Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 3
lands. Þá hafði hann einnig mikinn
áhuga fyrir margvislegum
jarðfræöilegum efnum og var mjög vel
kunnugur hreyfingu skaftfellsku
skriöjöklanna og annaðist jökla-
mælingar fyrir Jöklarannsóknafélagið
um langt skeið. Var það honum mikið
fagnaðarefni við þær rannsóknir, að
sjá leifar isaldarinnar smá hopa til
baka fyrir hlýrra og mildara veður-
fari, en nýgræðingur fylgdi á flótta
jökulsins eftir og þar sem jökull hafði
legið á skaftfellsku landi á þriðja tug
aldarinnar hófst ræktun graslendis i
stórum stil. Þá vakti það honum einnig
fögnuð aö sjá vélaorku samtiðarinnar
leggja fjötur á jökulfljótin á skaft-
fellsku söndunum með fyrirhleðslu
vatnanna og myndarleg mannvirki
risa með brdargerð á árnar, sem áður
höfðu torveldað umferð. Mjög varð
hann einnig hugfanginn af öllum
nýjungum við heyþurrkun og vann
allmikiö að uppsetningu
súgþurrkunarkerfa i hlöðum bænda i
heimabyggð sinni.
Þótt Skarphéðinn starfaði viða átti
hann jafnan heima á Vagnsstöðum til
dauöadags, og þar stóðu rætur hans
þeim rótum, sem aldrei rofnuðu.
Sveitungar hans höfðu slikan átrúnað
á hagleiksgáfu Skarphéðins, sem
nálgaðistoftrú, enda varsúsaga sögð,
að einn nábúi hans hefði komið til hans
og beðið hann að smiða fyrir sig
„mariugler” i steinoliuvél. En til
þess skorti Skarphéðin getu en ekki
góövilja.
Skarphéðinn Gislason var alla ævi
að læra og nema nýjar fræðigreinar og
ávallt að kenna og miðla öðrum af
þekkingarforða sinum.
A siðustu árum hafði honum bætzt
nýtt námsefni, sem honum lék nokkur
forvitni á að fræðast um. En það var
ráðgátan mikla um það hvort að við
tæki endalaus svefn aö lokinni þessari
jarðvist, eða að nýr heimur opnaðist
með nýjum starfsdegi og nýjum náms-
greinum.
Sá var dýrasti draumur
Skarphéöins Gislasonar og annarra
aldamótamanna að létta oki áþjánar
og krappra kjara af þjóðinni og skapa
hér bjartara og betra mannlíf. Þessi
draumur hefur nú betur rætzt en bjart-
sýnustu menn á morgni aldarinnar
þorðu að vona. Þvi er gott athafna-
samri kynslóð að taka sér hvíld frá
starfi eftir að hafa lagt stein i grunn
framtiöarinnar á löngum og annasöm-
um degi.
Torfi Þorsteinsson
t
Ég gekk upp i gömlu rafstöðina
mina einn daginn i janúar, þegar hlé
var á illveðrahamnum. Þaö var gott
veður þennan dag og sá til sólar. Ekki
var nú vegurinn góður, umbrota ófærð
á köflum, en að stöðvarhúsinu skildi ég
komast þó gamall væri, þangað hafði
ég átt svo mörg spor til að hagræða
vatninu fyrir ljósin og aldrei látið vont
veður, slæman veg eða náttmyrkur
hamla för minni, hvi ekki sýna að enn
var einhver töggur i gamla skarinu
fyrst að týrði á þvi. Ég settist á auðan
og þurran blett á stöðvarhúsveggnum,
og fór að hugsa. Heldur var kuldaleg
aðkoman hér, hálft þilið fyrir risinu
fokið burt, og ósköp töturlegt kringum
húsið og það hálf fullt af snjó. Muna
mátti það sinn fifil fegri meðan ljós
streymdu frá þvi i Halabæinn.
Fyrir 46 árum var þetta hús byggt,
vélar settar i það, vatn leitt til þeirra
120 metra vegalengd, og hjólið tók að
snúast, það voru miklir dýrðardagar á
Hala siðustu sumardagarnir 1928.
Fyrsta vetrardag þess árs komu ljós
og mikil hjálp til suðu i Halabæinn frá
hinni nýju rafstöð. Nú var öll tilhlökk-
un búin, en ánægja og aðdáun komin i
þess stað.
