Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 19
búnu hjá okkur og sagði likt og upp úr eins manns hljóði: — „A, góði, mikill dæmalaus meistari er hann Runeberg. Ég var að blaða i honum i gærkveldi, mikil óskapleg snilld. En samt ris hann hjá Matthiasi, hvilikt vænghaf, hugsið ykkur allt þetta flug.-Ekki meira kaffi, góöa”. — Hann var horf- inn eins og hann kom. Það var kauptið og verið að vega ull austur i Tangs- pakkhúsi. Einu sinni kom bóndi úr næstu sýslu. Faðir þinn skrautritaði fyrir hann auglýsingu. Hann ætlaði að lesa upp kvæði og visur i samkomuhúsinu um kvöldið. Stimplaðir miðar voru seldir við innganginn. En það var fáförult að húsinu, og senn átti að hefjast lestur- inn. Faðir þinn kom fram i ganginn. Þar stóðu tveir eða þrir karlar I vom- um, enn fremur ég og annar strákur til. — „Heyrið þið, elskurnar minar, þetta má ekki ske, svona lagað má ekki spyrjast”. Siðan keypti hann slurk af miðum, og bað mig og félaga minn að skunda út um borg og bý og afhenda hverjum, sem hafa vildi. Hálft hundrað manns hlýddi á kvæða- lestur bóndans. — Menningin hefur alltaf átt sina diplomata. Annars hafa skáld lengi átt mál- svara i föðurætt þinni. Það rifjast upp fyrir mér núna, að hann Guðmundur frændi þinn Arnason, ekki sá, sem orðinn er frægur i Prófllum og pamfil- um, heldur hann Guðmundur dúllari, tók einu sinni ærlega upp hanzkann fyrir Simon, svaraði i blaði ádeilu á Dalaskáldiö. En hann lét ekki þar við sitja, heldur lagði hann land undir fót um hávetur, óð uppbóglnar ár, klofaöi óheldan skarasnjó á heiðum uppi og um dali þvera I mörgum sýslum, linnti ekki feröinni fyrr en norður i Gilhaga I Skagafirði, þar sem hann afhenti Simoni skjöldinn, sem hann hafði boriö fyrir hann. Heldurðu, að hann faðir þinn hafi ekki stundum fundið eitt og annað á sér, haft i sér einhvern snefil af spá- sagnaranda. Ég skal ségja þér af hverju þetta hvarflar að mér. Fyrir nokkrum árum las ég bók, sem heitir „Njála I islenzkum skáldskap”. Hún er eftir ugnan menntamann, Matthias Johannessen, og að stofni til prófrit- gerð hans i islenzkum fræðum. Hverj- um heldurðu, að ég mæti þá á einni slöu bókarinnar? — Aðkomubóndan- um, sem las upp i samkomuhúsinu, þegar hann faðir þinn bjargaöi menningarsæmd þorpsins. Já, ég var að tala um spásagnar- anda, sumir kalla þetta að visu aðeins sagnaranda, og svo var það gert Undir jökli. Ég man, að Þorkatla, móðir islendingaþættir Sigurðar Kristófers Péturssonar, var talin gædd þessum eiginleika. Gæti ekki verið, að hann pabbi þinn, hefði séð obbolitið inn I framtiðina, svona einsog móa fyrir þvi ókomna. Hefur aldrei flögrað að þér, að hann, þessi óskaplegi Matthiasardýrkandi, hafi búizt við þvi, að á atómöld risi upp annar Matthias, og enn og aftur yrði þá ástæða til að taka sér i munn orð faktors Tangsverzlunar: „Hvilikt vænghaf, hugsið ykkur allt þetta flug”. Æskunni verður oft á að verða tillits- laus og vanþakklát, ítundum af rælni, en i annan tima af óvitaskap. Efalaust hefur borið við, aö ég hafi sært þig, og er ég þó ekki orðhákur eins og þú veizt, en stundum dálitið dómgreindarsljór. — Það var mikil forláta sálmabók, sem þú sendir mér I fermingargjöf, i alskinni og öll gyllt I sniðum. Manstu, hvað ég sagði, þegar við hittumst næst? Jú, ég þakkaði þér að sjálfsögðu fyrir, en bætti siðan við: — „Ég hefði nú heldur viljað, að það hefði verið „Þjóðsögur og munnmæli”. — Þá dró fyrirsól i huga þér og þú andvarpaðir: „Æ, blessaður drengurinn, eins og ég hefði ekki átt að vita þetta”. Sökum þess, að ég er að minnast á fermingu, langar mig til að trúa þér fyrir einu. Séra Sigurður dró ekkert af sér við að búa okkur undir þá athöfn, visa okkur til