Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 18
auölegö anda slns, og hann skilnings- rikur og hjartahlýr. Þau fylgdust meö sóknarbörnum sinum, bæöi á stundum gleöi og sorgar. I hvert sinn er presturinn vann emb- ættisverk i kirkju Stykkishólms, fór frúin meö honum. Hún söng yndislegu sálmana okkar meö sinni fögru rödd og af þeirri list sem túlkar meira en oröin ein. Hann vann öll sin prestsverk af skyldurækni og andans göfgi. Ómetanlegt starf leystu þessi ágætu hjón af hendi I 45 ára þjónustu þriggja kirkjusókna. Þeim hjónum varö ekki barna auöiö, en eignuöust tvo fóstursyni, sem þau auösýndu kærleika og umhyggju, enda hafa þeir veriö foreldrum sinum til sóma og yndisauka. Nú þegar hún er horfin, veit ég aö þeir munu reynast sinum aldraöa fööur vel. Sökum starfs mins sem kannara I Stykkishólmi átti ég ekki eins nána samvinnu viö neinn og séra Sigurö, utan minna ágætu samkennara. Hann var alla tiö prófdómari. Meö þvi aö kenna kristnifræöi i skólanum var þaö min heita bæn og von aö ég hjálpaöi foreldrum skóla- barnanna til aö beina sálum þeirra á braut trúar og siögæöis. Eftir beztu getu útskýröi ég fyrir þeim og kenndi um lif og störf, Jesú Krists I þágu okk- ar, syndugra manna. Svo tók prestur- inn viö og bjó þau undir ferminguna, meö sinum miklu kennimannshæfi- leikum og ljúmennsku I nærveru ómót- aöra sálna. Fermingardagarnir I Stykkishólms- kirkju eru meö minum kærustu endur- minningum. Þegar ég horföi á ung- mennin standa viö altariö á litlu kirkj- unni okkar og játa trú slna. Þessar stundir voru mér bæöi sárar og sælar. Þau voru aö kveöja barnaskólann og mig sem kennara. Jafnframt var ég hamingjusöm og þakklát fyrir að hafa boriö gæfu til aö eiga samleiö meö þeim, fylgjast með þroska þeirra og vita aö fyrsta áfanganum á lifs- brautinni var náö, foreldrum þeirra til ólýsanlegrar gleöi. Þetta eina dæmi um samvinnu okkar séra Siguröar nefni ég hér, þó frá mörgu fleira mætti segja. Engan skugga bar á tjald minninga minna frá samstarfi okkar I 30 ár. Meö þessum fáu og ófullkomnu orö- um um þessi merku hjón, vona ég aö þeir, sem þetta lesa, skilji, hvaö mikil andleg næring þaö var fyrir mig, maka minn og börn aö njóta vináttu þeirra og óbilandi tryggöar I marga áratugi. Ég veit, aö nú þegar frú Ingigeröur er horfin okkur og séra Sigurður, fyrr- verandi prófastur, oröinn aldurhnig- 18 inn, munu allir, sem áttu þvi láni aö fagna aö njóta starfskrafta þeirra og leiösagnar i Stykkishólmi, hugsa til þeirra meö einlægum vinarhug og þakklæti Sá einn, sem allt skilur og dæmir, mun launa þeim aö veröleik- um. Fyrsti mogunn frú Ingigeröar á landi eilifa lifsins var á sunnudegi. Þaö finnst mér táknrænt fyrir störf hennar I þessum heimi. Sólargeislar munu nú ná til aö verma sál hennar á þroskabraut framhaldsllfsins. Mlna kæru vinkonu kveð ég meö orö- um Frelsarans: „Sælir eru hjarta- hreinir, þvl aö þeir munu Guö sjá”. Sesselja Konráösdóttir. t Þegar I bernsku minni varö Ingi- gerður Agústsdóttir vildarvinkona min, þótt á okkur væri mikill aldurs- munur. Siöan er Iangt um liðiö og oft- ast veriö vik á milli vina, en eigi aö siður var tryggö hennar ætlö bresta- laus. — Ingigeröur var fædd i Ólafsvik 28. febrúar 1893. Foreldrar hennar voru Asgeröur Arnfinnsdóttir og Agúst Þórarinsson. Ung fluttist hún meö þeim til Stykkishólms, þar sem hún ólst upp og átti siðan heima mestan hluta ævi sinnar. Agúst faöir hennar var lengst af verzlunarstjóri i Stykkis- hólmi en hann var Arnesingur aö ætt bróöir séra Arna á Stórahrauni. Asgeröur átti hins vegar ættir