Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Page 8

Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Page 8
ferö, fór yfir þá og var þeim báöum ógnun. Slysiö skeöi um 70 metra frá landi. Sjórinn þarna, eins og annars staöar viö strendur lands okkar, er mjög kaldur. Steingrimi, sem var mikiö klæddur, varö þaö ofraun aö ná til lands, en Jón sonur hans náöi landi mjög þrekaöur. Þegar Steingrimur hætti störfum sem umsjónarmaöur Landspitalans viö s.l. áramót, haföi hann veriö starfsmaöur spitalans í um 46 ár. Vantaöi aöeins 40 daga upp á aö Stein- grfmur heföi veriö starfsmaöur hans frá byrjun. Spitahnn tók til starfa 20 desember 1930 en Steingrimur réöist til hans l.febrúar 1931. Fyrst var hann ráöinn sem skrifari á skrifstofu spital- ans, eins og þaö var nefnt þá, en um- sjónarmaður Landspitalans varö hann 1. desember 1935. Hann gegndi siöan þvl starfi til s.l. áramóta eöa i um 41 ár. Starf umsjónarmanns Landspital- ans hefur ætið verið umfangsmikiö og erilsamt starf. Verkefni umsjónar- mannsins er að sjá um viöhald bygg- inga spitalans, að innan sem utan, og allra húsmuna hans. Meö stækkun spitalans, um og eftir 1950, eöa marg- földun á upphaflegri stærð hans, jökst verkefni umsjónarmannsins samhliöa mikiö. Mönnum þeim, sem hann þurfti aö stjórna í daglegum verkum, fjöig- aöi jafntog þétt, nýjar deildir bættust viö og stjórnendur fleiri og samskipti við þá kölluðu á meiri tima. Spitalisem Landspitalinn er ífullum rekstri allan sólarhringinn alla daga ársins og reksturinn jafnan mjög viö- kvæm starfsemi. Menn, sem skipaö hafa þar lykilstöður svo sem Stein- gri'mur hefur gjört, hafa borið mikla ábyrgö og hvildin oft veriö óviss og minni en margur heldur. Steingrimur vann starf sitt sem umsjónarmaöur með miklum áhuga, haföi oft langan vinnudag og hafa áhyggjur vegna starfsins oft fylgt honum inn fyrir dyrnar á heimili hans. Undirritaöur og fleiri samstarfsmenn hans kröfðust mikils af honum og höfum við vafa- laust oft gengiö þar miklu lengra en sanngjarnt var. Mjög takmarkað fjármagn til viöhalds bygginga og muna,miðað viö þörf, var oft sú hindr- un, sem erfitt var eöa ekki hægt aö komast y fir, þó aö brýn væri þörfin og fast að sótt. Ahugamál Steingrlms utan starfsins voru einkum fjallgöngur og ferðalög. Þá var heimsókn eöa sumarfrisdvöl i Purkey árlegur viöburöur, en þar var konan hans alin upp til sautján ára aldurs. Steingrimur og Margret kona hans eignuöust fjóra syni. Eru þeir allir hin- ir mestu manndómsmenn. Jón, pipu- lagningameistari i Landspitalanum, er fæddur 1940, Helgi deildarstjóri I hagræðingardeild Landsbankans, 1944, Þorsteinn, sem vinnur viö fast- eignasölu, 1947 og Guöjón viöskipta- fræöingur, fæddur 1949, vinnur við Reiknistofnun bankanna. Steingrimur varmikillheimilisfaöiroglét sér mjög annt um fjölskyldu sina. Hefur það vafalaust glatt hann mjög aö fylgjast meö dugnaöi og hinum athygiisverða framgangi sonanna. Steingrimur var fæddur 30.11. 1906 aö Brekku i' Geiradal i Austur-Baröa- strandarsýslu. Hann var I hópi niu systkina, átti fjóra bræður or fjórar systur. A II fi eru þrjár systur hans og þrir bræöur. Það er skoöun undirritaös aö Stein- gri'mur hafi verið hamingjusamur maöur. Meö Margréti Hjartardóttur eignaöist hann framúrskarandi konu, sem bjó honum mjög gott heimili og gaf honum fjóra dugnaðar drengi. Ég færi frú Margréti, sonum þeirra, barnabörnum og öðrum bandamönn- um innilegustu samúðarkveöjur. Georg Lúöviksson. t Breiöifjöröur mun vera stærstur fjöröur á Islandi. Margir telja hann einnigfegurstan fjarða, og gjöfulastan viö þá sem þar búa. Mannfall vegna matarskorts mun hafa verið fátitt eöa óþekkt viöBreiöaf jörö. Líka munu fáir staöir hafa krafist meira af sinum mönnum, né hrifsaö til sin stærri feng, og sjaldan hirt um að skila aftur her- fangi sinu. Þó mun enginn Breiöfirð- ingur vilja né geta gleymt sinum firði svo magnaö er áhrifavald hans. Steingrimur Guöjónsson var fæddur á Litlu-Brekku i Geiradal 30.11. 1906, sonur hjónanna Guðrúnar Magnús- dóttir og Guðjóns Jónssonar sem þar bjuggu I 35 ár. Þau eignuðust og ólu þar upp 9 börn. Litla-Brekka var talin kostarýr jörö þegar Guöjón kom þangaö, og þar sem hann var einyrki allan sinn búskap hafa vinnustundir þeirra hjóna verið ómældar. Þó haföi þessi óskagengni bóndi menningu og hæfileika til aö gerast hlutgengur rithöfundur, þegar hann hafði lokiö uppeldi barna sinna og var of slitinn við erfiöisvinnu. Margur læröur i islenzku mætti öfunda hann af sinum fjölbreytta oröaforöa og þvi valdi sem hann haföi á máli og stil. Þaö var vegna manna eins og Guöjóns áLitlu-Brekku aö oröið sveitamenning er til. Ef segja skal deili á manni, þarf aö kynna þann jaröveg sem hann er vax- inn úr, og var undangengin lýsing til- raun þess. Steingrimur stundaöi nám við skól- ann á Hvitárbakka 1925-27, lengrivarö skólagangan ekki. Menntavegurinn var i þá daga sannarlega þröngur og ógreiöfær eignalausum alþýöumönn- um, sem ekki áttu annan bakhjarl en fátæka foreldra sem ekkert höföu af- lögu utan hvetjandi heilræöi og góðar fyrirbænir. Þegar Steingrimur kom frá Hvltár- bakka voru aðfararár kreppunnar miklu atvinna stopul og launin lág. Allir byggöu vonir sinar á aö komast i FASTA VINNU hjá bæ eöa riki. Arið 1937 kvæntist Steingrlmur eftir- lifandi konu sinni, Margréti Hjartar- dóttur frá Purkey. Þau eignuöust 4 syni, sem allir eru á lifi. Um hjóna- íslendingaþættir Til Önnu látinnar Um mig vá og vindar næöa. Verða sljóvir hugir manna. Sigl þú burt til sólskins hæða seglskipinu þinu Anna. Ung varst þú og engum bundin i eyjum storms og blárra hranna. Stolt var hjartað, stillt var lundin. Það stafaði frá þér geislum Anna. Loksins batzt þú huga honum er heillaði þig hinn sterka svanna. Og ein af vorsins vænstu konum, vertu nú sæl og blessuð Anna. Jón Jóhannesson 8

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.