vegar út i lifið. Hann lét hvert okkar velja eða draga eina ritningargrein úr Helgakveri, er skyldi vera mottó fyrir öllum okkar gerningum, eins konar leiðarstjarna, sem stýrt skyldi eftir i hafróti jafnt sem lognsævi, heiðbjörtu sem niða- myrkri. Með hliðsjón af henni átti að taka kúrsinn, hvert sem við ætluðum. En hvað heldurðu að komi upp á fyrir mér, ég held örskömmu siðar? Stjarnan min er horfin, og þótt ég skimi aftur og aftur um alla festing- una, get ég hvergi komið auga á hana. Ég hef þráfaldlega reynt að þræða mig eftir jaðarsvæðum vitundarinnar, farið i öll hulstur, en alltaf komið tómhentur úr þeirri leit, mér hefur bókstaflega verið fyrirmunað að endurheimta lifshnoss mitt úr Helga- kveri. — Hvernig heldurðu svo að lán- istað setja stefnuna út I kortinu, þegar allt er fyrir bi, sem maður á að stýra eftir? Nú ertu kannski til með að segja: „Ég hélt þú hefðir ekki verið minnis- slór”. — Það er alveg rétt ályktað hjá þér, ég hef ekkert lakara minni en gengur og gerist. Og ég get fært að þvi allsæmileg rök. Sama vorið, sem ég fremdist og las Helgakver sem ákaf- ast, leit ég stundum i markaskrá. Ég man enn þá, að Lárus Knudsen hafði: Sneitt framan hægta og gat og gat vinstra,eða gatagat eins og við kölluð- um það. Og margið hans Guömundar læknis var: Tvirifað i stúf og biti framan hægra og tvirifað i stúf vinstra. Ég efa, að ég hafi nokkurn tima siðar litið i þessa skrá. Þú mátt ekki skilja þessa játningu mina eða réttara sagt þetta óhapp mitt svo, að i þvi felist svo mikið sem ásök- unarvottur i garð bónda þins, þvi að hann gekk vel og trúlega frá minni staðfestingu. Ég vona bara, að ég sé sá eini af öllum hans konfirmeruðu, sem hef gloprað niður lifsmottóinu úr Helgakveri, er mér að sjálfsögðu bar að varðveita ævina alla, hvernig sem kuggurinn veltist. Nú hefurðu senn verið 42 ár i prests- maddömudyngju Helgafellsbrauðs. Það hefur engin leikið á undan þér. Aður hafði Þuriður Kúld setið þar lengst, en þó nær 10 árum skemur en þú. Þuriður var barnabarn Benedikts assesors Gröndals, dóttir Sveinbjarn- ar Egilssonar rektors og tengdadóttir Ólafs prófasts Sivertsens. Þú ert barnabarn Þórarins Arnasonar jarð- yrkjumanns i Götu, dóttir Agústs Þór- arinssonar verzlunarstjóra og tengda- dóttir Lárusar Pálssonar hómopata. — Það er nú lika allnokkuð. Margt hefur sópazt burt fyrir hris- vendi nýrra hátta og siða, siðan þú giftist. Með þér fara gamlar trationir, sem átt hafa itök i öllum prestsmad- dömum I Þórsnesi. Nú er ekki lengur neitt i almanakinu þinu, sem tengir starf þitt eða forsjá við eggtið eða kofnatekjutima. Og nú hleypur enginn lengur niður i vör og kastar poka út i bát prestsins og segir i ofboðinu: -r- „Prest i pokann kálið mitt”, er ætlaði að hafa mælt: „Kál I pokann prestur minn”. Skarfakálið er ekki lengur sú heilsubótarfæða, sem áður var, vita- minin koma úr allt öðrum áttum. Kýr i fjósi, hestar á stalli, eldrauðar kar- töfluhlussur upp úr garði, dúnhreinsun og fuglareyting, allt var þetta innan ummáls þins verkahrings eöa i tengsl- um við hann. Sú tið er gengin og á vafalaust ekki afturkvæmt. Kannske lumarðu enn þá á garðinum? Mig minnir til þess, að þú varst stundum töluvert á sprangi út um bæ, komst oft i sömu húsin. Ég tyllti mér þá i rannsóknarsessinn, mig langaði til að vita, hvað þessar spásséringar þinar og heimsóknir áttu að fyrirstilla. Þetta var heilmikið athugunarefni. Ég fór ekki beinlinis i njósnarferðir og þvi siður, að ég reyndi að leggja snörur fyrir þig, en eigi aö siður báru þessi umsvif min keim af leynilögreglu- starfsemi. Smám saman fór eitt og annað að skýrast, möskvarnir urðu 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.