Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 8
Stefán Pálmason Korpúlfsstöðum f. 15. október, 1892 d. 9. febrúar, 1975. Stefán Pálmason fyrrum bústjóri á Korpúlfsstöðum lézt að Hrafnistu i Reykjavik sunnudaginn 9. febrúar, 1975. Með honum er horfinn af sjónar- sviðinu sérstæður persónuleiki og mikill drengskaparmaður. Stefán var Skagfirðingur að uppruna, sonur séra Pálma Þórodds- sonar er sat fyrst að Felli i Sléttuhlið, siöan að Höfða og Hofsósi. Séra Pálmi var ættaður af Suður- nesjum, en Anna kona hans var skag- firsk, dóttir Jóns prófasts Hallssonar i Glaumbæ og Valgerðar Sveinsdóttur. Stefán fæddist að Höfða á Höfða- strönd 15. október 1892 og var sjöundi i rööinni af 11 systkinum, sem upp komust. 011 voru þessi mörgu systkini velþekkt dugnaðar- og mannkostafólk, sem báru fast svipmót i útliti og fram- komu. Systurnar þóttu glæsilegar og friðar svo orð fór af. Bræðurnir voru miklir á velli og karlmannlegir svo sem var Pálmi faðir þeirra. Þótt ekki hafi verið auður i garði hjá prestshjónunum á Höfða, var heimili þeirra orðlagt rausnar og menningar- heimili og þar fengu systkinin það veganesti sem vel entist langa ævi. Stefán sótti nám i búnaðarskólann að Hólum, en þá var þar skólastjóri Sigurður Sigurðsson, siðar búnaðar- málastjóri, hinn hugsjónariki fram- faramaður um jarðrækt og búskap. Með eldmóði sinum og fjöri hafði Sigurður mikil og varanaleg áhrif á flesta nemendur sina og jók manndómshug þeirra og trú á mátt is- lenzkrar gróðurmoldar. Stefán stundaði landbúnaðarstörf i Danmörku um skeið, eftir að hann lauknámiá Hólum. Mun sá skóli hafa reynzt honum ærið notadrjúgur siðar og mátti raunar oft sjá þess stað i umgengni og verkstjórn Stefáns. Þegar Jón S. Pálmason og Hulda Stefánsdóttir hófu búskap á Þingeyr- um árið 1915 réðst Stefán til þeirra og dvaldi þar i nær áratug. Þá voru ,ir bræður á bezta aldri, atorkumenn miklir og kappsfullir. Framkvæmdir ýmsar og búskapur hins unga bónda á Þingeyrum vöktu viða athygli. Þaðan bárust i næstu sýslur sagnir, stundum með nokkrum þjóðsagnablæ, um þá bræður og búskapinná Þingeyrum, svo vart hafa störf þeirra alltaf verið hversdagleg. Og enn i dag lifa sagnir frá þessum árum, um þá bræður, tiltektir þeirra og tilsvör er bera vott snöggum viðbrögðum, áræði og karlmennsku. A Reynistað mun Stefán einnig hafa dvalið nokkuð á þessum árum hjá Sigrúnu systur sinni og Jóni Sigurðs- syni alþingismanni. Vorið 1926 réðst Stefán ráðsmaður að Hólum i Hjaltadal. Þá var á Hólum mannmargt i heimili auk skólapilta og mikil umsvif við búskap og byggingar en aðdrættir erfiðir. 'öld vé.a var þá ekki runnin upp, svo allar fram- kvæmdir byggðust á atorku og afli manna og hesta. A Hólum reyndist Stefán stjórnsam- ur i bezta lagi, vinsæll, hamhleypa til allra verka, kappsamur og forsjáll. Oft minntust foreldrar minir þess siðar hve mikið happ það hefði verið, er Stefán réðst til þeirra ráðsmaður fyrir sakir trúmennsku hans, hagsýni og áhuga. Alla tið siðan hélzt með þeim góð vinátta, þótt leiðir skildu er þau fluttu frá Hólum. Um skeið veitti Stefán forstöðu starfsemi Dyraverndunarfélagsins að Tungu við Reykjavik. Mun það starf hafa fallið honum allveg, þvi alla tið var hann nærgætinn við skepnur og mikill dýravinur. Arið 1931 gerðist Stefán ráðsmaður að Korpúlfsstöðum i Mosfellssveit hjá Thor Jensen, hinum alkunna athafna- manni. Þá var þegar hafin þar mikil ærktun og byggingarframkvæmdir og búrekstur i stærri stil en áður hafði þekkzt hér á landi. Heimilið að Korpúlfsstöðum var mannmargt, stundum 40-50 manns, og ráðsmaðurinn þurfti auk þess að hafa umsjón með framkvæmdum ýmiss konar og heyöflun á nokkrum jörðum, sem nytjaðar voru frá Korpúlfs- stöðum. Kom sér þá vel fyrir Stefán að hafa að baki alllanga reynslu við stjórnun búrekstrar á stórum jörðum, þó á Korpúlfsstöðum væri að visu flest stærra i sniðum en verið hafði norðan- lands. Thor Jensen leitaðist við að vélvæða búskap sinn svo sem auðið var á þeim tima, en þvi fylgdu að sjálfsögðu margvislegir byrjunarörðugleikar, vegna þess hve reynsla og þekking á búvélum var takmörkuð og skortur al- gjör á viðgerðarþjónustu, sem að mestu þurfti að koma upp á eigin spyt- ur. Þrátt fyrir kreppuár og ymsa örðug- leika, var ræktun og uppbyggingu haldið áfram af krafti á Korpúlfsstöð- um unz þar var risið stærsta kúabú landsins með fullkomnum byggingum og tækjakosti til hvers konar bústarfa og nytingar mjólkur. Var á þessum ár- um unnið þar margvislegt brautryðj- andastarf á sviði ræktunar og búskap- ar i stórum stil, og fitjað upp á ymsum nyjungum i búskaparháttum. Þaö mun samdóma álit beirra, sem 8 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.