Hólhreppingar og margir fleiri að visu þurftu oft til hans að leita um marg- háttaða fyrirgreiðslu. Ég ætla þó, að störf hans við Sparisjóð Hólahrepps væru þau einu, er hann taldi sig hafa unnið til nokkurra nytja. Ekki var yrirlætinu fyrir að fara. í samræmi við þetta var og það, hversu litilla launa hann ætlaðist til fyrir vinnu sina . Hann hugsaði aldrei i timakaupskrón- um. Vinnugleðin, sú fullnæging og ánægja, sem felst i þvi að inna sam- vizkusamlega af hendi hvert það verk- efni, sem að höndum ber, hvort heldur smátt er eða stórt, hvort heldur er mikið ábyrgðarstarf eða litið — þetta voru löngum drýgstu verkalaunin. Og ætli þau launin endist ekki manninum bezt til nokkurs þroska, þegar upp er staðið? Friðbjörn var eigi auðhyggjumaður. Hann hafði nóg fyrir sig að leggja. Annars og meira var eigi krafizt. Hann ■var einhleypingur, reglusamur og hófsemdarmaður um alla hluti. Skap- gerðin var hlaðin rikum andstæðum. Hann var gæddur miklum lifsþrótti og hljóðlátri lifsgleði. Þó var hann al- vörumaður, ör i lund og geðrikur(upp- stökkur nokkuð á stundum en stillti sig þó vel, tilfinningamaður og viðkvæm- ur, og þoldi illa mótgerðir. Hann var dulur maður að eðlisfari og fáskiptinn, félagslyndur og frjálshuga, en naut sin þó bezt i fámennum hópi góðra kunn- ingja. Hann naut hvers manns virðing- ar og átti, held ég, engan að óvildar- manni. En hann átti eigi heldur marga vini, var sem hann leyfði fáum að komastað hjartanu. Hann kvæntist eigi né átti börn, var — er aldur færðist yfir — einstæðingur með nokkrum islendingaþættir hætti og mun hafa fundið til þess, þótt eigi léti á sjá. En skylt er bæði og ljúft að minnast þess, að systursonur hans, Ingimar Jónsson, er verið hafði fjölda ára starfsmaður S.I.S. i Reykjavik, flutti fyrir nokkrum árum til Sauðár- króks til þess fyrst og fremst að geta verið i námunda við móðurbróður sinn er húmaði að kvöldi, reyndist hann Friðbirni ávallt sem góður sonur og vináttusambad þeirra frændanna óvenju hlýtt og einlægt. Friðbjörn hafði mikið yndi af skepn- um, einkum sauðfé, enda ágætur fjármaður. Þetta kemur ljóslega fram, i skemmtilegu viðtali við hann i Glóðafeyki. Þar segir hann m.a.: ,,En bóndinn var alltaf nokkuð rikur i mér, svo að ég átti bágt með að neita mér um að umgangast skepnur. Ég átti þvi oftast þetta 25-30 kindur, og tvö til þrjú hross, heyjaði fyrir þessu á sumrin og hirti að vetrinum. Það var mikil sálu- bót”. (Auðk. hér). Eigi er það ótitt að sá, er mælir eftir góðan vin, telji hinum látna það til lofs, að hann hafi fylgt að málum þeim stjórnmálaflokki er sá, er á pennanum heldur, telur sinn flokk. Þetta er mikil smekkleysa. Hins má geta hér, að ein af mörgum góðum minningum minum um Friðbjörn á Hólum, er að nokkru pólitiskrar ættar. Hann var löngum kosningastjóri Framsóknarflokksins á þingmennskuárum Steingrims Stein- þórssonar. Þá var oft gaman og fjör á ferðum er við, kunningjar og vinir, komum á skrifstofuna til Friðbjörns. Ég man þær stundir vel og minnist þeirra með óblandinni ánægju. Friðbjörn á Hólum var langa ævi svo lifandi maður og ungur, að ég á ákaf- lega örðugt með að hugsa mér hann andaðan. I litilli afmælisgrein, sem ég skrifaði um hann sjötugan, komst ég svo að orði: ,,Hver myndi trúa þvi, sá er hittir Friðbjörn á Hólum á förnum vegi og varpar á hann orði, að þar færi sjötug- ur öldungur. Allur er maðurinn likari þvi, að vera áratugum yngri. Eigi veit ég hvort það er islenzk glima og aðrar iþróttir, er Friðbjörn tamdi sér á yngri árutn, eða ást hans á hljómlist og fögr- um söng, ellegar eðlið sjálft og ættern- ið, er enzt hefur honum til að geyma æsku sinnar með svo óvenjulegum hætti. Visast er það allt þetta og fleira enn. Ég veit það ekki. Hitt veit ég, að Friðbjörn á Hólum er sami fyrirmað- urinn og fjörmaðurinn, sama prúð- mennið og snyrtimaðurinn og hann var er ég kynntist honum fyrst fyrir 40 árum. Og enn er hann jafn hvatur i spori sem allir mega sjá....” Þetta var 1959, er Friðbjörn var sjötugur. Hið sama hefði mátt segja um hann áttræöan. Þá var hann enn „hvatur i spori”. Allra siðustu árin, bar hann að visu eigi jafn hratt yfir og áður. En keikur var hann enn og beinn i baki og bar sig vel, fyrirmannlegur i fasi. Friðbjörn á Hólum var friður maður sýnum, i hærra lagi, heröabreiður og miðmjór, iturvaxinn. Hann var glimu- maður á yngri árum og ágætlega iþróttum búinn, göngugarpur fram eftir öllum aldri. Hann var prýðilega gefinn. Prúðmennska hans, snyrti- mennska og frjálsmannleg fram- koma, drengskapur hans, skyldurækni og vandvirkni og óbrigðull heiðarleiki — þetta voru þeir eiginleikar hver fyrir sig og allir saman, sem ein kenndu manninn mest. Þess er áður getið, að Friðbjörn unni hljómlist og söng flestu fremur, ef ekki öllu. Hann átti lengstum stórt og vand- að hljóðfæri og lék á það öllum stund- um er mátti við koma. Þessu hljóðfæri fargaði hann fyrir nokkrum árum, en saknaði þess sáran. Án hljóðfæris gat hann ekki verið. Hann hafði að visu af- not af orgeli annað veifið. En það nægði honum eigi. Nokkrum mánuð- um áður en hann lézt keypti hann nýtt orgel og hafði hjá sér i stofu sinni á ellideildinni. Hann kvaddi með söng og hljómlist i hjartanu. Leyfist manni ekki að vona, að eyra hans nemi yndis- lega tóna, er hann heilsar nýjum degi? Gisli Magnússon. ATHUGIÐ: Fólk er eindregið hvatt til þess að skila vélrituðum handritum að greinum í íslendingaþætti, þótt það sé ekki algjört skilyrði fyrir birtingu greinanna. 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.