Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 6
hann heföi ekki viljað á sig leggja
Vagnsstaðaheimilinu til heilla og
blessunar, enda held ég að mestur
hluti fjármuna hans hafi farið i tækja-
kaup sem miðuöu að þvi að létta
bústörf heimilisins bæði utan húss og
innan.
Skarphéðinn átti sér alla ævi tryggt
athvarf á Vagnsstöðum, fyrst i föður-
húsum, siöan hjá bróður sinum og
mágkonu, og nú að sföustu hjá bróður-
syni sinum, konu hans og litlu dóttur
þeirra, sem ég nú veit að biðja þessum
látna heimilisvini sinum allrar guðs-
blessunar á leið sinni um fyrirheitna
landiö, um leið og þau þakka honum
allt og allt.
Skarphéöinn Glslason fæddist að
Vagnsstööum i Suðursveit hinn 18.
janúar 1895, sonur hjónanna Halldóru
Skarphéöinsdóttur og Gisla Sigurðs-
sonar, sem þar bjuggu allan sinn
búskap. Hann lézt eins og fyrr segir
hinn 18. desember 1974 tæplega áttatin
ára að aldri. brátt fyrir þau áttatiu ár,
sem hann hafði lagt aö baki sér, þá
getum við nærri sagt að hann hafi lát-
izt mikiö fyrir aldur fram, svo ungur
var hann bæði andlega og likamlega,
og það svo, að hver sá, er ekki vissi
aldur hans, hefði vart hugsað sér hann
eldri en sextugan, svo léttur var hann i
lund og kvikur á fæti, og á öllum
mannfundum hrókur alls fagnaðar.
Hann var prýðilega vel greindur og
skemmtilegur, mjög viðræðugóður, og
ætiö reiðubúinn að tala við hvern sem
var. Ræddi hann þá málin frá ýmsum
hliðum og lét þá skoðanir sinar hik-
laust I ljós og af fullri einurö, og kom
það þá fljótt i ljós, að hér talaði mað-
ur, sem haföi oftast fulla þekkingu á
þvi sem á góma bar.
Skarphéðinn var ákaflega vinmarg-
ur enda ávann hann sér traust alira
þeirra samferðamanna, er honum
kynntust hvar sem var á landinu, og ég
hygg að flestir þeirra sem enn eru of-
ar moldu minnist hans nú i hljóðri
þökk.
Skarphéðinn Gislason var eftir-
minnilegur öölingsmaður, sem vildi
öllum allt hið bezta. Við vinir hans
söknum hans og virðum minningu
hans. Ég votta eftirlifandi systkinum
hans og heimilisfólki og öðrum
ættingjum og ástvinum innilega hlut-
tekningu frá okkur hjónunum með
alúðarþökk fyrir ágæta kynningu.
Guð blessi minningu þina. bökk
fyrir allt og allt.
borsteinn Jónasson.
t
6
bótt nokkuð sé liðið siðan Skarp-
héðinn frændi minn andaðist og var til
moldar borinn, vil ég engu að siður
láta hér með verða af þvi, að geta hans
nokkrum orðum, þar sem stundum er
sagt, að betra sé seint en aldrei, þótt
það, I þessu tilfelli, sé ekki af ráðnum
hug gert. brátt fyrir það bið ég vel-
virðingar á þvi.
Sem lltill drengur var ég i nokkur
sumur nokkra mánuði á Vagnsstööum
I Suðursveit, og átti þar við gott atlæti
frændfólks mins að búa. Frændi minn,
Skarphéðinn, lagði sitt af mörkum til
þess, óeigingjarn og næmur á það,
hvað var manni fyrir beztu hverju
sinni. Ber að þakka það, sem vel er, þó
ég sem ungur þegn hefði ekki alltaf
fullan áhuga eða skilning á þvi I reynd,
eins og gengur, þó að það færi ávallt að
lokum á þann veg sem frændi minn
vildi með eðlislægni sinni, þvi honum
þótti vænt um börn, og vorum við þvi
oftast hinir mestu mátar.
Skarphéðinn fæddist á Vagnsstöðum
i Suöursveit 18. janúar 1895, en lézt þar
skyndilega 18. desember 1974, og mun
banamein hans hafa verið heila-
blæðing. Kenndi hann sér lasleika
nokkrum dögum áður en hann var
allur, og var af þeim sökum viðbúinn.
Sigbjörn Jörgen Skarphéöinn, eins
og hann hét fullu nafni, þótt hann væri
lengst af ævi sinni aldrei kallaður
annað en Skarphéðinn, eða Héðinn, af
skyldfólki og öörum vinum og kunn-
ingjum, vantaði aðeins einn mánuð til
aö ná áttatiu ára aldri, er hann lézt á
heimili sínu á Vagnsstöðum.
