Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 23
Stefán Aðalsteinsson frá Akureyri f. 9/8 1920 d. 13/1 1975 22. jan. sl. var þessi gamli og góði nemandi og vinur borinn til grafar hér t Reykjavik langt um aldur fram. Hann var fæddur og uppalinn á Akur- eyri. Voru foreldrar hans Aðalsteinn Stefánsson, eyfirzkur að kyni, lengi 'erkstjóri hjá Akureyrarbæ, greindur maður og gegn, og kona hans Þórdis Jónsdóttir, vestfirzkrar ættar, ágæt móðir, lengi ótrauð við margskonar liknarstörf sem Hjálpræðisherinn haföi með höndum og heimilið mótað af þvilikum anda. Samstarf milli skól- ans og þessa heimilis var hið ákjósan- legasta, en þaðan komu þeir tveir bræður Stefán og Móses nú verkfræð- ingur i Reykjavik. Þegar ég hef marg- oft undanfarin ár mætt þeim bræðrum hér viö kirkjudyr, hugsa ég til þess, hvað þeir muni eiga móður sinni og heimilinu að þakka frá uppvaxtarár- unum. Mér eru fjölmargir nemendur úr Bamaskóla Akureyrar minnisstæðir, þótt áratugir fjarlægi nú smátt og smátt allt slikt. Og einn ai þeim mörgu var Stefán Aðalsteinsson. Hann var einn af þeim námfúsu og ágætu við brugðið og slikra kosta krafðist hann einnig af þeim, er hann átti yfir að sjá. Hann var mikils metinn af yfir- boöurum sem samstarfsfólki og ráð hans talin öðrum ráðum betri. Hann var aldrei allra vinur, en hann var mikill vinur vina sinna. Arið 1928 gekk Sigurður að eiga eftirlifandi eiginkonu sina, Júliu Guðnadóttur, Þorkelssonar, er lengi var steinsmiður hér i bæ og þjóðhagi mikill i sinni grein. Heimili Sigurðar og Júliu var alla tið rómað fyrir höfðinglegan myndarbrag, smekkvisi og góðan vinfagnað. Þetta var ætið fallegt heimili og aðlaðandi, svo sem vel hæfði höfingslund þeirra hjóna beggja. Börn eignuðust þau þrjú og eru öll á lifi. Er þar elstur Helgi úrsmiður, gift- ur Eddu S. ólafsdóttur. Lengst af bjuggu þau yngri hjónin i ástríku sam- býli við Sigurð og Júliu. Næstur er annar sonur, Sigurður J. Sigurðsson, verslunarmaður hér i bæ, kvæntur Steinunni Arnadóttur. Yngst barna þeirra er Jóhanna, gift Gunnari Arna- syni, rafvirkjameistara i Borgarnesi Bamabörnin eru 8 talsins og eitt islendingaþættir drengjum sem margs spurði. Hann hafði orðið snemma læs, prýðilega greindur og skemmtilega forvitinn. Hann kom oft með spurningar er sýndu að hann hafði lesið margt, sem börn lásu ekki almennt og honum var annt um að fá svör við. Og mér er það minnisstætt hversu skilningsgleðin ljómaði i svip hans ef manni tókst sæmilega að svala forvitni hans. Þetta mun eitt af þvi, sem enginn kennari gleymir. Og svo lágu leiðir hans til framhaldsnáms i gagnfræðaskóla, en lengra ekki á þeirri braut. Ég v.ar þó sannfærður um það á þeirri tið að þeirra, Sverri Stefánsson,sem nú er á sextánda ári, hafa þau Sigurður og Júlia alið upp frá barnæsku. Náin kynni min af Sigurði Jónssyni hófust fyrst fyrir rúmum 20 árum en löngu fyrr var hann mér kunnur og frá þvi, er ég man hann fyrst, athyglis- verður fyrir þá höfðingsmennsku, sem gætti i öllu fari hans og framkomu. Hann var og sérstakt snyrtimenni i klæðaburði. Náin kynni seinni ára hafa fært mér heim sanninn um það, að þessir eiginleikar voru ekki aðeins á ytra borði persónu hans. Þetta var persónuleiki hans, eigind og aðal. Slik- um mönnum er það öðrum fremur gefiö að geta unnið störf sin af tryggð og hollustu undir misgóðum yfirboður- um án þess að láta nokkurs i misst af mannlegri reisn sinni og upplitsdjarfri sjálfsvirðingu. Þvi get ég nú með sanni sagt, að með Sigurði Jónassyni er genginn góður maður, nærfærimi oöiingur öllum ættingjum og vinum. Þeim er hann harmdauði og hans sárt saknað af samstarfsfólki og öllum,er af honum höfðu nokkur kynni. Ólafur H. Einarsson. Stefán væri efni í fræðimann, einkum i sögu og ættvisi. En nú hverfur hann mér sem barn úr skóla, svo að ég verð hans lítt var um langa hrið. En þá er það að okkur nokkrum Svarfdælingum kemur til hugar að taka höndum saman hér i Reykjavik og nágrenni með þann ásetning I huga m.a. að freista þess að fá mann til þess að kanna og rita sem gleggsta greinar- gerð um þá einstaklinga og það mann- lif, sem lifað hefir og starfað i Svarfaðardal um aldir, og með ein- hverjum hætti gert vart við sig með nafni sinu. Þetta var að sjálfsögðu mikið og vandasamt verk og ekki öðr- um ætlandi en þeim, sem til slikra verka kunni og fulltreysta mátti til þess, að sýna varkámi og vandvirkni. Og þegar til þeirra var leitað, sem bezt þekktu til og mest var takandi mark á, bentu þeir á Stefán Aðalsteinsson frá Akureyri. Þá lagði ég við hlustir og hafði gaman af þvi sem þá rifjaðist upp um Stefán frá skólaárum hans. Hann hafði þá fyrir nokkru flutzt til Reykjavikur, bjó með móður sinni ókvæntur en jafnan starfað hjá Haf- rannsóknastofnuninni og notað allar fristundir á söfnum við grúsk I þjóð- legum fræðum og þá einkum I ætt- fræði. Og það var sem sagt álit hinna beztu manna i þessum fræðum, að honum væri vel treystandi. Sá okkar, sem mest vann að þessu og bezt var til þess fallinn, þáverandi þjóðminja- vörður dr. Kristján Eldjárn, réði hann til þessa verks og hefir alla tið fylgzt með starfi hans af vakandi áhuga og likað vel. Stefán hafði lokið þessu verki áður en hann lézt, og er það mik- ið verk og allt unnið I fristundum hans. Má af þvi nokkuð ráða atorku hans og hneigð til slikra starfa. Var hann þó ekki heilsusterkur hin siðari ár. Einn hafði Stefán búið eftir að móðir hans andaðist. En s.l. jóladag kvæntist hann og gekk að eiga góöa konu Sesselju Jónsdóttur að nafni og þótti vinum hans sem þar hefði vel skipazt málum. En þeir hamingjudagur urðu allt of fáir. Og nú er þessi gamli vinur og prúðmannlegi hæfileikamaður horfinn, aðeins tæplega 55 ára gamall, kvaddur i dag af húsbónda sinum með virktum og vinsemd. Æðimargt hefur hann skráð og eftir sig látið, þar á meðal áður nefnt verk fyrir okkur Svarfdælinga, sem við nú þökkum af heilum hug um leið og við sendum ekkju hans og öðrum vandamönnum einlægar samúðarkveðjur. Reykjavik 22. jan. 1975. Snorri Sigfússon. 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.