Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Page 15

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Page 15
Halldór Guðmundsson Siglufirði F. 23/5 1889 D. 28/1 1975 HALLDÓR Guðmundsson var jarð- settur frá Siglufjarðarkirkju, 8. febr. sl. að viðstöddu fjölmenni. Halldór var þjóðkunnur athafna- maður, kenndur við hús sitt við Vetr- arbrautina á Siglufirði sem heitir Frón. Allir kannast við Halldór i Frón, nánari lýsing óþörf. Hann var sonur Guðmundar Björns- sonar bónda i Böðvarshólum i Vestur- Húnavatnssýslu og Þórunnar Hans- dóttur frá Litla-Ósi. Hann ólst upp á Bergsstöðum og Böðvarshólum til 18 ára aldurs við venjuleg sveitastörf en fór þá á Flensborgarskóla i Hafnar- firði og stundaði þar nám 1908-1910. Flensborgarskóli var i þá daga mjög góður skóli (og er sennilega enn) og margir ungir menn þeirra tima fengu þar sitt veganesti, sem hefur dugað þeim vel. hver sem i hlut átti. Hitt var lika jafn- vist, að hún var langminnungri á það sem hún taldi sér vel gert, en almennt gerðist. Arin á Litlu-Ásgeirsá hafa verið henni góöur hvildartimi, þar sem hún naut þess að lifa með börnum þeirra Ólinu og Sigurvalda, sem hún unni mjög, enda gagnkvæmt á báða vegu, að ég hygg. A siöustu árum ævinnar átti hún við margs konar vanheilsu að striða, og var þá oft þungt haldin. Þessar byrðar bar hún æörulaust i trausti á Drottin sinn, og frelsara, sem hún fékk oft að reyna aö styrkti hana og gaf henni bjarta von til framtiðarlandsins, hin- um megin grafar. Útför Ingibjargar fór fram, að Viði- dalstungukirkju, þann 8. júni. Var fjöl- mennt viö útförina, og margir langt að komnir. Að siðustu vil ég, og fjölskylda min, votta Gunnari, og öllum ástvinum Ingibjargar, innilegustu samúö, við andlát hennar, og kveðjum við hana með vinsemd og þökk. Gunnþór Guömundsson Arið 1910 fór Halldór til Noregs og dvaldist þar i nokkur ár. Þar nam hann beykisiðn ásamt ýmsu fleiru, sem að gagni mætti koma, norska hag- sýni og fleira. Eftir heimkomu frá Noregi byrjaði hann á sildarsöltun á Siglufirði, einn af hinum kunnu brautryðjendum á þvi sviði, og hefur alla tið siðan verið Sigl- firöingur i húð og hár. Þar setti hann upp fyrstu tunnuverksmiðju á Islandi, rak umfangsmikla útgerð og verzlun um áratuga skeið. Arið 1918 kvæntist Halldór Sig- riði Hallgrimsdóttur og áttu þau 3 börn, sem öll urðu góðir og þekktir borgarar, öll búsett i Reykjavik, en þau eru: Birna gift Vilhjálmi Guð- mundssyni verkfræðingi og fram- kvæmdastjóra Sildarverksmiðja rikis- ins, sem dó um aldur fram af slys- förum, Gunnar framkvæmdastjóri sem dáinn er fyrir tæpum tveim árum kvæntur Guðnýju óskarsdóttur Hall- dórssonar hins þekkta sildarútgerðar- manns, og Sævar ljósmyndari kvæntur Auði Jónsdóttur Hannessonar múr- arameistara. Þau hjón Halldór og Sigriður slitu samvistir 1933. Halldór var hógvær i framkomu allri, kurteis i viðmóti og hafði ávallt opin augu fyrir öllu sem að gagni mætti koma. Hann var maður stórhuga, iðinn og ástundunarsamur við hina breytilegu en sifellt nokkuð erfiðu lifsbaráttu og gekk á ýmsu á hans lariga vinnudegi eins og vænta má . Það má segja um Halldór eins og Jóhannes úr Kötlum orðar það, að hann ,,hafi ýmist borið arfinn hátt eða varizt grandi”. Hann var alla tið æðrulaus, rólegur, ræðinn, fyrirmann- legur og skemmtilegur og hélt þessum mannkostum til æviloka. Halldór fékk hægt andlát, verðskuldaða náðargjöf frá forsjóninni, sofnaði að kvöidi dags og vaknaði ekki aftur. Löngum og erilsömum vinnu- degi lokið án langvarandi sviptinga við manninn með ljáinn. Ég sendi þessum aldna heiðursmanni hinztu kveðjur og votta börnum hans, tengdadætrum, barna- börnum og öðrum ættingjum, vinum hans og venzlamönnum samúð við andlát hans og útför. Guöfinnur Þorbjörnsson íslendingaþættir 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.