Rafstöðina setti upp hinn kunni hag-
leiksmaður Skarphéðinn Gislason
Vagnsstöðum. Gerði hann allt til aö
gera mér rafstöðina sem ódýrasta
m.a. með þvi að smiða vatnshjólið án
endurgjalds. Nú er Skarphéðinn dáinn,
hann andaðist átjánda desember s.l.
tæpra áttatiu ára, og rafstöðin min
hætti að snúast fyrir þremur árum,
rafstöðin sem hann Skarphéðinn setti
upp af svo góðum hug. Ég má ekki láta
Skarphéðin liggja alveg óbættan hjá
garði, þess vegna ætla ég að drepa á
helztu atriði úr lifi hans með þessum
linum. Skarphéöinn var þekktur viðast
um þetta land, og þá m.a. fyrir leið-
beiningar sinar og aðgerðir að veita
ljósi, yl og vatni i bæina sem fólkið
þarfnaðist svo tilfinnanlega á þeim ár-
um sem Skarphéðinn var i blóma lifs-
ins. Vatnsburðurinn i bæina var áþján
fyrirfólkið, viða erfiður vatnsvegur og
langur sem þreytti þá er framkvæma
þurftu verkið. Þetta fann Skarphéöinn,
þess vegna vann hann með fullum
áhuga að þvi að sjálfrennandi vatn
kæmist á sem flest heimili, en þar sem
var ekki aöstaöa að taka vatnið sjálf-
rennandi, þá að taka það með þrýsti-
dælu (hrút) þó móti brekku þyrfi að
þrýsta og hæðarmunur skipti fleiri
metrum. Ég hygg að margir séu vitt
um okkar land sem nutu aðstoðar
Skarphéðins i þessu efni, þó mest hafi
hann unnið fyrir Austur-Skaftfellinga,
enda þar búsettur, þó var hann ráöu-
nautur Búnaðarsambands Austur-
lands i vatnsveitu og rafveitumálum
1926—1929, og að sama vann hann hjá
Búnaðarsambandi Suðurlands 1925 og
1927. Einhvern veginn finnst mér hann
bæöi beint og óbeint komið við sögu i
þessum málum viðar en þegar er get-
ið. Hann ferðaðist um mikinn hluta
þessa landá, hefur hann þá eflaust átt
tal við fólkið um sin áhugamál, og þess
mestu nauðsynjamál, sem á þeim
tima voru talin rafvæðing i bæina og
vatn i þá.
Margar rafstöðvar setti Skarphéð-
inn upp viða um landið og hafa sumar
þeirra unnið fram að þessu. A þeim
árum sem hinir sjálfmenntuðu bænda-
synir I rafmagnsfræði voru að setja
upp rafstöðvar vitt um landið, þeir
Skarphéðinn á Vagnstöðum, Helgi á
Fagurhólsmýri og Bjarni I Hólmi, var
litið farið að tala um stórvirkjanir,
voru þvi rafstöðvarnar sem þeir settu
upp vitar, sem lýstu til stærri verka.
Skarphéðinn var vel gerður maður
bæði til likama og sálar, hann gat lagt
gjörfa hönd á allt sem að hagleik laut,
enda leituðu margir til hans eftir
hjálp. Hann mun hafa smfðað um
þrjátiu báta, sett upp margar mið-
stöðvar til húsahitunar. Ótalin eru
handtök sem hann eyddi fyrir fólk i
viðgerð ýmissa heimilistækja og véla.
Skarphéðinn gerði mörg tundurdufl
óvirk sem rak á fjörur hér i sýslu
eftireeinna striöið.og mig minnir hann
hafa farið i Vestur-Skaftafellssýslu til
að eyðileggja tundurdufl. Þetta var
vandaverk ef vel átti að fara. En
Skarphéðni fipuðust ekki handtökin og
allt fór vel. Rafstöðvarstjóri var
Skarphéðinn hjá Þórhalli Daníelssyni
á Höfn tvo vetur 1922—1924. Fyrstu
vatnsleiðsluna lagði hann i bæinn á
Vagnstöðum 1918. Fleiri áttu eftir að
koma. Hnakka og söðlasmiði nam
hann ungur, eins silfur og gullsmiöi, en
gerði hvorugt að lifsstarfi. Þá má geta
þess að hann kunni vel að fara með
byssu, fyrir það dró hann marga mál-
tiðina i sitt heimili sem á hans yngri
árum var vel þegiö.
Skarphéðinn var drengur góður,
léttur i lund og skemmtilegt við hann
að ræða. Hann var fróðleiksfús, fræð-
andi og viðlesinn. Hann var athugull
mjög, og vann að þvi að tryggja mætti
öryggi manna gegn ýmsum hættum. 1
þvi sambandi minnist ég að hann
gekkst fyrir stofnun Slysavarnadeild-
ar hér i hreppnum og val flugvallar
fyrir minni flugvélar til sjúkraflugs.
Skarphéðinn var félagsmaður ágæt-
ur, honum var félagsandinn i blóð bor-
inn. eins og fleirum þeim systkinum.
Hann var einn af máttarstoðum U.M.
F. Visir sem vann að þvi á sinum tima
að skapa félagslega menningu i Suður-
3
íslendingaþættir