Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 22
hann var og heimsmaður. Hann var iðulega hvatamaður þess að skreppa i leikhús og njóta eins og annars, sem til gleði gat orðið fólkinu hans, sem hon- um var svo annt um. Við tengdafaðir minn át,tum svo marga hluti sameiginlega og ég þakka honum fyrir allt, sem ég gat af honum lært, allt sem hann var mér. Hann átti sitt vissa sæti i eldhúskróknum hjá okkur Helga og gaf sér ætið tima til að spjalla við okkur og segja frá ævi sinni og reynslu og af góðu ættfólki slnu og ýtti undir áhuga minn á garðrækt og leiðbeindi þar, enda hafði hann sjálfur átt góðan leiðbeinanda i þeim efnum, þar sem var föðurbróðir hans, Einar i Gróðrastöðinni. Sjálf hafði ég yndi af þeim störfum og þetta varð eitt með öðru, sem tengdi okkur traustum böndum. Og garðurinn okkar var oft fallegur, þótt ég segi sjálf frá. Enda var sól sjaldnast farin að hækka veru- lega á lofti fyrr en við vorum sest sam- an á rökstóla um blóm og tré. Oftast voru þetta kvöldfundir og að þeim loknum beið þá tengdamamma með kvöldkaffið, ,tiukaffið”, eins og við kölluðum það og þetta voru dýrðar- stundir, sem hann átti svo rikan þátt i og fyrir þær þökkum við af öllu hjarta. Börn okkar Helga hafa átt þvi láni að fagna að fá að vaxa upp í nánum tengslum við ömmur og afa á báða vegu, „ömmu og afa vestur frá og ömmu og afa uppi”. Börnin leita skýr- inga og skapa slnar skýringar. Nú var við mig sagt af einu af minu smáfólki: „Hann afi er kominn til Guðs, af hverju ertu þá að gráta, mamma? Finnst þér kannski leiðinlegt að hann skuli vera kominn til Guðs?” Þvi er þar einu til að svara, að ég sakna þess að hafa hann ekki samvistum við mig lengur og það skilur smáfólkið mitt án frekari skýringa. Það saknar hans lika eins og ég. Edda S. ólafsdóttir. t 1 dag verður til moldar borinn Sigurður Jónasson, fyrrv. ritsima- varðstjóri hér i Reykjavlk. Hann andaðist 19. þ.m. á 74. aldursári. Sigurður fæddist á Seyðisfirði 24. des. 1901. Foreldrar hans voru þau hjónin Gróa Jónasdóttir og Jónas Helgason. Veit ég að þau áttu bæði til >óðra ættaað telja, en þar munu aðrir kunna betur að rekja en ég og læt ég þvi hér nægja þá vissu mlna um það, er kynni mln af Helga syni þeirra færði mér. Svo mjög sem góðar ættir eiga drjúgan þátt i uppistöðu allra eðlis- hátta manna, þá munu þar og einnig 22 ráða miklu þeir uppeldishættir, er þeir njóta i æsku, umgengnishættir og um- hverfi. Þetta skapar það baksvið hverrar mannsævi, er miklu hlýtur að ráða um persónumótun og llfsviðhorf. Seyðisfjörður, fæðingarstaður Sigurðar, var drjúga tlð, fyrir og eftir aldamótin síðustu, einhver mesti menningar- og athafnabær hér á landi. Það var eins og menningarstraumar hins stóra heims ættu þar greiðari landtöku en viðast hvar annars staðar á íslandi, að Reykjavik ekki undan- skilinni. Þar gat óvenju djarfa at- hafnamenn I atvinnumálum og siglingum, svo sem Ottó Wathne: . Þar háöu ýmsir andans menn hatramma pennahildi um hin ólikustu mál I blöð- um staðarins, Austra og Bjarka. 1 Bjarka mun skáldið Þorsteinn Erlingsson fyrst hafa viðrað kenning- ar jafnaðarstefnunnar hér á landi, en var þó um leið meðeigandi og meðstjómandi I Garðarsfélaginu sem um skeið rak 3 togara og 8 þilskip. Þessi útgerð flosnaði raunar upp við mikinn gný I báðum umræddum blöðum. 