Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Síða 12

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Síða 12
Friðbjöm Traustason Hólum Ég hitti hann skömmu fyrir jól á Héraðssjúkrahúsi Skagfirðinga, elli- deildinni, þar sem hann dvaldi að mestu siðustu misserin. Hann var að venju hress i anda. Við spjölluðum saman góða stund. Okkur var aldrei efnis vant né orða, er við hittumst. Hann fylgdi mér til dyra, er ég hvarf á brott. Ég vissi, að hann kenndi nokk- urs óyndis fyrst eftir að koma á elli- deildina. Ég vissi lika, að hvergi hafði hann unað til lengdar annars staðar en heima á Hólum. En nú gat ég eigi bet- ur fundið en að hann væri farinn að una vistinni vel, enda aðbúnaður allur með ágætum. Og eigi hugðist hann fara heim að Hólum um þessi jól. Hon- um var önnur för, jólaför, fyrirbúin, löng eða skömm — hver veit það? Hann lézt á Þorláksmessu, hinn 23. des. 1974. Útför hans var gerð frá Hóladómkirkju, þ. 4,jan. 1975. Ég gat þvi miður ekki fylgt honum siðasta spölinn. En hugur minn var bundinn þeirri athöfn. Mér var söknuður i sinni. Finnur Friðbjörn Traustason, var fæddur að Fremstafelli i Köldukinn þ. 3. febrúar 1889. Voru foreldrar hans Geirfinnur Trausti Friðfinnsson, bónda á Geirbjarnarstöðum i Ljósa- vatnshr. Jónassonar og kona hans Kristjana Guðný Hallgrimsdóttir bónda og hreppstjóra i Fremstafelli o.v., Ölafssonar, en kona Hallgrims og móðir Kristjönu var Sigriður Jónsdótt- ir bónda á Veturliðastöðum, Bjarna- sonar. Kona Friðfinns móðir Trausta, var Guðrún Sigurðardóttir bónda á með erindi eftir séra Hallgrim Péturs- son, ,,Ég lifi i Jesú nafni. í Jesú nafni égdey. Þó heilsa og lif mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. 1 Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. Guð blessi minningu þina. Haf þú þökk fyrir allt. Ásta Soffia Gunnarsdóttir. 12 Draflastöðum i Fnjóskadal, Þorsteins- sonar frá Veisu. Er þetta Illugastaða- ætt, fjölmenn um Þingeyjarþing. Voru þeir systrungar, Trausti og Sigurður Sigurðsson, skólastjóri á Hólum, siðar búnaðarmálastjóri. Friðbjörn á Hólum var af góðu bergi brotinn. Voru foreldrar hans hin mestu myndarhjón. Traustmikill maður og garpslegur, greindur ágætlega, höfð- ingi i sjón og raun. Kristjana frábær húsmóðir, hljóðlát og hlý i lund, gæða- kona. Börn þeirra voru 5, bræður þrir og tvær systur. Son átti Trausti utan hjónabands, og var sá yngstur systkin- anna. öll eru systkinin látin nema Sigurður á Landamóti, hreppstjóri þeirra Kinnunga, yngstur albræðr- anna, rösklega áttræður. Var hann al- inn upp hjá frænda sinum, Sigurði hreppstjóra á Halldórsstöðum og Landamóti. Friðbjörn ólst upp með foreldrum sinum, fyrst i Fremstafelli, þar sem þau bjuggu 1885-1891, þá á Hálsi i Fnjóskadal til 1893, er þau fóru búi sinu að Garði i sömu sveit og bjuggu þar til 1905. Á þvi ári fluttist fjölskyld- an vestur hingað að Hólum i Hjalta- dal, öll nema Sigurður. Tók Trausti við skólabúinu á Hólum, og mun það hafa verið að ráði Sigurðar frænda hans, er skipaður hafði verið skólastjóri bændaskólans 1902. Rak Trausti stór- bú á staðnum til 1914, fór árið eftir að Hofi, næsta bæ, og bjó þar til 1920, er Friðbjörn tók við búi. Trausti lézt 11. júli 1921 (f. 18/5 1862), en Kristjana kona hans 18. des. 1925 (f. 2/1 1859). Friðbjörn vann að búi foreldra sinna á Hólum og siðan á Hofi. Bjó á Hofi 1920-1930, brá þá búi, hvarf aftur að Hólum og átti þar heima alla stund siðan, enda löngum við Hóla kenndur, varð snemma samgróinn staðnum og undi naumast annars staðar stundinni lengur. Friðbjörn Traustason lauk búfræði- prófi frá Hólaskóla 1907. Eigi naut hann frekari skólagöngu, en varð eigi að siður vel að sér um margt, enda fjölgefinn og starfhæfur ágætlega, óvenju vandvirkur við hvað sem hann fékkst, einstakur snyrtimaður um all- an frágang, skrifaði skýra og fagra rithönd allt til hinztu stundar. Það var þvi eigi kyn, þótt til þess væri kjörinn af sveitungum og öðrum að inna af hendi margvisleg störf i almanna þágu. Hann var hreppstjóri og sýslu- nefndarmaður, svo sem verið hafði faðir hans, hreppstjóri, frá 1918 til 1930, er hann sagði af sér, sýslunefnd- armaður 1932-1946 og jafnframt endur- skoðandi sýslureikninga, hrepps- nefndarmaður og oddviti fast að þrem áratugum. Sat um árabil i skattanefnd og varamaður i yfirskattanefnd. Hann mun hafa verið fyrsti starfsmaður Sparisjóðs Hólahrepps, er stofnaður var árið 1910, að tilhlutan Jóns Frið- finnssonar, föðurbróður’ hans, sem jafnan fylgdi fjölskyldunni. Starfaði Friðbjörn meira og minna við Spari- sjóðinn löngum stundum og var árum saman gjaldkeri sjóðsins, allt fram á áttræðisaldur, var honum mjög annt um þessa mikilsverðu stofnun, sem dafnað hafði ágætlega fyrir forsjá góðra manna og reynzt Hjaltdælingum og fjölmörgum öðrum hin mesta íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.