Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 11
„hvislarann” þótti hann ekki brýna nægilega röddina þegar hann minnti á að tjaldabaki. En hvislarinn svaraði þvi til að leikhúsgestir mundu heldur vilja hlusta á leikarann fara með hlut- verkið á sviðinu, heldur en að heyra hvislarann lesa það upphátt á bak við tjöldin. Ahugi Björns á leiklistinni hófst þeg ar á uppvaxtarárum hans i sveitinni. Samdi þá Björn og þeir bræður leikrit, settu það á svið i bæjarhúsunum heima og sýndu þetta heimafólki og nágrönnum við góðar undirtektir. Eft- ir að Björn fluttist til Akureyrar gekk hann fljótlega i hið nýstofnaða Leik- félag Akureyrar, þar fór hann með fjölmörg stærri og minni hlutverk, og naut mikillar hylli leikhúsgesta. bá var Björn um 20 ára bil gjaldkeri L.A. Ég átti þvi láni að fagna að sitja með Birni i stjórn L.A. um árabil og er það einn hinn ánægjulegasti félags- skapur er ég minnist. Margar skemmtilegar sögur sagði Björn okkur af þvi hvernig farið var að til að ná endum saman i rekstri félagsins á fyrri árum þess. M.a. var sótt um fjárframlag til bæjarstjórnar Akur- eyrar, en það hafði ekki gerzt áður. Nokkru siðar hitti þáverandi bæjar- gjaldkeri Jón Guðlaugsson, Björn klappaði honum á öxlina og sagði: „Þið fáið 100.00 krónur greyin” „Mjór er mikils visir”. Björn mun hafa farið með hlutverk hjá L.A. af og til allt til ársins 1960. Á þessum árum heiðraöi L.A. Björn með þvi að gera hann að heiðursfélaga sin- um, og hefur hann nú sótt og setið, sem heiðursgestur flestar frumsýningar félagsins, og nú siðast Matthiasar- sýninguna, seint á liðnu ári. Björn fylgdist vél með þvi sem var að gerast I lifi og störfum þjóðarinnar las blöð og bækur af miklum áhuga og tók ákveðna afstöðu til þeirra mála sem hæst bar hverju sinni. Auk þess fékkst hann allmikið við ritstörf i tómstundum alla tið og mun hann hafa átt i handriti nokkrar skáld- sögur og jafnvel leikrit og einnig nokk- uð i bundnu máli. Dagbók mun hann hafa fært i áratugi.Á siðastliðum 20 árum hefur Björn sent okkur jóla- kveðju i ljóðum á hverjum jólum, nokkur erindi, og var það verulegt framlag til að auka á eftirvæntingu og jólafögnuð okkar hverju sinni. Þann 2. október s.l. var veður hið fegursta. Sól skein i heiði og var þá Eyjafjörður fagur á að lita. „Bleikir akrar og slegin tún”. Við hringdum i Björn og sögðumst ætla i smáferðalag inn i Eyjafjörð og taka með kaffisopa og hvort hann vildi ekki koma með. Jú, það þáði hann með þökkum. Með i för- ina slóst félagi Björns og samstarfs- íslendingaþættir Olafur Tryggvason huglæknir Hinzta kveðja „Sem bliknar fagurt blóm á engi, svo bliknar allt, sem jarðneskt er Ei standa duftsins dagar lengi, þótt dýran fjársjóð geymi i sér það eitt er kemur ofan að, um eilifð skin og blómgast það” V.B. Vinur minn, hjálparhellan, mann- kostamaðurinn og læknirinn, Ólafur Tryggvason frá Hamraborgum, er dá- inn, mig setur hljóða, maður er alltaf jafn óviðbúinn, það er sagt svo aö tim- inn lækni öll sár. Ég vil meina að það hemi yfir en gleymist aldrei, svo mun fara um mig og mina fjölskyldu. Hans skarð verður ætið óuppfyllt og við minnumst hans alla tið. Hann var allt- af reiðubúinn að veita hjálp, hvort heldur að nóttu eða degi og hans hjálp brást aldrei. Við áttum oft, svo ótal oft, tal saman i sima, og er hann kom hing- að til Reykjavikur hittumst við, siðast á siðastliðnu sumri, og áttum við langt samtal saman. bað eru ógleymanleg- ar stundir, dýrgripir sem verða varð- veittir. Hann átti margt ógert hér á jörðu er hann var burtkallaður þann 27/2 s.l. en örmagna af þreytu við að hjálpa öðrum. Honum fannst hann aldrei geta komið nógu miklu i verk. Ólafur var stórbrotinn persónuleiki, heittrúaður á Guð og hans almætti og ávallt reiðubúinn með sinar liknandi hendur og sterkar bænir, til handa öll- um þeim er likamlega og andlega voru þjáðir. Með tregablöndnum huga kveð ég, eiginmaður minn og sonur Ólaf Tryggvason sem nú er horfinn, „meira að starfa guðs um geim,” Ég enda þessi fátæklegu kveðjuorð maður i mörg ár Jón Þórðarson. Við ókum inn Fjörðinn að vestan og inn i Djúpadal, eins langt og komizt varð, á litlum bil. Þá var farið yfir að Möðru- völlum og niður fjörðinn að austan. Skammt norðan við Guðrúnarstaði var stanzað — opnað skottið og boðnar veitingar, sem neytt var með beztu lyst og ánægju. Það var skemmtilegt að ferðast með Birni um Eyjafjörðinn. Hann þekkti alla bæi og vissi deili á flestu fólki, sem þar bjó og hafði búið á liðnum áratug- um. Þegar við ókum framhjá Ytra- Hóli spurði Björn hvort við ættum ekki að lita þangað heim og heilsa upp á fólkið. Við vorum þessu fremur mót- fallin, töldum að við mundum tefja fólkið frá daglegum störfum, þótt við öll i hjarta okkar værum á einu máli um að ánægjulegt væri að heimsækja þetta gestrisna og skemmtilega fólk, sem við höföum átt með margar ánægjustundir á liðnum árum. Við skildum við Björn við heimili hans að áliönum degi. Þetta varð siðasta ferð- in hans um Fjörðinn fagra, þar sem hann hafði slitið barnsskónum og for- feður hans lifað og starfað, hryggzt og glaðzt á liðnum árum og öldum. Um siðustu áramót töluðum við saman i sima og sagði hann mér þá að það eina, sem amaði að sér um þær mund- ir væri það að sig vantaði aðstoð við að gera jólavindlunum rækileg skil. Sú aðstoð var aldrei veitt, þvi miður. Okkur gleymist of oft, að geyma ekki til morguns það, sem við eigum að gera i dag. Við, konan min og ég, kveöjum Björn með söknuði og þökkum honum langa og ágæta viðkynningu. Við ósk- um honum og ástvinum hans, lifs og liðnum, blessunar Guðs. Ég mun ætið minnast hans er ég heyri góðs manns getið. Björn Þóröarson. 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.