Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 17
Ingigerður Ágústsdóttír frá Stykkishólmi Fædd 28. febrúar 1893. Dáin 8. febrúar 1975. Þegar ég var stödd i Dómkirkjunni 14. febr. s.l. viö útför frú Ingigeröar Ágústsdóttur, komu mér i hug þessi orö skáldsins: ,,Ég kveö þig kæra vina svo klökk I hinzta sinn”. Svipaö mér hafa margir hugsaö á þessari helgu kveöjustund I dýröleg- asta Guöshúsi landsins. Viö, sem höf- um aö baki margra áratugi, stöldrum viö á slikum augnablikum. Ótal minningar renna um hugann, eins og myndirá kvikmyndatjaldi timans. Ég kynntist frú Ingigeröi ekki fyrr en viö vorum báöar komnar af bersnku- og æskuskeiöi. Hún haföi þá slitiö barns- skónum og notiö æskuáranna I Stykk- ishólmi á yndislegu heimili sinna ágætu foreldra, Ágústs Þórarinssonar borðuðum við saman fáeinar vikur hjá henni ömmu minni. Inga var þá fyrir norðan að heimsækja systur sina á Siglufirði. Þá talaði Ágúst um sjóinn Mest um hana Faxabugt, sem haföi gefið honum svo mikið og hún hafði lika tekið af honum mikið. Föður hans frá honum og öllum börnunum. Hann lýsti lifsróðri i Stóru Selsvör og i brim- vörunum, sem voru hér útmeð strönd- inni frá Selsvör vestur i Ánanaust og hann iýsti fyrir mér skútum og togur- um, sem drógu skammt undan landi. Ágúst Oddsson hefur nú tekið sinn lifsróður og land á þeirri strönd, þar sem ekki verður spurt um afdrif, og fátt eitt er vitað um. Þar mun þó góð- um sjómönnum og vammlausum vel tekið. Agúst Oddsson fékk að sjá marga heima. Hann sá með barnsaugum skúturnar mogga undir færum, hann stóð á grindinni á gufutogurum og sá nýjan heim með augum hins fullvaxna manns. Svo fékk hann aftur barns- augu, eins og við öll, veröldin breytist einn dag og þá fer maður að hverfa. Megi guð blessa minningu hans, og fjölskyldu hans sendum við kveðjur. Jónas Guðinundsson íslendingaþættir og Ásgerðar Arnfinnsdóttur, i hópi systkina og fjölda vina. Allt frá æsku- dögum til hinztu stundar var hún gædd þeim frábæra eiginleika að vera hvers manns hugljúfi, bæöi I leik og starfi. Ingigerður var falleg, fingerö, og haföi þá persónutöfra, sem viö, vinir hennar, munum aldrei gleyma. Andlegt atgervi gaf Guð henni I rik- um mæli. Hún var gáfuö, bliölynd og skemmtileg og trygglynd meö afbrigö- um. Æskuvinir hennar og margir aörir áttu ósvikinn vinarhug hennar til hinztu stundar. 1 huga minum er hún vib okkar fyrstu kynni likust litfögru blómi, sem dafnað hefur viö yl sólarinnar og hlúö hefur verið að með kærleiksrikum höndum. Enda veit ég, aö við vöggu hennar hefur veriö beöiö. Foreldrar hennar hafa ekkert látið ógert, er sið- ar gæti stuölaö aö gæfu hennar. t sál sinni gleymdi Ingigerður lifandi fagra mynd af æskuheimili sinu og minntist sinna góðu foreldra meö ást og virö- ingu. Þann 5. júni 1921 uröu þáttaskil i lifi Ingigeröar Ágústsdóttur. Þann dag var hún manni gefin, séra Sigurði Ó. Lárussyni, sóknarpresti I Helgafells- prestakalli. Ungu prestshjónin stofnuöu heimili sitt I Prestshúsinu á Stykkishólmi og bjuggu þar, þangað til séra Siguröur hætti prestskap og þau fluttust til Reykjavikur. Þau gengu glöö út I llfið og starfiö, hann röggsamur húsbóndi og hún þrifin, reglusöm og listræn hús- freyja. Ef veggir þessa gamla húss gætu talað, mundu þeir segja sögu margra góðra og göfugra kvenna og karla, sem þar hafa búiö og „gengiö til góös götuna fram eftir veg”. Af efri hæö prestshússins er undur fagurt útsýni. Við skulum hugsa okkur júnikvöld. Sólin hellir geislum sinum yfir haf og hauður. Breiöafjöröur er spegilsléttur, undir eyjarnar mörgu hillir I töfraljóma kvöldkyrrðarinnar. Fjallahringurinn margbreytilegur og litadýröin ólýsanleg. Frú Ingigeröur elskaöi Stykkishólm og Breiöafjörð með sina fjölbreyttu náttúrufegurð. Hún naut þess aö horfa út um glugga heimilis sins. Með þessum skrifum vildi ég geta tjáö eitthvað af þeim hugljúfu og ógleymanlegu minningum, sem ég á frá þeim tima er ég átti samleið meö séra Sigurði og frú Ingigerði á lifs- brautinni. Prestsstarfiö er, aö minum dómi, eitthvert ábyrgðarmesta starf þjóbfélagsins. Þeir veröa að geta miðlað öörum af sinni andlegu orku. Presturinn á aðgang aö hjörtum sóknarbarna sinna á stærstu stundum lifsbaráttunnar, bæði i gleði og sorg. Þess vegna er þaö ómetanleg hamingja hans aö eignast eiginkonu, sem skilur hlutverk hans og stendur meö honum, hvaö sem fyrir kemur. Þessa list kunni frú Ingigeröur. A heimili þeirra fóru fram margar helgar athafnir. Hún gaf þeim stund- um gildi ekki slður en presturinn. Hún spilaði á litla stofu-orgelið sitt og bæöi sungu þau á undan og eftir athöfn hans, sem annað hvort var skirn eöa hjónavigsla. Það var ánægjulegt aö koma á heim- ili séra Sigurðar og frú Ingigeröar. Hún tók á móti öllum og miðlaði af 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.