Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Page 3
Þessi fleygu orö Matthlasar
Jochumssonar, er hann orti eftir
fjarskyldan ættingja minn, komu
mér fyrst f hug, er mér barst
fregnin um hiö sviplega fráfall
vina minna, hjónanna á Barkar-
stööum. Svo mun fleirum hafa
fariö. Ég er nú oröinn hálfnlræöur
og hefi þvi heyrt marga helfregn,
en varla nokkra svo voveiflega
sem þessa. Sama má segja um
mitt heimilisfólk — unga og
aldna. Viö vorum aö fagna sum-
ardeginum fyrsta, þegar hel-
fregnin barst. Þá varö löng og
djúp þögn, svo löng og djúp, aö ég
minnist ekki slíkrar, hvorki fyrr
né síöar. Hér voru tryggir vinir
horfnir, vinir, sem höföu veriö i
mannfagnaöi á heimili okkar fyr-
ir þrem dögum vegna fermingar
tvlbura, dóttursona minna. Og
hér veröur aö geta þess, aö ekki
var um neina skyndivináttu aö
ræöa, heldur um þaö bil aldar-
gömul vináttutengsl milli heimil-
anna á Barkarstööum og
Stóru-Háeyrar á Eyrarbakka.
Guömundur á Háeyri og Tómas á
Barkarstööum byrjuöu búskap
sinn á síöasta fjóröungi 19. aldar.
Þeir voru aldavinir til hinztu
stundar. Barkarstaöafólkiö gisti
alltaf á Háeyri, meöan Guömund-
ur bjó, og börn og unglingar, af-
komendur Háeyrarhjóna, dvöld-
ust oft sumarlangt a Barkarstöö-
um og voru þar velkomnir gestir
allt fram á þennan dag. Slöustu
oröin, sem ég minnist aö hafa
heyrt frá þeim hjónum sunnu-
dagskvöldiö 17. apríl, voru þau,
aö Sigríöur, dóttir min og ný-
fermdu tvíburarnir ættu aö koma
austur aö Barkarstööum nú I vor
og vera þar a.m.k. 2 nætur um
sauöburöinn. Og afi gamli, sá er
þetta ritar, var rækilega minntur
á aö koma Isumar og vera nokkra
daga eins og undanfarin ár.
Þetta rifjast nú allt upp fyrir
mér, einmitt nú, þegar þessi
ágætu hjón eru horfin, og ég sé
þau aldrei framar. Og ég vil enn-
fremur rifja upp síöasta samtal
mitt við Sigurð á Barkarstööum i
umræddu gestaboði, rétt áöur en
þau héldu á brott. Mér er þaö
hugarléttir, og þaö lýsir Siguröi
nokkuö. En ég ætla mér ekki þá
dul aö rita ævisögu Siguröar og
þeirra hjóna. Þaö munu aörir
gera og hafa þrgar gcrt, t.d. nú
nýlega í ritinu Heima er best —
mjög vcl.
En þaö var sfðaída samtal okk-
ar Siguröar, scm ég a’.tlaöi aö
fer.ta hér á blaö Ég gcri þaö
sjálfs mín vegna, en hvort þaö
kemur . -.kkurn. tíma fyrir al-
mennin./.sjónir skiptir mig litlu
— eöa engu. — Viö sátum saman i
legubekk rétt fyrir miönættiö um-
rættkvöld. Viö hliö mér sat annar
fermingardrengurinn og hlýddi
islendingaþættir
meö eftirtekt á samtal okkar
karlanna.
Ég hóf samtaliö meö þvl aö
þakka Sigurði fyrir alla vinsemd
og viröingu, sem hann heföi jafn-
an sýnt 1 minningu tengdafööur
mlns, Guömundar á Háeyri og
þeirra hjóna beggja. Guömundur
var stórbrotinn maöur og stund-
um umdeildur, en ég hefi engan
mann þekkt, sem hefir minnzt
hans meö jafnmikilli viröingu og
ást og Siguröur á Barkarstööum.
— Hér skal þess getiö, aö i fyrra
geröi Siguröur þaö fyrir min orö
aö lesa inn á segulband Háeyrar-
drápuna, ljóö Gests (Guömundar
Björnssnar iandlæknis) um Guö-
mund á Háeyri. Jafnframt lét
Siguröur fylgja nokkurn formála
um Guömund, helztu æviatriöi og
mjög snjalla mannlýsingu. — Nú
er þessi upptaka ennþá dýrmæt-
ari minning um þá báöa en
nokkru sinni fyrr.
Siguröur svaraöi þakkaroröum
minum á þá lund, aö þaö væri nú
ekki þakkarvert, þótt hann talaöi
vel um Guömund á Háeyri. Þetta
heföi veriö mesti höföingi og sér
alltaf svo góöur og þau hjón bæöi,
að sér heföi alltaf fundizt hann
vera kominn I foreldrahús, þegar
hann kom að Háeyri. Þar heföi
hann veriö gestur árum saman,
bæöi I kaupstaðaferöum og eins
þegar hann beiö byrjar aö komast
i verið til Herdisarvikur eöa Þor-
lákshafnar. Sú dvöl var oft marg-
ir dagar. Og þessi minning gaf
honum ástæöu til þess aö segja
okkur frá fyrstu vertiðarferö
sinni og hvaö kuldalegt þaö heföi
veriö fyrir 17 ára ungling frá
stóru og góöu heimili aö setjast aö
I búöarhreysunum eins og þau
voru þá i verstöövum hér syöra.
