Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Side 25

Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Side 25
hennar. Var aðkoman aö hinu forna setri á Skógarströnd heldur kuldaleg, húsin óvistleg og köld — og kom sér nu vel, að Jón smiður kunni öðrum mönnum betur að halda á hamri og sög. A Breiðabólsstað búa þau svo i þrjú ár, og þar eignast þau fyrsta barn sitt, Guðrúnu (kennari i Reykjavik). Breiðibólsstaður var mannfrek jörð til búskapar, ef nýta átti öll gögn hennar og gæði, og hentaði þvi ekki vel ungu fólki með tvær hendur tómar. Þau munu þvi ekki hafa hugsað sér þar langa setu og veturinn 1922 fékk séra Þorsteinn veitingu fyrir Sauðlauksdal og fluttu þau þangað um vorið. 1 Sauðlauksdal bjuggu ^ þau siöan i 21 ár og undu hag sinum hið bezta. Séra Þorsteinn og Guðrún Petrea voru samferðamenn þeirrar presthjónakynslóöar, - sem stuðluðu að menningar- kveikju i sveitum landsins og héldu i heiðri starfi fyrri kynslóða aö skapa ungum og greindum unglingum undirstöðumenntun og 1 visa til vegar aö æðra námi. Séra Þorsteinn hélt skóla á heimili sinu flest þessi ár og á haustin kom ungt fólk og var meira og minna viöloöandi yfir veturinn og þaöan ýtti margur unglingurinn úr vör til æöra náms. Prestskonan varð að hafa auga á hverjum fingri, að nægur væri maturinn I búrinu og I hennar hlut kom aö skipa fólkinu til sængur og sjá um, að sá andi svifi yfir vötn- um, að öllum kæmi saman og öll- um liöi vel, þvi aö oft var þröngt setinn bekkurinn þótt húsakynni i Sauölauksdal væru býsna rúm og þá kom sér vel að eiga jafnaðar- geð og kunna þá vandlærðu list að gera gott úr öllu. Eins og kunnugt er veröa mikl- ar breytingar i islenzku þjóölifi á þessum árum. Vinnufólki tekur að fækka i sveitunum, hin fjöl- mennu heimili verða fágætari meö ári hverju, en enn halda þó prestssetrin stööu sinni, sér i lagi þar sem prestarnir sinna fræðslu- málum og taka þátt i félagsmál- um byggðarinnar. Þessi menningarlegi þáttur kirkjunnar á Islandi, prestsheim- ilið og áhrif þess i samfélaginu, er enn svo nærri okkur, að hans er sjaldan getið, en einn daginn munum við skynja, að þetta er orðin saga ein. Og þeim fækkar lika óðum prestskonunum, sem mótuðu þessi heimili, og voru svo likar aö stil og yfiibragði, að maður þekkti þær á götunum i Reykja- vik, þegar þær komu á synódús með mönnum sinum. Guðrún Petrea sómdi sér vel i hópi þess- ara kvenna. í Sauðlauksdal liða svo árin eitt af öðru. Börnunum fjölgar, fjögur fæðast til viðbótar: Bragi (verk- fræöingur i Reykjavik, kvæntur Friðu Sveinsdóttur læknaritara), Baldur (skógfræðingur i Kópa- vogi, kvæntur Jóhönnu Friðriks- dóttur kennara), Jóna (kennari á Kirkjubæjarklaustri, gift séra Sigurjóni Einarssyni), Helgi (skólastjóri á Dalvik, kvæntur Svanhildi Björgvinsdóttur kenn- ara). Eftir að þau höfðu búið nokkur ár i Sauðlauksdal flytja foreldrar séra Þorsteins til þeirra og dvelja þar til dauðadags. Hjónunum hélzt vel á vinnufólki og allt er i föstum skorðum. Og fyrr en varir eru elztu börn- in komin i skóla i öðrum lands- fjórðungi — og þeim vegnar vel, og þótt úti i heimi geisi strtö og ógn þess hafi færzt að ströndum tsiands þá rikir kyrrð og öryggi i Sauölauksdal — og fólkið kemur prúðbúið til messu á sunnudögum og hringing klukknanna berst yfir dalinn og presturinn stendur fyrir altarinu skrýddur höklinum, sem foreldrar Eggerts ólafssonar gáfu kirkjunni. —■ Eftir messuna er bærinn öllum opinn, ilmur af kaffi og nýbökuðum kökum berst út á hlaðið og prestsfrúin sér svo um, að allir fái góðgerðir. Þetta er messudagur i islenzkri sveit, miðpunktur mannlifs og öryggis i litlu samfélagi. En svo einn dag er öryggi dals- ins rofið og kaldur gustur dauð- ans leikur þar um hverja gætt. Presturinn hefur farið yfir á Eyrar til að fá ferö til Reykjavik- ur. Þetta er um miðjan febrúar 1943. Vélskipið Þormóöur leggst við bryggju á Patreksfirði og þar stiga um borð tveir farþegar, en fyrirer i skipinu fjöldi fólks, sem komið hafði um borö i heimahöfn þess á Bildudal. Og febrúarveðrin láta ekki að sér hæða. Eitt ógnvænlegasta sjó- slys aldarinnar var á næsta leiti, þegar Þormóður leysti festar á Patreksfirði og stefndi til hafs i stinnum kalda. Hann batt hvergi festar aftur, en fórst með allri á- höfn og öllum farþegum út af Stafnesi aðfaranótt þess 18. febrúar 1943. Sóknarpresturinn i Sauðlauks- dal var einn þessara farþega og 30 aðrir gistu hina votu gröf þessa nótt. Heim i Sauðlauksdal barst fregnin skjótt — og á einni nóttu sópaðist öryggið brott, og sá sem þarf að axla slikar byrðar verður aldrei samur á eftir, þó að sagt sé, að timinn græði öll sár. Marta Valgerður Jónsdóttir ættfræðingur kemst svo að orði um Jón föður Guðrúnar Petreu, að hann hafi kunnað ,,að taka öllu mótlæti með manndómi og hjartaprýði” (Faxi 1959), og ég held, að Guörún Petrea hafi erft þennan eiginleika föður sins, enda veitti nú ekki af. Og nú var dvölinni i Sauðlauks- dal senn lokið, og um sumarið 1943 fluttist hún til Keflavikur með tvö yngstu börn sin, en Elin systir hennar og maður hennar Guðmundur Guðmundsson spari- sjóðsstjóri buöu henni að koma til sin. Varð sú dvöl töluvert lengri en ætlað var, þvi að þremur árum siðar dó Elin systir hennar og eft- ir það varö Guðrún ráðskona hjá Guðmundi mági sinum næstu ár- in. Arið 1953 flutti hún svo til Reykjavikur, þar sem hún bjó siðan meö Guðrúnu dóttur sinni og dóttur hennar, siðustu 15 árin i Álftamýri 8, þar til hún s.l. vetur dvaldi oftast á sjúkrahúsi og lézt þar þ. 2. mai s.l. Og viö, sem kynntumst henni bezt og áttum því láni að fagna, að heimili hennar i Reykjavik stóð okkur alltaf opið kveöjum hana i dag með söknuði og trega og minnumst ekki hvað sizt þeirr- ar fórnfýsi og góðvildar, sem hún sýndi börnum okkar og biöjum henni blessunar á nýjum vegum. Sigurjón Einarsson. Islendingaþættir 25

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.