aö rekja til Snæfellinga og Skagfiröinga. — Ariö 1920 varð Sigurður ó. Lárusson prest- ur I Stykkishólmi, en hann og Ingi- geröur giftust ári siöár. Þau bjuggu i Stykkishólmi til ársins 1965, aö þau fluttust til Reykjavikur. — Uppeldis- synir þeirra eru Siguröur Reynir Pctursson hæstaréttarlögmaöur og dr. Bragi Jósepsson. — Frú Ingigeröur var lengi veil til heilsu, hún lézt á Elliheimilinu Grund 8. febrúar slöast- liöinn. — Þegar hún varö sjötug sendi ég henni opið bréf I Timanum. Hafi efni þess verið timabært þá, gæti svo eins verið nú að leiöarlokum. Þess vegna birtist það hér á eftir, reyndar nokkuð stytt. Siöan Þorbergur skrifaöi sitt forláta bréf til Láru, hefur alla tlð verið geig- ur I mönnum að senda konum linu á prenti. Það er þessi gamla feimnis- tepra og peysuskapur jafnframt rim- ruglingnum, að halda sig geta tekið astralplanið I einu skrefi, þótt maður hafi aldrei þekkt annað plan en Tangs- planið. En ég held, að þetta sé aö breytast, að minnsta kosti meö feimn- istepruna, öldin er ný, tíminn einkenn- ist af spútnikum og geimförum, og þrátt fyrir aukna spennu, aukinn hraöa og aukna taugaveiklun, eru menn orðnir dulitið svalari, komin ný kynslóð með kaldari körlum. Ég skal segja þér dæmi af sjálfum mér, og ég er þó vaxinn upp úr fermingarbuxun- um eins og þú veizt. Fyrir nákvæmlega tiu árum reis ég upp úr rúmi minu stundarfjórðung fyrir sex og fór að tina á mig spjarirn- ar. Konan sperrir upp augun og segir: „Hvaöa irafár ér þetta I þér maöur, sérðu ekki, að það er nótt enn þá”. — „Heyrðu, þú veizt, að ég á vinkonu vestur I Hólmi, og hún verður sextug eftir fjóra daga. Ég ætla aö taka dag- inn snemma”. — Aö þvl búnu vatt ég mér niður og að skrifboröinu. Penninn rann yfir hverja síðuna á fætur ann- arri. Ég las þetta yfir aftur og aftur, stundum strikaði ég út heila kafla, stundum gerði ég strik yfir siöuna horní horn, eins og á barnastll, sem ókleift er að leiðrétta. Ég gaf mér varla tima til aö fara i mat eöa kaffi. Svo leið dagurinn og enn fremur nótt- in. Karlarnir þrömmuöu niöur Vita- stiginn á leið I vinnu, og klukkan var hálf niu, þegar ég kom upp. — „Þetta er orðin meiri greinin”, segir Helga. „Þú lofar manni kannski að sjá produktið”. — „Þaö er I bréfakörf- unni”, anzaði ég og vatt mér undir sæng. Eiginlega voru þessi sögulok þér aö kenna. Ég man það ekki fyrir vist, hvort þú innrættir mér meö oröum, að það sem maður gæfi vinum slnum ætti aö vera ekta, helzt prlma, en hafi það ekki veriö, þá læröi ég þannan móral á þvi, hvernig þú umgekkst vini þina. En nú er ég orðinn svo kaldur karl, aö ég ætla aö láta mig hafa þaö aö fara úr peysunni, viðurkenna, aö planiö mitt er bara Tangsplanið og mata „Timann”, en ekki bréfakörfuna á bréfstúf til þin. Sjálfsagt stafar svona brek af einhverri veilu I skapgerðinni, ætli Freud heföi ekki flokkað það undir slappleika I móralnum. Eitt sinn var ég staddur hjá ykkur hjónum, það var um sumar, á lestun- um, og sjálfsagt einhverjir aö taka of- an ullarklyfjar austur á Tangsplani. Við sátum inni á kontór, þú, séra Sigurður og ég, og spjölluöum um eitt- hvað nauöalágfleygt. Þér veröur litið út um gluggann. — „Ha, kva, kemur ekki pabbi”. Þetta var engin missýn, hann var stiginn fyrir hlöðuhornið hans Lárusar Knudsens, fór sér hægt, vaggaði grand og haföi hendur I vös- um. — „Eru margir aö koma meö ull”, spurði ég. — „A, einhverjir sunnan- menn”. — Hann drakk úr bollanum, stóð síðan upp, gekk tvívegis enda á milli I kontórnum, staönæmdist að þvi íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.