Hann mun hafa verið fimmta barn
þeirra sæmdarhjóna Halldóru Skarp-
héöinsdóttur og Gisla Sigurðssonar, er
bjuggu á Vagnsstöðum alla sina
búskapartið, en munu i upphafi hennar
hafa reist sér þar nýbýli, árið 1884.
Skarphéöinn var bróöir Lárusar Gisla-
sonar, sem var trésmiður á Eskifirði
fyrir nokkrum áratugum, og átti lengi
heima á bænum ögri við Stykkishólm.
Lárus var kvæntur Hallfriði
Guðmundsdóttur frá Skarði i Lundar-
reykjadal, en þau hjón voru foreldrar
móður minnar, Mariu, sem ung að
árum var ættleidd af þeim sæmdar-
þegnum Magnúsi Benjaminssyni
úrsmið, ættuðum frá Stekkjarflötum i
Eyjafirði og Sigríði Einarsdóttur,
ættaðri frá Gufunesi við Reykjavik.
Bæöi þessi hjón eru löngu horfin til
feðra sinna.
brátt fyrir það, að Skarphéðinn væri
fæddur og uppalinn i sveit og bæri þar
beinin, var hugur hans mestan hluta
ævinnar fjarri búskap, en það mun
ekki hafa valdið neinum ágreiningi á
meöal fjölskyldu hans, og hjá öðrum
samferðamönnum, þar sem hann átti
þvi láni aö fagna að þeir skildu hug
hans og tilhneigingar til annarra verk-
efna. Gunnar bróðir hans mun hafa
skilið hann manna bezt, þar sem þeir
voru einkar samrýmdir. Með
aldrinum tók hann að lesa sér til um
ýmislegt, m.a. rafmagn. Hann for viða
um land, en einkum um Suðursveit, og
leiðbeindi fólki og aðstoðaði með ýmis-
legt tæknilegt, s.s. vatnsleiðslur,
vatnsvirkjanir, raflagnir til ljósa og
upphitunar o.m.fl. Að þessum verk-
efnum mun Skarphéðinn hafa gengið
fullur áhuga og af ósérhlifni. Hann var
hagleikssmiður bæði á tré og járn. A
tlmabili fékkst hann við að smiða
llkkistur.
' Frændi minn giftist aldrei né
eignaöist börn, en þrátt fyrir það hygg
ég, að hann hafi verið hamingjusam-
ur, einkum þegar hann var i essinu
sinu að framkvæma eitthvert af
áhugamálum sfnum, t.a.m. varðandi
vatnsveitur og rafveitur. A þvi sviði
mun hann hafa verið ráðunautur
Búnaðarsambands Austurlands á ár-
unum 1926 til 1929, og á tímabili fór
hann nokkrar ferðir til mælinga á
Vatnajökli. Mun honum hafa farið það
verk vel úr hendi, eins og frænda
mlnum var lagið.
Skarphéðinn var fremur léttlyndur
að eðlisfari og gaman við hann að
ræða, vegna þess hve hann var fróður
og vlðlesinn. Einkum naut ég þess, er
hann kom stöku sinnum i heimsókn til
foreldra minna að Ægissiðu 46. bá
kom hann frá Vagnsstöðum til
Reykjavikur til að sinna erindum. Ég
hafði elzt og þroskast mikið frá þvi við
sáumst fyrst á Melatanga, sem þá var
flugvöllur sýslunnar fyrir nokkrum
áratugum, og ég var að fara að Vagns-
stöðum i fyrsta skipti úr ys og þys
borgarlifsins.
Meðal minninganna um frænda
minn er, þegar við fórum nokkrum
sinnum á fjöru, sem kallað var. bá var
verið að hyggja að reka. Ef eitthvað
fannst nýtilegt, tré- eða járnkyns, var
það hirt.
Skarphéðinn fór venjulega á fætur
snemma á morgnana, en ég svaf eitt-
hvað fram eftir. Ef Skarphéðinn var
nærstaddur, þegar ég vaknaði, átti
hann til að strjúka mér um kollinn og
segja: Sofðu lengur, litli drengur.
Stundum gat ég sofnað aftur við þessa
þægilegu framkomu, stundum ekki.
Ég minnist þess, er hann var að fara
I ferðir til að gera óvirk tundurdufl, er
rekiö hafði á fjörur einhvers staðar
skammt innan eða utan sýslunnar.
begar mér verður hugsað til þessa
þáttar i starfi Skarphéðins, geri ég
mér þess fulla grein, hversu oft hefur
sennilega mátt litlu muna að illa færi,
er frændi minn var að gera duflin
íslendingaþættir