Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 14
 Ingibjörg Jósefsdóttir frá Litlu-Ásgeirsá Þann 2. júni 1974 lézt á sjúkrahúsinu á Hvammstanga Ingibjörg Guðrún Jósefsdóttir, frá Litlu-Asgeirsá i Viði- dal, Vestur-Húnavatnssýslu. Hún var fædd að Bakkakoti i Viðidal (nú Bakka) 17. október 1889, og þvi á áttugasta og fimmta aldursári. Foreldrar Ingibjargar, Sigurlaug Þorsteinsdóttir og Jósef Bjarnason, bjuggu þá i Bakkakoti. Þaðan fluttust þau að Enniskoti i sömu sveit, og dó Jósef faðir Ingibjargar þar frá sjö ungum börnum þeirra hjóna. A þess- um árum var viða mikil fátækt og varð Siguriaug móðir Ingibjargar að bregða búi og koma börnunum fyrir. Ingibjörgukom hún fyrir á Helgavatni i Vatnsdal, hjá Guðrúnu Þorsteins- dóttur, háifsystur sinni og manni hennar Jóni Jónssyni, og ólst hún þar upp. Systkini Ingibjargar eru þessi, Guð- mundur, fyrrum bóndi i Nipukoti, dá- inn fyrir nokkrum árum. Þorsteinn, fyrrum bóndi Umsvölum dáinn, Sig- valdi, áður bóndi Eldjárnsstöðum, dá- inn, Bjarni, drukknaði ellefu ára gam- all I sýki hjá Nipukoti, Þorbjörn, dó á Siglufirði, og enn á lifi er Asgrimur, búsettur i Reykjavik og séra Valdimar Eylands, búsettur i Ameriku. Frá Helgavatni réðist Ingibjörg vestur i Viðidal vinnukona að Galta- nesi, og siðan að Titlingastöðum, (nú Laufási), þar kynntist hún fyrri manni sinum Pétri Jónssyni. Gengu þau i hjónaband árið 1913, og voru i hús- mennsku i eitt eða tvö ár, en fluttust þá að Deildarhól i Viðidal og fóru að búa þar. Henti nú sama áfallið Ingibjörgu eins og móður hennar áður, að hún missti mann sinn frá fjórum ungum börnum. Var nú ekki um annað að gera fyrir hana en að bregða búi, réðst hún að Auðunnarstöðum meö eitt bamanna meö sér, hinum varð hún að koma fyrir. Ekki þarf að lýsa þvi hversu þung raun þaðhefir verið fyrir mæðurnar á þessum tima að þurfa að tvistra frá sér börnum sinum, eins og oft gerðist, þar sem ekki voru önnur úrræði tiltæk þá. Lifðu mæðurnar fyrst og fremst fyrir börnin sin og sitt heimili, en ekki fyrir neina annarlega þanka um hvernig mætti varpa þessu frá sér, svo 14 er raunar enn i flestum tilfellum sem betur fer. Börn Ingibjargar og Péturs eru Guð- rún Jónina, sem var gift Sigtryggi Jó- hannessyni sem nú er dáinn, Sigurður Jósef kvæntur Margréti Sveinsdóttur, og eru þau búsett i Reykjavik, ólöf Aðalheiður gift Guðmundi Jóhannes- syni, einnig búsett i Reykjavik, og Sigurlaug ógift dó um tvitugsaldur. Þaö rættist nú betur úr fyrir Ingi- björgu, með sinn barnahóp, en á horfð- ist, þvi að eftir eins árs dvöl á Auöunnarstöðum, eða árið 1925, réðist hún til Gunnars Þorsteinssonar, sem bjó i Stóru-Hlið. Þar bjuggu þau I átján ár, og börn Ingibjargar ólust þar upp að mestu leyti. Þau Gunnar og Ingibjörg eignuðust einn son, Þorstein að nafni. Þessi son- ur þeirra var andlega og likamiega fatlaður og urðu þau að koma honum á hæli, þar sem hann dvaldist þar til hann dó árið 1970, þá um fertugt. 1 Stóru-Hlið bjuggu þau Ingibjörg og Gunnar allsæmilegu búi, og undu þar vel hag sinum. Að visu voru erfiðir að- drættir og reytingssamur heyskapur, en landgæði mikil fyrir sauðfé, þegar til náðist. Nægjusemi og dugnaður gerðu það að verkum að i Stóru-Hlið búnaöist þeim vel á þess tima mæli- kvarða. I öxnatungu bjuggu nokkur ár Guð- rún, dóttir Ingibjargar, og Sigtryggur maður hennar. Attu þau fjórar dætur og tóku Ingibjörg og Gunnar næst- yngstu dótturina i fóstur, Ólinu nú hús- freyja á Litlu-Ásgeirsá. Vorið 1943 brugðu þau svo búi i Stóru-Hlið, og fluttust að Galtanesi i sömu sveit. Voru þau svo á ýmsum stöðum i Viðidal, þar til fósturdóttir þeirra Ólina giftist og tók við búi á Litlu-Asgeirsá ásamt manni sinum Sigurvalda Björnssyni frá Hrapps- stöðum. Hafa þau nú dvalizt þar siðan, nema hvað Ingibjörg var á sjúkrahús- inu á Hvammstanga siðustu æviárin. Eins og sjá má af framanskráðu hef- ir Ingibjörg oröið fyrir þungri lifs- reynslu strax i bernsku, og einnig á beztuárum æfinnar. Ekki verður ann- að sagt en að hún hafi staðið sig eins og hetja i öllu sinu lifsstriði. Hún var hreinskiptin og sagði sina meiningu, íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.