1901 mun það einmitt hafa verið, sem Þorsteinn Gíslason, sá mikli fjörkálfur íslenskrar blaða- mennsku og stjórnmála, tók við Bjarka af skáldinu nafna sinum. Var hann þvi mjög fylgjandi að íslending- ar fjarlægðust Dani og tækju upp al- þjóðahyggju. I Bjarka gat þvi eitt sinn þetta að lesa: „Tignun okkar á norðr- inu, á fornöldinni, á þjóðerningu er bergþursaháttur.” Stóð þá ekki lengi á svarinu frá Austra: „Nei, Bjarki. Þjóöernistignunin er hvorki berg- þursaháttur né litils virði. Hún er það sama og sómatilfinning einstaklings- ins,hún er driffjöðrin I þjóðlifinu." Svona léku menn nú i þann tið á þvi þjóðlffssviði er blasti við bernsku og unglingsaugum Sigurðar Jónassonar — og svo kom ritsiminn á land á Seyðisfirði. Hann var tekinn i notkun þar 24. ágúst 1906, þessi þráöarþvengur sem lagður var um höfin þver og orðið hefur einn rikasti þátturinn i þeim framfaravef, er ofist hefur æ þéttar og hraðar I þjóðlifi okk- ar Islendinga á þessari öld hann varð og sérlegur örlagaþráður Sigurðar Jónassonar. Þar réðst kannski strax um það ævistarf, er hann siðan helgaði sér lengst af I hartnær 60 ár. Sigurður mun ekki hár i loftinu, er hann gerðist sendill við simstöðina á Seyðisfirði. Það mun hafa verið i916. Vinnutiminn var frá 8 að morgni til 9 að kvöldi alla daga vikunnar og mánaðarkaupið 50 krónur. Ekki þótti vist foreldrum Sigurðar þetta efnilegt til ævistarfs. Þá langaði til að koma syni sinum til mennta og töldu hann hafa til þess góðar gáfur. Var hann þvi sendur suður til Reykja- vlkur Haustið 1918 og ætlunin að hann settistlMenntaskólann. Kom Sigurður þannig að Reykjavik i það sinnið, að þar herjaði hin mannskæða drepsótt spánska veikin og skólinn var lokaður. Við Sigurði tók hins vegar i Reykjavik föðurbróðir hans, Einar Helgason i Gróörarstöðinni, og var honum sannarlega ekki I kot visað á fyrir- myndarheimili þess vormwmanns Is- lands um alla gróðrarmenningu. Þarna Ilentist Sigurður nú um langt skeið. Þar kynntist hann ýmsum ung- um mönnum og konum, er mynduðu stofn að góðum vinahópi og Sigurður tók miklu ástfóstri við þetta heimili og taldi það alla tlð eitt mesta happ ævi sinnar, að hafa fengi'að njóta ástúðar þess og unaðssemda. Við Kárastígs- strákar stálum stundum dálitlu af róf- um I Gróðrarstöðinni eins og_ Kjarval gerði, er hann bjó I Kennaraskólanum. — þær voru betri þar en I öðrum görð- um—og kannski hefur Sigurður þá stundum stuggað við okkur. Kann vel að vera, enda tók hann um skeið að aðstoða föðurbróður sinn við störf hans I Gróðrarstöðinni. Hafði hann og síðan gott vit á þeim málum og var mjög annt um ræktun og garð- skreytingu. 1919 ræðst svo Sigurður til síma- vinnu, linuvinnu eins og hann kallaði það. Var þetta erfiðisvinna við lélega aðbúð og stóð frá mal þar til I septem- ber. Þar með var Sigurður aftur tengdur simanum og nú var það ráðið að hann ynni honum áfram, þótt með öðrum hætti yrði. Skráði hann sig nú I Loftskeyta- og simaritaraskólann, er þá var hafinn f Loftskeytastöðinni á Melunum. Þaðan gekk hann svo út eftir tilsettan tlma, sem fullgildur símritari og hóf störf sln sem sllkur og gegndi þeim störfum siðan, uns hann var hart nær sjötugur. Þetta var æfistarf Sigurðar Jónasson ar, langt og lýjandi starf með löngum vinnudögum, aukavinnu eftir þvi sem tii féli til þess að bæta upp síst of há laun, en starf, sem hann vann af fádæma hollustu og trúnaði. Sigurði var lika sýndur trúnaður á móti. A al- þingishátíðinni 1930, var honum falið það ábyrgðarstarf að stjórna simstöð þeirri, er þar starfaði á meðan á hátlöarhöldum stóð.svo var og gert á lýðveldishátiðinni 1944, þá reyndar I samstarfi við góðan samstarfsmann. Og enn var Sigurði falið slikt trúnaðar- starf I Skálholti 1956. 1927 fór Sigurður utan , til Dan- merkur og leitaði sér þar um nokkurra mánaða skeið aukinnar menntunar i starfi sinu. Sigurður var frábær starfsmaður og samviskusemi hans og stundvisi varð íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.