Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Side 19

Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Side 19
störfum sýndi hann frábæran dugnaö og ósérhlifni. Hermóöur braut upp á mörgu nýju 1 búskapsinum, reyndi nýjar búgreinar og var jafnan meö þeim fystu aö taka upp tækni og nýjungar.sem til framfara máttu horfa. Lengi stundaöi hann til dæmis rófnarækt i stórum stil og meö meiri tækni en annars staöar tlökaöist. Þessi ræktun kom til viöbótar viö þann búskap, sem flestum öörum heföi þótt nóg um aö sinna. Þau Jóhanna og Hermóður voru bæöi stórhuga og ekki hallaöist á um dugnaöinn. Fljótlega bárust sögur af umsvifum þeirra og þótti mörgum, sem þau hlytu aö reisa sér huröarás um öxl. En þar sem kappinu fylgdi bæði eljusemi og úthald, sigruðu þau saman hvern hjallann af öðrum, þótt erfiöir væru. Ekki fór hjá þvi aö gestkvæmt yröi I Arnesi. Margir áttu þangaö einnig erindi vegna félagsmála, enda varö heimiliö brátt rómaö fyrir glæsilega rausn og gestrisni viö lága sem háa. Þótt umsvif Hermóös v^eru mikil og hann ynni hverja 'stund aö búinu, sem hann gat, virtist hann alltaf hafa tima til aö sinna þeim, sem aö garöi bar, og hann sparaði sér aldrei ómak til aö greiöa fyrir mönnum. Hjálpsemi hans var mikil og einlæg. Að þvi er ég bezt veit, var Hermóöur frumkvööull aö þvi aö bændur nýttu sjálfir til fullnustu og án milliliða þau hlunnindi, sem felast i góöri lax- veiöi. Þau hjón ráku um skeið veiöiheimili i eigin húsi, eftir að hafa endurbyggt þaö uppúr 1960. Siðan var byggt sérstakt veiöi- heimili 1967 og hefur þaö tvisvar veriö stækkaö. Af þessu hefur fjölskyldan haft atvinnu og aröur fariö til uppbyggingar þar heima, sem annars heföi veriö fluttur burtu. Hermóöur lét þjóömálin, i viöum skilningi þess orös, sig alla tiö miklu skipta, þó aö hann geröist aldrei stjórnmálamaöur eöa færi inn i flokkabaráttu. Þar mun honum þó hafa staöiö opin leiö til frama. Hann var i upphafi sjálfstæöismaöur og skrifaöi þá tiöum um þjóömál i Morgun- blaðiö. Eftir aö ieiöir skildu viö þann flokk, geröist hann æ rót- tækari i skoðunum, hygg ég að þar hafi mestu ráöiö afstaöan til sjálfstæöismála þjóöarinnar, efnalegra og menningarlegra, þar vildi hann engum þola hálf- velgju eöa undanlátssemi, við erlend völd. Slikt var f jarri skap- Islendingaþættir gerö hans. Um þessi mál og önnur skyld skrifaöi hann margar hvatningargreinar. Þaö var áriö 1963, aö mönnum höföu borizt óljósar fregnir af ráðageröum, sem uppi voru um stórvirkj. i Laxá viö Brúar meö stiflugerö og flutningi Svartár og Suöurár i Mývatn og Laxá. Þá gerir VeiöifélagLaxár sina fyrstu samþykkt og andmælir þessum áformum. Þetta var upphaf þeirrar löngu og miklu baráttu, sem Þingeyingar urðu aö heyja i méira en áratug. Næstu ár var reynt aö fylgjast meö málinu, en litiö var látiö uppi af hálfu yfir- valda og virkjunaraöila. Þaö er fyrst eftir áramót 1969, aö Hermóöi tókst aö fá fram i dags- ljósið hverjar fyrirætlanirnar væru. Þá voru viöbárur strax orðnar þær, aö of seint væri aö mótmæla.Allt væri búiö aö skipu- leggja, aðeins eftir aö framkvæma. Það er ekki nokkur vafiá þvi aö hér réöi dugnaöur og harösækni Hermóös úrslitum. Þaö mátti ekki seinna vera, aö þessi barátta hæfist. Saga Laxármálsins verður ekki rakin hér, en vist er, aö siöar veröur litiö á hana, sem timamót i tslenzkum náttúru- verndar- og umhverfismálum. Fyrir þessa baráttu hafa sjónar- miö breytzt og annaö mat er nú lagt á gæöi lands okkar en áöur og veröur