Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 20
þéttriðnari, það fór að bóla á eðli staðreyndanna að þessu athæfi þinu, og þá fór ég að leggja saman tvo og tvo. — Það kom sem sé upp úr kafinu, að hér og þar i þorpinu voru gamlar konur, sem áttu ekki alltaf ýkjamarga að. Þá var eitt og annað af skornum skammti, t.d. mjólk, en þú orðin búkona, áttir itak i eyjagagni, stóran kálgarð, fjós og dropsamar kýr. — Ég held að i þessum rannsóknarskýrslum minum hafi vottað fyrir þvi, að hún móðir þin hafi verið allhandgengin sumum þessara öldruðu einstæðings- kvenna og ekki látið þær afskiptalaus- ar. Svona geta nú vinirnir stundum reynzt, brugðið sér i leynilögreglu- gervi — bókstaflega sett á fót Scotland Yard. Mikið fjaðrafok hefur verið hér syðra i vetur i sambandi við skilaboð að haldan og yfirnáttúrlegar lækning- ar. Hver visdómsmaðurinn á fætur öðrum hefur reigt sig og reist, og blaðagreinafansinn nægir til að fylla stóra doðranta. Ég læt mig ekki inn i slikt, enda ekki maður til þess. Eitt- hvaðleitég litillega i eina andabókina. Eftir lesturinn spurði ég sjálfan mig: „Geta ekki stundum verið margir fletir á sama hlutnum?” En úr þvi ég er kominn út i þessa sálma, ætla ég að segja þér frá tveim atvikum, er snerta fólk, sem við höfum bæði þekkt. Einu sinni um veturnætur, þegar ég var smástrákur, sennilega 10 eða 11 ára, var ég að leika mér á Silfurgöt- unni, á móts við húsið þitt. Snjór var yfir allt, talsvert frost, heiðskirt veður, stjörnuskin, enda komið kvöld. Þá sé ég, að maður genguð niður götuna. Hann er að stanza annað veifið og kóka upp i himininn. Mér þótti þetta dálitið einkennilegt og þess vegna beindist athygli min að háttalagi karls. Loks stóðst ég ekki freistinguna, gekk til hans og sagði: — „Sérðu eitthvað skrýtið i himninum?” — „Skrýtið og ekki skrýtið, ég er, skal ég segja þér, drengur minn, að lesa i vetrarbrautina”. — „Hvað þýðir það?” spyr ég. — „Af þeim lestri ályktar maður, hvernig veturinn verður. Hvort það verða miklar hriðar og frösthörkur, eða hvort vetur- inn verður meinlaus”. Þessi bóndi var Sveinn Magnússon á Gaul, mesti skýrleiksmaður eins og þú veizt, enda var hún Ingunn móðir hans ömmusystir Ólafs okkar Thors. Og nú er ég að velta þvi fyrir mér, hvort Sveinn á Gaul, ef hann væri uppi á foldinni, mundi ekki enn treysta fremur á forspá vetrarbrautarinnar 20 en veðurspá upp á veturinn komna að handan gegnum miðil. Ég þarf ekki að spyrja þig að þvi, að þú manst enn vel Ingibjörgu á Selvöll- um. Hún var mikil gæðakona, vel greind, sannfróð og sannsögul. Þegar hún var fyrir innan miðjan aldur og bjó i Fjarðarhorni, fór hún að fá verk i höfuðið, og hann ágerðist svo, að stundum, þegar hún var að mjólka kviaærnar, varð hún að hætta i miðj- um kliðum, standa upp og ganga um til þess að harka af sér. Hún leitaði til Hjartar læknir i Hólminum, er lét hana hafa einhver meðul, en þau stoð- uðu ekkert. Þrautaráð Ingibjargar varð þvi að skrifa Lárusi Pálssyni smáskammtalækni á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Lýsti hún náið fyrirhonum einkenum veikinnar. Þeg- ar henni barst svar Lárusar, kvaðst hann ekki geta áttað sig á af hverju höfuðverkurinn stafaði, en reynandi væri, að hún sendi honum lokk úr hári sér. Ingibjörg fór að þeim ráðum. Um siðir bárust henni tvö meðalaglös frá Lárusi ásamt bréfi með fyrirsögn um hvernig hún ætti að nota innihaldið. örskömmu eftir að Ingibjörg byrjaði að taka inn meðulin frá Sjónarhóli, fór höfuðverkurinn að minnka og eftir þvi sem hún taldi oftar dropana úr glösum Lárusar, hvarf hann með