Veggir byggöir úr torfi og grjóti,
þakiö hriplekt og grjótbálkar
meöfram veggjum i staö rúma,
enþómeöfjölumsem rúmstokka.
Og mosa þurfti aö reyta til þess
aö leggja á steinbálkana. I staö
undirsængur, en yfirsængin var
eitt brekán. Matarskrinan viö
höföalagið og sjóklæöin hangandi
á rúmstólpunum — engin upphit-
un. Tveir menn sváfu jafnan i
sama fletinu. Eina bótin var, ef
vel var látið i nestisskrinuna:
hangikjöt, kæfa, smjör og tólg.
Mjög rausnarlegt þótti, ef tveir
sauöir voru soönir niöur, annar 1
kæfu og hinn reyktur.
Sigurður sagði frá þessu og
fleiru meö alvöru og festu. Mér
fannst hann ekki jafn léttur I máli
og fyrr, en eins og allir kunnugir
vita var hann einn hinn bezti
sögumaður, sem um getur, bæöi
fjörugur og fyndinn, 'Þegar hann
haföi lýst lifinu i verbúöinni nokk-
uö, hvarf hugur hans aö nútiman-
um og þeim geysilega mun, sem
nú væri orðinn á framtföarhorf-
um æskumanna frá þvl á æsku-
dögum okkar. Nú gætu þeir valiö
um fjölda leiöa, sem lægju til
manndóms og þroska. Þar væri
aöeins einn Þrándur i Götu, sem
unglingar yröu aö varast: —
brenniviniö. Tækist þaö, mundi
þeim vel farnast.
Mér þótti vænt um þessi um-
mæli hins hreinskilna og djarf-
mælta bændahöfðingja. Hann var
alla tíö sannur málsvari bindind-
is. A þvi sviði höföum viö veriö
samherjar, bæöi sem ungmenna-
félagar og góötemplarar áratug-
um saman. — En hér lauk samtali
okkar Siguröar, hinu siöasta hér 1
heimi. Þess mun ég minnast,
meðan iif endist. Þarna komu
fram þrir eöliskostir Siguröar:
Trölltrygg vinátta,ágæt frásagn-
arlist og trúmennskan gagnvart
bindindismálinu. Þaö er hvatning
og styrkur fyrir okkur samherja
hans, sem reynum aö vinna þvi
máli gagn. Samtalinu lauk rétt
um miönættiö. Samferðafólkiö
beiö I forstofunni, þar á meöal hin
ágæta eiginkona Sigurðar, Maria
Sigurðardóttir. Ég haföi tiltölu-
lega lítiö getaö talaö viö hana
þetta kvöld, þvi margt var um
manninn. En hennar mun ég á-
vallt minnast með aödáun og
viröingu. Allir kunnugir vita, aö
hún var friö kona og fyrirmann-
leg og hin ágætasta húsfreyja,
góöum gáfum gædd og afburða
verkmaður.En hill vissu ekki all-
ir, að hún vár mjög listræn i eðli
sinu. Hún gat bæði teiknaö og
máiað og húið til fjölbreytta og
fagra hiuti úr efni, sem öðrum
þótli lltils virði, t.d. nylonþráðum
utan af heyböggum bindivélar-
innar. Úr þeim geröi hún hina
fegurstu hluti, mottur, körfur,
veggskildi o.fl. o.fl. meö fjöl-
breyttum litum og lögun, sem hún
fann upp sjálf. — En mest dáðist
ég þó alltaf aö skapferli Mariu.
Hún var alltaf svo róleg og glaö-
lynd, en þó fastlynd og viljasterk.
Hún átti gott skopskyn og var
hinn bezti sögumaöur eins og
bóndi hennar. Bókfróö var hún og
unni fögrum bókmenntum enda
átti hún ekki langt að sækja þá
gáfu þangaðsem þær voru Herdis
og Ólina Andrésdætur, ömmu-
systur hennar.
Allt þetta kemur mér I hug,
þegar ég viröi fyrir mér mynd
þeirra hiónanna á kveðjustund
fyrrnefnt kvöld. Þau voru prýöi
sveitar sinnar, prýöi allrar
þjóöarinnar. Þau voru svo sam-
hent og samrýmd, þótt ólik væru
á ýmsa lund. Mér virtist, aö þau
mættu ekki hvort af ööru sjá. A
fimmta áratug höföu þau gert
garöinn frægan á Barkarstööum,
þar sem aöeins 3 bændurhafa bú-
iö siöan 1842 —• þrir feögar. Sig-
uröur, fööurfaöir Siguröar sem