þjóöinni til meiri far- sældar. Þau ár, sem baráttan i Laxármálinu stóö, eyddi Hermóöur hana óhemju mikilli vinnu. Þaö vita þeir bezt, sem næst honum stóðu. En sú vinna var ekki og veröur aldrei metin á verölagsskrár, enda var þar um mörg ársverk aö ræöa á mælikvaröa tlmareiknings- manna. Þaö var einmitt i þessari baráttu, sem ósérplægni Hermóös kom skýrast fram, þó aö ööru hafi verið hampað af óvinveittum aðilum, sem minna þekktu til. Barátta hvilir ætið á göfugum hugsjónum. Hermóður haföi ætið meö sér I baráttunni sveitir vaskra manna . ekki aöeinsheima i héraöinu heldur og viöa um landiö. En hann var óumdeilanlega foringinn, þaö mátti ekki gleymast. Fyrir baráttu Hermóös Guömunds- sonar og félaga hans i Laxár- málinu stendur öll islenzk bænda- stétt i þakkarskuld . Þegar islenzkir bændur geröu för til að heimsækja stéttar- bræður og skyldmenni i Kanada 1975, voru þau Hermóður og Jó- hanna þar á meöal. Þá sköpuðust mikil og góö kynni bæöi meöal feröafólksins og svo á milli þess og gestgjafanna. Hermóöur og Jóhanna voru ótvirætt meöal vinsælustu feröafélag- anna, og þau nutu feröarinnar vel, þótt erfið væri. En þvi get ég þessa hér, aö þaö sýnir einn þátt i skapgerö Hermóös. Eftir heimkomuna var hann sifellt að hvetja til þess, aö böndin viö Vestur-lslendinga yröu treyst, og aö allt yrði gert til aö greiöa götu þeirra, sem hingaö koma. Þegar Vesturtslendingar voru hér a ferö siöastliöiö sumgf, var Hermóöur kominn á sjúkrahús og likan\legt þrek hans lamaö. Samt sem áöur var hugurinn óbugaöur og eitt af þvi sem var efst i huga hans var það hvað sýsla hans og búnaöar- sambandiö gætu gert fyrir þetta fólk. Jóhanna og Hermóður voru ákaflega samhent hjón. Þaö leyndi sér ekki, aö samband þeirra i bliöu sem stríöu byggöist á gagnkvæmri viröingu og trausti. Þau virtu hæfileika hvort annars og vissu aö meö þvi aö standa saman, nýttust þeir bezt. Enginn getur háö langa og haröa baráttu einn og óstuddur. Allir eiga sinar veiku hliöar og veiku stundir. Þá er ómetanlegt aö geta leitaö hollráöa hjá ástvinum. Jóhanna mun alltaf hafa fylgzt vel með þeim málum, sem Hermóöur vann aö eöa baröist fyrir og þvi haröari sem baráttan var, stóð hún betur meö. Þaö var þvi ekki aö ástæöulausu, aö þau komu svo oft saman sem tök voru á til þeirra funda, sem Hermóöur þurfti aö sækja, og vist er aö þaö var ekki sizt hans vilji. Eftir að börn þeirra uxu til manndóms og tengdabörnin komu i hópinn, ein- kenndist fjölskyldan enn af sömu samhygöinni. Þar rikti einnig samband, sem byggt var á gagn- kvæmri virðingu og trausti. Það var þvi sterkur hópur, sem stóö að baki Hermóði. Hermóður var heimakær maður. Hann var aldrei lang- dvölum úr dalnum og flutti heimili sitt aldrei lengra en frá Sandi að Nesi. Þegar hann dvaldist að heiman, var þaö til aö reka erindi heimkynna sinna eöa stéttar. Þegar hann var orðinn helsjúkur og vissi aö hverju dró og aö baráttunni hlaut aö vera lokið, vildi hann dveljast heima. Hann undi ekki spitalavistum, en átti þá ósk heitasta aö eyöa hinztu stundunum heima. Meö sameiginlegri hjálp og þrotlausri umhyggju þeirra allra, konu, tengdabarna, var hægt aö veita honum þetta. Hermóöur geröist ekki skáld á sögur eöa kvæöi, svo sem faöir hans, bræöur og frændur margir. Hvort hann hefur langað til aö yrkja ljóö er óvist. Hitt er vist aö hann ákvað ungur aö yrkja sina jörö og þaö geröi hann þannig, aö þess veröur minnzt meöan býliö 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.