öllu. Hún varð kona háöldruð, og það var aðeins siðustu árin, að hún fékk annað veifið snert af höfuðóþægindum. — Engan mann óvandabundinn blessaði Ingi- björg á Selvöllum jafnmikið og Lárus tengdaföður þinn. Vegna þess, að þú hefur alla tið verið i örskotshelgi við Kúldshúsið, þar sem Þuriður Kúld réð rikjum, hef ég alltaf ætlað að spyrja, hvort þig hafi aldrei dreymt þessa mjög svo umtöluðu og þjóðkunnu konu, en það hefur farizt fyrir eins og fleira. Atvikin hafa hagaö þvi svo, að ég hef orðið Þuriöi dálitið kunnugur. Hún fann sárt til i stormum sinna tiða. Það hefur þú lika gert. Þér dettur þó varla i hug að ég hafi gleymt viðkvæðinu þinu: — „Ó, blessuð manneskjan, hún á svo afskaplega bágt”. „Hart er i heimi”, var eitt sinn sagt, og það er ekki trútt um, að sumir beri sér þetta enn i munn. Aður fyrr i með- an við vorum bara litil þjóð og áttum bara litla báta, valt það stundum á einni öldu, hvort landtakan lánaóist. En nú erum við orðin miklu stærri þjóð og eigum stórt skip, og þess vegna verður holskeflan að vera stærri til þess að geta gert okkur grand. En það er nú sama. — Ef einhverjum manni skyldi verða það á, kannski öldungis óvart, að reka puttann i einhvern hnapp, mundu þá ekki taka sig upp ægilega stórar öldur, reglulegar himinglævur? Og hvað yrði þá um öll stóru skipin? — Yrði þá nokkur eftir á ströndinni til þess að segja: — „Æi, blessuð manneskjan, hún á svo af- skaplega bágt”. Þú veizt, að ég hef alltaf haft ágirnd á fágætum bókum. Stundum hefur mér áskotnazt ein og ein en það er ekki til þess að hafa orð á. Ég má til með að segja þér frá einu atviki i þvi sam- bandi. Þegar ég sællar minningar var i framboði á móti honum Sigurði bróður þinum, heilsaði ég upp á fólk vestra. Þú veizt, að frambjóðendur koma á bæi, og það gerði ég svikalaust. Ég hafði i mörg ár verið að skima eftir dá- litlum pésa, og af þvi að hann var eftir Einar afa minn, ritaður sumarið 1908 og stóð i sambandi við uppkastskosn- ingarnar nafnfrægu, var mér áfram um að komast yfir hann. Einhverjir sögðu, að ég hefði talað meira um ætt- fræði en pólitik, en það var ekki satt, ég lét hvert heimili hafa sinn skammt. Hins vegar skal ég játa það, að ég læddi þvi út úr mér við einn skrambi góðan karl, hvort hann vissi ekki um einhvern, sem ætti pésann hans Einars Þorkelssonar. Hann vatt sér út úr stof- unni, kom að vörmu spori aftur og hélt á djásninu i hendinni. — „Ég ætla að gefa þér bæklinginn”. — Siðan setti hann i brýrnar, bætti við og hnykkti á hverju orði: — „En ég kýs þig ekki”. Finnst þér sennilegt, að mér hafi fip- azt i að þakka fyrir mig? Margir girnast helzt það, sem er for- boðið, og sumir alveg sérstaklega það, sem alls ekki er fáanlegt. Ég er ekki laus við þessa áráttu. Hvað heldurðu, að ég vildi gefa til að eiga bók með nöfnum allra þeirra, sem hafa gist ykkur Sigurð, siðan þið settuð saman bú, og þá jafnframt eitthvað dálítið af sögu þess gestaboðs. — Nú skulum við imynda okkur, að þessi bók væri til og meira að segja i forláta skinnbandi hérna i bókaskápnum minum. — Ég fletti upp á fremstu siðu, byrja á prologus og les: — „Sýn trú þina i verkunum, en ekki einungis i starfi, heldur jafnframt i hugarfarinu”. — Hér er ekki unnt að vitna oft I þessa stóru gestabók. En nokkuð aftarlega, neðst á siöu, eða réttara sagt i horniö, hefur einn gesturinn skrifað með fin- geðri rithönd: — „Góða frú, þú hefur komið svo góðri rækt i garðinn þinn, aö þér verður mældur út miklu stærri garður i nýja bæjarlandinu”. Lúðvik Kristjánsson. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.